Potter þvertekur fyrir ósætti við Aubameyang: „Pierre var bara óheppinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. febrúar 2023 11:01 Pierre Emerick-Aubameyang er ekki í Meistaradeildarhópi Chelsea en Potter býst þó ekki við vandræðum af hálfu Aubameyang. Vísir/Getty Graham Potter þjálfari Chelsea viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun að skilja Pierre Emerick-Aubameyang eftir fyrir utan Meistaradeildarhóp Chelsea það sem eftir lifir tímabils. Í gær bárust fréttir af því að Gabonmaðurinn Pierre Emerick-Aubameyang hefði verið tekinn út úr Meistaradeildarhópi Chelsea svo hægt væri að búa til pláss fyrir einhvern þeirra fjölmargra leikmanna sem félagið keypti í janúarmánuði. Enzo Fernandez, Mykhailo Mudryk og Joao Felix fengu allir sæti í hópnum en Aubameyang og Benoit Badiashile, sem Chelsea keypti frá Monaco í janúar, eru utan hóps. Aðeins mátti tilkynna þrjá nýja leikmenn í hópinn en Chelsea keypti átta leikmenn í janúarglugganum. Chelsea gerði jafntefli við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en þar var Aubameyang ekki í leikmannahópi Chelsea. Kom það af stað sögum um ósætti milli hans og Graham Potter þjálfara en Potter þvertekur fyrir að sú sé raunin. „Ég held að þetta verði ekki erfitt því Pierre er atvinnumaður,“ sagði Potter þegar hann var spurður hvort staðan gagnvart Aubameyang væri vandræðaleg fyrir hann. „Hann gerði ekkert rangt, Pierre er bara óheppinn. Hann mun berjast fyrir sínu sæti það sem eftir lifir tímabilsins.“ Potter segir að ákvörðunin hafi verið hans og stundum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. „Ég hef ekkert á móti honum. Þetta er erfitt, ég finn til með honum og skil vonbrigði hans en ég ber ábyrgð á því að taka þessi erfiðu samtöl og útskýra mínar ákvarðanir eins vel og ég get.“ Aubameyang hefur ekki byrjað deildarleik hjá Chelsea síðan gegn Arsenal þann 6.nóvember. Hann gekk til liðs við Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar og er búinn að skora þrjú mörk á tímabilinu. Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að Gabonmaðurinn Pierre Emerick-Aubameyang hefði verið tekinn út úr Meistaradeildarhópi Chelsea svo hægt væri að búa til pláss fyrir einhvern þeirra fjölmargra leikmanna sem félagið keypti í janúarmánuði. Enzo Fernandez, Mykhailo Mudryk og Joao Felix fengu allir sæti í hópnum en Aubameyang og Benoit Badiashile, sem Chelsea keypti frá Monaco í janúar, eru utan hóps. Aðeins mátti tilkynna þrjá nýja leikmenn í hópinn en Chelsea keypti átta leikmenn í janúarglugganum. Chelsea gerði jafntefli við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en þar var Aubameyang ekki í leikmannahópi Chelsea. Kom það af stað sögum um ósætti milli hans og Graham Potter þjálfara en Potter þvertekur fyrir að sú sé raunin. „Ég held að þetta verði ekki erfitt því Pierre er atvinnumaður,“ sagði Potter þegar hann var spurður hvort staðan gagnvart Aubameyang væri vandræðaleg fyrir hann. „Hann gerði ekkert rangt, Pierre er bara óheppinn. Hann mun berjast fyrir sínu sæti það sem eftir lifir tímabilsins.“ Potter segir að ákvörðunin hafi verið hans og stundum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. „Ég hef ekkert á móti honum. Þetta er erfitt, ég finn til með honum og skil vonbrigði hans en ég ber ábyrgð á því að taka þessi erfiðu samtöl og útskýra mínar ákvarðanir eins vel og ég get.“ Aubameyang hefur ekki byrjað deildarleik hjá Chelsea síðan gegn Arsenal þann 6.nóvember. Hann gekk til liðs við Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar og er búinn að skora þrjú mörk á tímabilinu.
Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira