Ekki er vitað hvað olli því að eldur kom upp í fjárhúsi við bæinn Víðivelli eitt í Fljótdalshreppi í gærkvöld. Slökkvilið náði að ráða niðurlögum eldsins á miðnætti, en rannsókn á eldsupptökum stendur nú yfir.
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að koma á fót nýju millistigs úrræði fyrir heimilislausa sem velferðarráð samþykkti á fundi í vikunni. Markmiðið er að takmarka tíma sem fólk dvelur í neyðarskýlum en formaður velferðarráðs vonar að í framtíðinni verði ekki þörf á neyðarrýmum. Ríki og sveitarfélög þurfi þá að marka sér stefnu í málaflokknum.
Þá heyrum við í Elvu Hrönn Hjartardóttir sem ákveðið hefur að bjóða sig fram gegn Ragnari Þór Ingólfssyni í formannsembætti VR og fáum að vita allt um gervigreindarforrit sem gæti leyst gátuna um hver skrifaði Brennu-Njáls sögu og fleiri Íslendingasögur.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.