Hulda eignaðist dreng: „Besta afmælisgjöf fyrr og síðar“ Elma Rut Valtýsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. febrúar 2023 16:14 Hulda segir að litli prinsinn hafi skotist í heiminn í einum rembingi. Fegurðardrottningin Hulda Vigdísardóttir og kærasti hennar, Birgir Örn Sigurjónsson, eru orðnir foreldrar. Parið eignaðist dreng á þriðjudaginn. „Besta afmælisgjöf fyrr og síðar,“ skrifar Hulda í færslu sem hún birti á Instagram í dag en drengurinn kom í heiminn 30. janúar, nóttina eftir afmælisdag Huldu. „Litla daðlan okkar Birgis mætti með hvelli aðfaranótt mánudags. Fullkominn lítill drengur sem lét sko ekki bíða eftir sér en beið þó þangað til allir afmælisgestir voru farnir og mamman búin að opna síðustu gjafirnar þar sem hann vildi jú vera aðalpakkinn,“ bætir Hulda við. Fóturinn poppaði út í stiganum Hún segir að þau skötuhjúin hafi farið að sofa um klukkan tvö um nóttina og nokkrum tímum síðar hafi hún vaknað til að fara á salernið. Áður en þau vissu af voru þau komin upp á fæðingardeild. View this post on Instagram A post shared by Hulda Vigdísardóttir (@vigdisardottir) „Ég þvertók reyndar fyrir að fara því ég var handviss um að ekkert væri að gerast en sem betur fer hafði Birgir vit fyrir mér og ég samþykkti það loks með trega. Hann tók mig í fangið og hélt á mér niður stigann (4 hæðir) en á leiðinni niður birtist fótur döðlu, enn í belgnum, undir fínu Minions-náttbuxunum og því var ekki um annað að ræða en að fá bláar sírenur út Bergstaðastræti,“ skrifar Hulda. Söng Gamla Nóa hástöfum Hún bætir við að mamma hennar hafi ætlað að keyra þau á fæðingardeildina en hafi þess í staðin fylgt fast á hæla sjúkrabílsins. „Ég bað sjúkraflutningamanninn vinsamlegast að keyra hægar því með hverri hraðahindruninni fannst mér litli kútur vera kominn lengra út og það mátti hann alls ekki. Ég þurfti að „halda í mér“ þar sem barnið var ekki í höfuðstöðu og þessi eina gata að heiman og á spítalann heðfi ekki mátt vera lengri því litla kút lá svo rosalega á að koma í heiminn.“ Hún hafi beðið Birgi að syngja fyrir sig í sjúkrabílnum og alla leið upp á fæðingarstofu hafi hann sungið Gamla Nóa hástöfum. „Um leið og ég fékk leyfi til að rembast skaust litli prinsinn í heiminn í einum rembingi. Hann kom út í sigurkufli, eins og amma sín sem rétt náði að vera viðstödd líka og sá þegar belgurinn var klipptur. Ég fékk strákinn okar í fangið og mér fannst mig hljóta að vera að dreyma,“ skrifar Hulda. „Hvernig hafði ég bara vaknað rétt áðan heima hjá mér tli að fara á salernið en verið hér núna með þennan gullfallega mola í fanginu?“ Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Fóru leynt með óléttuna í átta mánuði Hulda Vigdísardóttir, fegurðardrottning, og kærasti hennar, Birgir Örn Sigurjónsson, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau hafa vitað af óléttunni síðan í maí en ekki greint frá henni fyrr en nú. 27. desember 2022 09:45 Hulda hreppti annað sætið í World Top Model keppninni Fegurðardrottningin Hulda Vigdísardóttir hreppti annað sætið í World Top Model keppninni sem fór fram um helgina. Keppnin var haldin í New York og er hluti af tískuvikunni þar. Þetta var í fyrsta skipti sem keppandi frá Íslandi tekur þátt. 16. febrúar 2022 15:30 Svona var Miss Universe Iceland 2021 valin Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í gær krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar Stöð 2 Vísi. 30. september 2021 12:41 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Besta afmælisgjöf fyrr og síðar,“ skrifar Hulda í færslu sem hún birti á Instagram í dag en drengurinn kom í heiminn 30. janúar, nóttina eftir afmælisdag Huldu. „Litla daðlan okkar Birgis mætti með hvelli aðfaranótt mánudags. Fullkominn lítill