Valur yngir upp: „Markmiðið er að fá bestu ungu strákana á Hlíðarenda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2023 09:01 Arnar Grétarsson er á leið í sitt fyrsta tímabil með Val. vísir/sigurjón Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, segir að það sé meðvituð ákvörðun hjá sér að yngja Valsliðið upp. Félagið samdi við tvo unga og efnilega leikmenn, Lúkas Loga Heimisson og Óliver Steinar Guðmundsson, í vikunni. Guðjón Guðmundsson skellti sér á Hlíðarenda og hitti þar Arnar og ræddi við hann um nýja starfið hjá Val og breyttar áherslur félagsins í leikmannamálum. Hann játti því er hann var spurður hvort Valsmenn væru að yngja liðið sitt upp. „Já, ég held við getum alveg sagt það. Ef við tökum síðustu tvö ár og hvernig staðan hefur verið á mannskapnum og liðið að spila var það meðvituð ákvörðun að yngja hópinn og fá fleiri unga og efnilega stráka inn. Markmiðið er að fá bestu ungu strákana á Hlíðarenda og gefa þeim flott tækifæri til að standa sig og þeir geti þá kannski tekið næsta skref og farið erlendis,“ sagði Arnar. En er hann búinn að styrkja liðið eins og hann vildi? „Við erum á réttri leið. Það eru ansi margir búnir að bætast við á stuttum tíma. Í vikunni fengum við Óliver Steinar og Lúkas Loga og vonandi verða fréttir á næstu dögum um að það bætist allavega einn við. Svo erum við að bíða með Kristófer Jónsson,“ sagði Arnar en þreifingar eru um kaup Venezia á Ítalíu á leikmanninum. Ef það gengur ekki eftir gæti hann komið aftur í Val. Ætla í titilbaráttu Þótt síðustu tvö tímabil hafa verið slök hjá Val segir Arnar að stefnan sé alltaf sett hátt með félaginu. „Valur er þannig félag að stefnan er alltaf sett á toppinn. Þó svo við vitum að það séu breytingar, við að yngja hópinn upp og miklar mannabreytingar; það verður engin afsökun fyrir því að fara inn í mótið og segjast ætla að spila um 3.-4. sætið. Við ætlum að keppa um titlana sem eru í boði,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Arnar Grétarsson „Við teljum okkur vera með góðan hóp í höndunum. Það eru miklir hæfileikar í honum og ef allir vinna saman held ég að við getum farið bjartsýnir inn í mótið þótt við vitum að það er alveg brekka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson skellti sér á Hlíðarenda og hitti þar Arnar og ræddi við hann um nýja starfið hjá Val og breyttar áherslur félagsins í leikmannamálum. Hann játti því er hann var spurður hvort Valsmenn væru að yngja liðið sitt upp. „Já, ég held við getum alveg sagt það. Ef við tökum síðustu tvö ár og hvernig staðan hefur verið á mannskapnum og liðið að spila var það meðvituð ákvörðun að yngja hópinn og fá fleiri unga og efnilega stráka inn. Markmiðið er að fá bestu ungu strákana á Hlíðarenda og gefa þeim flott tækifæri til að standa sig og þeir geti þá kannski tekið næsta skref og farið erlendis,“ sagði Arnar. En er hann búinn að styrkja liðið eins og hann vildi? „Við erum á réttri leið. Það eru ansi margir búnir að bætast við á stuttum tíma. Í vikunni fengum við Óliver Steinar og Lúkas Loga og vonandi verða fréttir á næstu dögum um að það bætist allavega einn við. Svo erum við að bíða með Kristófer Jónsson,“ sagði Arnar en þreifingar eru um kaup Venezia á Ítalíu á leikmanninum. Ef það gengur ekki eftir gæti hann komið aftur í Val. Ætla í titilbaráttu Þótt síðustu tvö tímabil hafa verið slök hjá Val segir Arnar að stefnan sé alltaf sett hátt með félaginu. „Valur er þannig félag að stefnan er alltaf sett á toppinn. Þó svo við vitum að það séu breytingar, við að yngja hópinn upp og miklar mannabreytingar; það verður engin afsökun fyrir því að fara inn í mótið og segjast ætla að spila um 3.-4. sætið. Við ætlum að keppa um titlana sem eru í boði,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Arnar Grétarsson „Við teljum okkur vera með góðan hóp í höndunum. Það eru miklir hæfileikar í honum og ef allir vinna saman held ég að við getum farið bjartsýnir inn í mótið þótt við vitum að það er alveg brekka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn