Neville segir eitthvað að hjá City og Carragher veltir fyrir sér hvort Haaland hafi valið rangt lið Smári Jökull Jónsson skrifar 5. febrúar 2023 23:31 Erling Haaland gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Tottenham. Vísir/Getty Gary Neville segir að það sé eitthvað að hjá Manchester City en liðið tapaði gegn Tottenham fyrr í dag. Jamie Carragher veltir fyrir sér hvort Erling Braut Haaland hafi valið rangt lið þegar hann gekk til liðs við Englandsmeistarana. Tottenham vann sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag og City mistókst þar með að minnka forskot Arsenal á toppi deildarinnar. City hefur gengið bölvanlega á útivelli gegn Tottenham og engin breyting varð þar á í dag. Spurs have faced Pep Guardiola's Man City five times at the Tottenham Hotspur Stadium: 1-0 2-0 2-0 1-0 1-0100% win rate with 0 goals conceded. — William Hill (@WilliamHill) February 5, 2023 Eftir leikinn í dag fóru þeir Gary Neville og Jamie Carragher yfir leikinn á Skysports og sagði Neville að það væri augljóslega eitthvað að hjá lærisveinum Pep Guardiola. „Ég man þegar Tottenham komst í 2-0 í leiknum á Etihad og ég sagði að Pep Guardiola væri að fíflast eitthvað og fikta aðeins fyrir nokkrum vikum. Mér leið eins í dag þegar ég sá uppstillinguna, enginn Kevin De Bruyne og Ruben Dias og Aymeric Laporte ennþá á bekknum,“ sagði Neville en De Bruyne er af mörgum talinn besti leikmaður deildarinnar og því kom mjög á óvart þegar hann var skilinn eftir á varamannabekknum. „Það er aldrei hægt að afskrifa Manchester City. Það er eiginlega vandræðalegt að segja stundum að Guardiola hafi gert mistök, sérstaklega þegar hann sýnir svo oft að hann hafi rétt fyrir sér líkt og fyrir nokkrum vikum.“ „En það er eitthvað að hjá Manchester City. Þetta er eitthvað skrýtið.“ „Guardiola er ekki hafinn yfir gagnrýni“ Gary Neville sagði fyrir nokkrum vikum að hann héldi að City myndi vinna meistaratitilinn. „Stuðningsmenn Arsenal hafa verið ósáttir og sagt að ég sýni þeim ekki næga virðingu. En á laugardag þegar Arsenal tapaði, og ég sagði þetta fyrir leikinn, þá var ég síður viss hvað varðar City vegna þess sem hefur gerst í vikunni.“ „Þetta með Cancelo, að hafa De Bruyne á bekknum líkt og Dias og Laporte. Gundogan líka á bekknum í dag. Þetta er allt frekar skrýtið,“ bætti Neville við en það kom mörgum á óvart þegar City lánaði bakvörðinn frábæra Cancelo til Bayern Munchen en hann hafði vermt varamannabekk City í síðustu leikjum. „Pep Guardiola er snillingur en hann er ekki hafinn yfir gagnrýni. Það er skrýtið tímabil í gangi akkúrat núna.“ Jamie Carragher er sérfræðingur hjá Sky Sports.Vísir/Getty Erling Braut Haaland átti ekki skot að marki Tottenham í dag og náði ekki einu sinni snertingu á boltann í teig Spurs. Jamie Carrager, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sérfræðingur Skysports, veltir fyrir sér hvort Haaland hafi valið rétt lið þegar hann gekk til liðs við City. „Ég held við höfum bara séð 60% af Erling Haaland. Maður hugsar um markið sem hann skoraði gegn West Ham þar sem það var pláss á bakvið vörnina og hann fann það. Ég veit að það er ekki alltaf þannig vegna þess hvernig City spilar.“ „Hann kemur úr deild þar sem er mikið um skyndisóknir og sótt vítateiga á milli. Þar sá maður þennan ógnvænlega hraða sem hann býr yfir, við höfum ekki séð hann hér. Hann gæti hafa valið rangt lið sem nær kannski ekki því besta út úr honum.