drengur sem lét sko ekki bíða eftir sér en beið þó þangað til allir afmælisgestir voru farnir og mamman búin að opna síðustu gjafirnar þar sem hann vildi jú vera aðalpakkinn,“ bætir Hulda við. Fóturinn poppaði út í stiganum Hún segir að þau skötuhjúin hafi farið að sofa um klukkan tvö um nóttina og nokkrum tímum síðar hafi hún vaknað til að fara á salernið. Áður en þau vissu af voru þau komin upp á fæðingardeild. View this post on Instagram A post shared by Hulda Vigdísardóttir (@vigdisardottir) „Ég þvertók reyndar fyrir að fara því ég var handviss um að ekkert væri að gerast en sem betur fer hafði Birgir vit fyrir mér og ég samþykkti það loks með trega. Hann tók mig í fangið og hélt á mér niður stigann (4 hæðir) en á leiðinni niður birtist fótur döðlu, enn í belgnum, undir fínu Minions-náttbuxunum og því var ekki um annað að ræða en að fá bláar sírenur út Bergstaðastræti,“ skrifar Hulda. Söng Gamla Nóa hástöfum Hún bætir við að mamma hennar hafi ætlað að keyra þau á fæðingardeildina en hafi þess í staðin fylgt fast á hæla sjúkrabílsins. „Ég bað sjúkraflutningamanninn vinsamlegast að keyra hægar því með hverri hraðahindruninni fannst mér litli kútur vera kominn lengra út og það mátti hann alls ekki. Ég þurfti að „halda í mér“ þar sem barnið var ekki í höfuðstöðu og þessi eina gata að heiman og á spítalann heðfi ekki mátt vera lengri því litla kút lá svo rosalega á að koma í heiminn.“ Hún hafi beðið Birgi að syngja fyrir sig í sjúkrabílnum og alla leið upp á fæðingarstofu hafi hann sungið Gamla Nóa hástöfum. „Um leið og ég fékk leyfi til að rembast skaust litli prinsinn í heiminn í einum rembingi. Hann kom út í sigurkufli, eins og amma sín sem rétt náði að vera viðstödd líka og sá þegar belgurinn var klipptur. Ég fékk strákinn okar í fangið og mér fannst mig hljóta að vera að dreyma,“ skrifar Hulda. „Hvernig hafði ég bara vaknað rétt áðan heima hjá mér tli að fara á salernið en verið hér núna með þennan gullfallega mola í fanginu?“
Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Fóru leynt með óléttuna í átta mánuði Hulda Vigdísardóttir, fegurðardrottning, og kærasti hennar, Birgir Örn Sigurjónsson, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau hafa vitað af óléttunni síðan í maí en ekki greint frá henni fyrr en nú. 27. desember 2022 09:45 Hulda hreppti annað sætið í World Top Model keppninni Fegurðardrottningin Hulda Vigdísardóttir hreppti annað sætið í World Top Model keppninni sem fór fram um helgina. Keppnin var haldin í New York og er hluti af tískuvikunni þar. Þetta var í fyrsta skipti sem keppandi frá Íslandi tekur þátt. 16. febrúar 2022 15:30 Svona var Miss Universe Iceland 2021 valin Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í gær krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar Stöð 2 Vísi. 30. september 2021 12:41 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Fóru leynt með óléttuna í átta mánuði Hulda Vigdísardóttir, fegurðardrottning, og kærasti hennar, Birgir Örn Sigurjónsson, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau hafa vitað af óléttunni síðan í maí en ekki greint frá henni fyrr en nú. 27. desember 2022 09:45
Hulda hreppti annað sætið í World Top Model keppninni Fegurðardrottningin Hulda Vigdísardóttir hreppti annað sætið í World Top Model keppninni sem fór fram um helgina. Keppnin var haldin í New York og er hluti af tískuvikunni þar. Þetta var í fyrsta skipti sem keppandi frá Íslandi tekur þátt. 16. febrúar 2022 15:30
Svona var Miss Universe Iceland 2021 valin Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í gær krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar Stöð 2 Vísi. 30. september 2021 12:41
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning