Vilja kanna arðsemi jarðganga eða vegskála á Hellisheiði Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2023 09:30 Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg hafa lagt til að sveitarfélagið hafi forgöngu um að unnin verði skýrsla um mat á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga eða vegskála undir Hellisheiði. Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Bæjarfulltrúarnir, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson lögðu fram tillöguna í lok síðasta mánaðar þar sem minnst er á jarðgangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir Vegagerðina þar sem mat var lagt á arðsemi jarðganga, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun. „Hér með leggja undirritaðir bæjarfulltrúar S-lista til að Svf. Árborg hafi frumkvæði af því að óska eftir sambærilegu mati frá skýrsluhöfundum á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga undir Hellisheiði og gegnum Svínahraun hvort sem um er að ræða hefðbundin jarðgöng eða niðurgrafin vegskála samkvæmt svokallaðri Cut and Cover aðferð. Auk þess verði horft sérstaklega til nýtingu á jarðefnum frá framkvæmdinni til uppbyggingar á Þrengslavegi annars vegar og Ölfusvegi milli Hveragerðis og Þorlákshafnar hins vegar,“ segir í tillögu þeirra Örnu Írar og Sigurjóns. Tillagan var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Kemur þar fram að í ljósi þess að um hagsmunamál fyrir öll sveitarfélög á Suðurlandi sé að ræða feli bæjarráð Fjólu Steindóru Kristinsdóttur bæjarstjóra að vísa málinu til umfjöllunar hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.Vísir/Vilhelm Svör innviðaráðherra Umræða um veginn yfir Hellisheiði fór fram á Alþingi í mars á síðasta ári eftir að ítrekað hafði verið gripið til lokana. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var þar til svara og sagði meðal annars: „Ég hef ekki skoðað nýlega hvort göng séu vænlegur kostur enda minnir mig að í þeirri umræðu hafi það verið slegið út af borðinu, meðal annars vegna mjög mikils jarðhita og reyndar mikils vatns sem þarna er. En ég hef hins vegar sjálfur fyrir allnokkru spurt, ég ætti nú kannski að fara að kalla eftir svari, það var ekki út af þessu veðri, hvort það væri með einhverjum hætti hægt að byggja einhvers konar vegskála yfir verstu svæðin. Staðreyndin er náttúrlega sú að í þessum veðrum sem verið hafa núna þá myndu þeir ekki hafa hjálpað nokkurn skapaðan hlut vegna þess að veðrið á Sandskeiðinu er oft verst en ekki uppi á Hellisheiði, svo maður segi bara hlutina eins og þeir eru,“ sagði innviðaráðherra í svari fyrir fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í þingsal. Árborg Vegagerð Samgöngur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Bæjarfulltrúarnir, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson lögðu fram tillöguna í lok síðasta mánaðar þar sem minnst er á jarðgangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir Vegagerðina þar sem mat var lagt á arðsemi jarðganga, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun. „Hér með leggja undirritaðir bæjarfulltrúar S-lista til að Svf. Árborg hafi frumkvæði af því að óska eftir sambærilegu mati frá skýrsluhöfundum á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga undir Hellisheiði og gegnum Svínahraun hvort sem um er að ræða hefðbundin jarðgöng eða niðurgrafin vegskála samkvæmt svokallaðri Cut and Cover aðferð. Auk þess verði horft sérstaklega til nýtingu á jarðefnum frá framkvæmdinni til uppbyggingar á Þrengslavegi annars vegar og Ölfusvegi milli Hveragerðis og Þorlákshafnar hins vegar,“ segir í tillögu þeirra Örnu Írar og Sigurjóns. Tillagan var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Kemur þar fram að í ljósi þess að um hagsmunamál fyrir öll sveitarfélög á Suðurlandi sé að ræða feli bæjarráð Fjólu Steindóru Kristinsdóttur bæjarstjóra að vísa málinu til umfjöllunar hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.Vísir/Vilhelm Svör innviðaráðherra Umræða um veginn yfir Hellisheiði fór fram á Alþingi í mars á síðasta ári eftir að ítrekað hafði verið gripið til lokana. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var þar til svara og sagði meðal annars: „Ég hef ekki skoðað nýlega hvort göng séu vænlegur kostur enda minnir mig að í þeirri umræðu hafi það verið slegið út af borðinu, meðal annars vegna mjög mikils jarðhita og reyndar mikils vatns sem þarna er. En ég hef hins vegar sjálfur fyrir allnokkru spurt, ég ætti nú kannski að fara að kalla eftir svari, það var ekki út af þessu veðri, hvort það væri með einhverjum hætti hægt að byggja einhvers konar vegskála yfir verstu svæðin. Staðreyndin er náttúrlega sú að í þessum veðrum sem verið hafa núna þá myndu þeir ekki hafa hjálpað nokkurn skapaðan hlut vegna þess að veðrið á Sandskeiðinu er oft verst en ekki uppi á Hellisheiði, svo maður segi bara hlutina eins og þeir eru,“ sagði innviðaráðherra í svari fyrir fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í þingsal.
Árborg Vegagerð Samgöngur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira