Skoða að setja upp sleðabraut niður Kambana Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2023 08:20 Sleðabraut svipuð þeirri sem sett yrði upp í Hveragerði. Konan virðist vera ansi ánægð með ferðina. Getty Fyrirtækið Kambagil ehf. hefur óskað eftir því að hefja viðræður við Hveragerðisbæ um uppsetningu á sleðabraut (e. Alpine Coaster) niður Kambana. Bæjarráð tók vel í erindið og fól bæjarstjóra að vinna málið frekar. Brautin yrði kílómetra löng og með 650 metra lyftu upp Kambana. Svæðið sem Kambagil vill nota undir brautina er austan við Svartagljúfur við Árhólma í Ölfusdal. Á sama svæði má finna sviflína sem Kambagil rekur einnig. Yrði þetta fyrsta braut sinnar tegundar á Íslandi. Hér má sjá svæðið sem brautin yrði á. Lengst til vinstri sést glitta í veginn niður Kambana. Sleðabrautir sem þessi sem Kambagil vill setja upp eru afar vinsælar um allan heim. Sú lengsta er fimm sinnum lengri en sú sem yrði sett upp í Hveragerði, rúmir fimm kílómetrar, og er staðsett í Andorra. Hér fyrir neðan má sjá myndband af brautinni í Andorra. Í erindi sem Kambagil sendi bæjarstjórn Hveragerðisbæjar segir að brautin myndi ekki skerða aðgengi að núverandi göngu- og reiðstígum á svæðinu. Notast yrði við sömu afgreiðslu og sviflínan og sama bílastæði. Stígur frá Breiðumörk að Svartagljúfri nýtist fyrir flutning gesta til og frá brautinni. Brautin mun liggja um þrjátíu sentimetra frá jörðu og hvílir á pinnum. Því er hægt að taka brautina niður og setja hana aftur upp á örfáum dögum. Áætlað er að hægt verði að opna brautina sumarið 2024 ef hægt verður að semja um deili- og skipulagsmál. Brautin verður opin allan ársins hring og einn starfsmaður þar á veturna og tveir á sumrin. Kambagil gerir ráð fyrir því að árlega myndu 35 til 40 þúsund manns renna sér niður brautina. Hér yrði brautin staðsett. Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Brautin yrði kílómetra löng og með 650 metra lyftu upp Kambana. Svæðið sem Kambagil vill nota undir brautina er austan við Svartagljúfur við Árhólma í Ölfusdal. Á sama svæði má finna sviflína sem Kambagil rekur einnig. Yrði þetta fyrsta braut sinnar tegundar á Íslandi. Hér má sjá svæðið sem brautin yrði á. Lengst til vinstri sést glitta í veginn niður Kambana. Sleðabrautir sem þessi sem Kambagil vill setja upp eru afar vinsælar um allan heim. Sú lengsta er fimm sinnum lengri en sú sem yrði sett upp í Hveragerði, rúmir fimm kílómetrar, og er staðsett í Andorra. Hér fyrir neðan má sjá myndband af brautinni í Andorra. Í erindi sem Kambagil sendi bæjarstjórn Hveragerðisbæjar segir að brautin myndi ekki skerða aðgengi að núverandi göngu- og reiðstígum á svæðinu. Notast yrði við sömu afgreiðslu og sviflínan og sama bílastæði. Stígur frá Breiðumörk að Svartagljúfri nýtist fyrir flutning gesta til og frá brautinni. Brautin mun liggja um þrjátíu sentimetra frá jörðu og hvílir á pinnum. Því er hægt að taka brautina niður og setja hana aftur upp á örfáum dögum. Áætlað er að hægt verði að opna brautina sumarið 2024 ef hægt verður að semja um deili- og skipulagsmál. Brautin verður opin allan ársins hring og einn starfsmaður þar á veturna og tveir á sumrin. Kambagil gerir ráð fyrir því að árlega myndu 35 til 40 þúsund manns renna sér niður brautina. Hér yrði brautin staðsett.
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira