Ingó Veðurguð gefur út nýtt lag: „Situr einn í dimmu húsi, enginn honum hjá“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 13:01 Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Vísir/Vilhelm „Eins og flestir sem mig þekkja elska ég fátt meira en að búa til tónlist og hvað þá að koma fram og flytja hana,“ segir tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarsinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, sem í dag gaf út nýtt lag. „Síðustu tvö ár hafa verið lærdómsrík og héldu margir að ég hafi einfaldlega hætt í tónlist og sett gítarinn upp í hillu. Ég hef haft tíma til að spá í tónlist og mig langaði að gefa frá mér lag sem ég er ákaflega stoltur af. Ég hef alltaf komið til dyranna eins og ég er klæddur hvað varðar texta í lögunum mínum og í þessu er engin breyting,“ segir Ingó um nýja lagið sem nefnist Gítarinn. Einn í dimmu húsi „Þetta lag var samið áður en ég fékk bestu fréttir lífs míns að ég væri að verða faðir sem hefur einnig hvatt mann til að einblína á allt sem er jákvætt,“ segir Ingó sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra. Lagið er komið út á Spotify en í textanum syngur Ingó meðal annars: „Hann á endalaust af minningum en eru þær þess virði ef þú endar undir áhrifum á bar í Hafnarfirði?“ Ingó syngur um að gera allt fyrir frægð og frama en einnig nauðsyn þess að þurfa að deyfa sig til að þykjast hafa gaman. „Hann þoldi illa umtal enda viðkvæm litla sálin. Ný kærasta á hverjum stað, sem flækti bara málin. Hann kynntist fólki úti um allt sem sagðist hafa trúna. Nú er frægðarsólin sest, svo hvar eru þau núna? Hann situr einn í dimmu húsi, enginn honum hjá. Gítarinn er það eina sem hann á.“ Gítarleikarinn í lagi Ingó hugsar til baka, til kærustunnar sem hann hrakti frá sér með drykkju og lélegri forgangsröðun. „Hann ætti kannski að biðja einhverja afsökunar á öllu, eða þá sem ekki skilja að þetta var hans köllun.“ Hann þorir ekki að hringja og semur því bara lag. Afbókanir og tekjutap Lagið markar endurkomu Ingó Veðurguðs aftur í tónlistarbransann. Eins og kom fram á Vísi í lok síðasta árs stefnir Ingó á að halda stórtónleika í Háskólabíói í mars á þessu ári. Nú er hann einnig byrjaður að gefa út tónlist eftir nokkurra mánaða hlé. Í júlí árið 2021 urðu kaflaskil í lífi tónlistarmannsins þegar reynslusögur yfir tuttugu kvenna sem greindu frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. Sögurnar birtust nafnlausar á Tik Tok reikningi hópsins Öfga. Pistill Andreu Aldan Hauksdóttur birtist svo undir nafni og fór í dreifingu en í honum opinberaði hún samskipti sín Ingó á skemmtistaðnum Oliver árið 2009 þegar hún var nítján ára gömul. Í kjölfarið af ásökununum var Ingó afbókaður á brekkusönginn á Þjóðhátíð og sömuleiðis á menntaskólaböllum. Þriðju þáttaröð af Í kvöld er gigg var aflýst og fundinn var nýr tónlistarmaður til þess að leika Danny í uppsetningunni á Grease. Ingó fór í kjölfarið í hart og krafði nokkra einstaklinga um bætur vegna ummæla á samfélagsmiðlum. Fór hann með eitt málið alla leið í Landsrétt þar sem það bíður úrlausnar. Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Ingó hyggur á stórtónleika í Háskólabíó í mars Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá. 30. desember 2022 15:19 Ingó veðurguð og Alexandra eignuðust son Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, einnig þekktur sem Ingó veðurguð, er orðinn pabbi. Hann tók á móti sínu fyrsta barni ásamt kærustu sinni Alexöndru Eir Davíðsdóttur. Drengurinn kom í heiminn þann 9. október. Smartland greindi fyrst frá. 12. október 2022 15:16 Sandy er komin með nýjan Danny Jóhanna Guðrún, sem fer með hlutverk Sandy, er komin með nýjan Danny í Grease tónleikasýningunni og er það enginn annar en Magnús Kjartan Eyjólfsson sem tekur við hlutverkinu. Leikstjórn sýningarinnar er í höndum Grétu Salóme. 24. ágúst 2022 10:28 Ingó áfrýjar til Landsréttar Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Héraðsdómur sýknaði Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs um meiðyrði. 22. júní 2022 11:20 „Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30 Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
„Síðustu tvö ár hafa verið lærdómsrík og héldu margir að ég hafi einfaldlega hætt í tónlist og sett gítarinn upp í hillu. Ég hef haft tíma til að spá í tónlist og mig langaði að gefa frá mér lag sem ég er ákaflega stoltur af. Ég hef alltaf komið til dyranna eins og ég er klæddur hvað varðar texta í lögunum mínum og í þessu er engin breyting,“ segir Ingó um nýja lagið sem nefnist Gítarinn. Einn í dimmu húsi „Þetta lag var samið áður en ég fékk bestu fréttir lífs míns að ég væri að verða faðir sem hefur einnig hvatt mann til að einblína á allt sem er jákvætt,“ segir Ingó sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra. Lagið er komið út á Spotify en í textanum syngur Ingó meðal annars: „Hann á endalaust af minningum en eru þær þess virði ef þú endar undir áhrifum á bar í Hafnarfirði?“ Ingó syngur um að gera allt fyrir frægð og frama en einnig nauðsyn þess að þurfa að deyfa sig til að þykjast hafa gaman. „Hann þoldi illa umtal enda viðkvæm litla sálin. Ný kærasta á hverjum stað, sem flækti bara málin. Hann kynntist fólki úti um allt sem sagðist hafa trúna. Nú er frægðarsólin sest, svo hvar eru þau núna? Hann situr einn í dimmu húsi, enginn honum hjá. Gítarinn er það eina sem hann á.“ Gítarleikarinn í lagi Ingó hugsar til baka, til kærustunnar sem hann hrakti frá sér með drykkju og lélegri forgangsröðun. „Hann ætti kannski að biðja einhverja afsökunar á öllu, eða þá sem ekki skilja að þetta var hans köllun.“ Hann þorir ekki að hringja og semur því bara lag. Afbókanir og tekjutap Lagið markar endurkomu Ingó Veðurguðs aftur í tónlistarbransann. Eins og kom fram á Vísi í lok síðasta árs stefnir Ingó á að halda stórtónleika í Háskólabíói í mars á þessu ári. Nú er hann einnig byrjaður að gefa út tónlist eftir nokkurra mánaða hlé. Í júlí árið 2021 urðu kaflaskil í lífi tónlistarmannsins þegar reynslusögur yfir tuttugu kvenna sem greindu frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. Sögurnar birtust nafnlausar á Tik Tok reikningi hópsins Öfga. Pistill Andreu Aldan Hauksdóttur birtist svo undir nafni og fór í dreifingu en í honum opinberaði hún samskipti sín Ingó á skemmtistaðnum Oliver árið 2009 þegar hún var nítján ára gömul. Í kjölfarið af ásökununum var Ingó afbókaður á brekkusönginn á Þjóðhátíð og sömuleiðis á menntaskólaböllum. Þriðju þáttaröð af Í kvöld er gigg var aflýst og fundinn var nýr tónlistarmaður til þess að leika Danny í uppsetningunni á Grease. Ingó fór í kjölfarið í hart og krafði nokkra einstaklinga um bætur vegna ummæla á samfélagsmiðlum. Fór hann með eitt málið alla leið í Landsrétt þar sem það bíður úrlausnar.
Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Ingó hyggur á stórtónleika í Háskólabíó í mars Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá. 30. desember 2022 15:19 Ingó veðurguð og Alexandra eignuðust son Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, einnig þekktur sem Ingó veðurguð, er orðinn pabbi. Hann tók á móti sínu fyrsta barni ásamt kærustu sinni Alexöndru Eir Davíðsdóttur. Drengurinn kom í heiminn þann 9. október. Smartland greindi fyrst frá. 12. október 2022 15:16 Sandy er komin með nýjan Danny Jóhanna Guðrún, sem fer með hlutverk Sandy, er komin með nýjan Danny í Grease tónleikasýningunni og er það enginn annar en Magnús Kjartan Eyjólfsson sem tekur við hlutverkinu. Leikstjórn sýningarinnar er í höndum Grétu Salóme. 24. ágúst 2022 10:28 Ingó áfrýjar til Landsréttar Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Héraðsdómur sýknaði Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs um meiðyrði. 22. júní 2022 11:20 „Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30 Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Sjá meira
Ingó hyggur á stórtónleika í Háskólabíó í mars Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá. 30. desember 2022 15:19
Ingó veðurguð og Alexandra eignuðust son Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, einnig þekktur sem Ingó veðurguð, er orðinn pabbi. Hann tók á móti sínu fyrsta barni ásamt kærustu sinni Alexöndru Eir Davíðsdóttur. Drengurinn kom í heiminn þann 9. október. Smartland greindi fyrst frá. 12. október 2022 15:16
Sandy er komin með nýjan Danny Jóhanna Guðrún, sem fer með hlutverk Sandy, er komin með nýjan Danny í Grease tónleikasýningunni og er það enginn annar en Magnús Kjartan Eyjólfsson sem tekur við hlutverkinu. Leikstjórn sýningarinnar er í höndum Grétu Salóme. 24. ágúst 2022 10:28
Ingó áfrýjar til Landsréttar Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Héraðsdómur sýknaði Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs um meiðyrði. 22. júní 2022 11:20
„Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“ Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum. 30. maí 2022 19:30