“ „Leikmennirnir eru ekki með orkuna eða kraftinn til að spila þannig“ Carragher bætir við að við höfum ekki séð allt frá Haaland og bendir á þá staðreynd að hann hafi skorað jafnmörg mörk og hinir leikmenn liðsins til samans. “En þeir hafa fengið fleiri mörk á sig og það er auðveldara að sækja hratt gegn þeim núna. Þeir eru öðruvísi, minna lið, með Haaland í liðinu. Það er ekki honum að kenna. City er ekki að fara að spila teiga á milli, það er ekki leikaðferð Pep Guardiola. Leikmennirnir hans eru ekki með orkuna eða kraftinn til að spila þannig, þeir byggja upp sóknir hægt og rólega og ýta andstæðingunum aftar á völlinn og spila þar.“ „Þegar þeir tapa boltanum þá vinna þeir hann hratt til baka og halda liðunu aftarlega á vellinum. Haaland hefur skorað 25 mörk og mörg þeirra eru eftir fyrirgjafir þar sem hann setur boltann inn. Við erum ekki að sjá allt sem hann getur vegna þess að hann fór í þetta lið.“ Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Tottenham vann sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag og City mistókst þar með að minnka forskot Arsenal á toppi deildarinnar. City hefur gengið bölvanlega á útivelli gegn Tottenham og engin breyting varð þar á í dag. Spurs have faced Pep Guardiola's Man City five times at the Tottenham Hotspur Stadium: 1-0 2-0 2-0 1-0 1-0100% win rate with 0 goals conceded. — William Hill (@WilliamHill) February 5, 2023 Eftir leikinn í dag fóru þeir Gary Neville og Jamie Carragher yfir leikinn á Skysports og sagði Neville að það væri augljóslega eitthvað að hjá lærisveinum Pep Guardiola. „Ég man þegar Tottenham komst í 2-0 í leiknum á Etihad og ég sagði að Pep Guardiola væri að fíflast eitthvað og fikta aðeins fyrir nokkrum vikum. Mér leið eins í dag þegar ég sá uppstillinguna, enginn Kevin De Bruyne og Ruben Dias og Aymeric Laporte ennþá á bekknum,“ sagði Neville en De Bruyne er af mörgum talinn besti leikmaður deildarinnar og því kom mjög á óvart þegar hann var skilinn eftir á varamannabekknum. „Það er aldrei hægt að afskrifa Manchester City. Það er eiginlega vandræðalegt að segja stundum að Guardiola hafi gert mistök, sérstaklega þegar hann sýnir svo oft að hann hafi rétt fyrir sér líkt og fyrir nokkrum vikum.“ „En það er eitthvað að hjá Manchester City. Þetta er eitthvað skrýtið.“ „Guardiola er ekki hafinn yfir gagnrýni“ Gary Neville sagði fyrir nokkrum vikum að hann héldi að City myndi vinna meistaratitilinn. „Stuðningsmenn Arsenal hafa verið ósáttir og sagt að ég sýni þeim ekki næga virðingu. En á laugardag þegar Arsenal tapaði, og ég sagði þetta fyrir leikinn, þá var ég síður viss hvað varðar City vegna þess sem hefur gerst í vikunni.“ „Þetta með Cancelo, að hafa De Bruyne á bekknum líkt og Dias og Laporte. Gundogan líka á bekknum í dag. Þetta er allt frekar skrýtið,“ bætti Neville við en það kom mörgum á óvart þegar City lánaði bakvörðinn frábæra Cancelo til Bayern Munchen en hann hafði vermt varamannabekk City í síðustu leikjum. „Pep Guardiola er snillingur en hann er ekki hafinn yfir gagnrýni. Það er skrýtið tímabil í gangi akkúrat núna.“ Jamie Carragher er sérfræðingur hjá Sky Sports.Vísir/Getty Erling Braut Haaland átti ekki skot að marki Tottenham í dag og náði ekki einu sinni snertingu á boltann í teig Spurs. Jamie Carrager, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sérfræðingur Skysports, veltir fyrir sér hvort Haaland hafi valið rétt lið þegar hann gekk til liðs við City. „Ég held við höfum bara séð 60% af Erling Haaland. Maður hugsar um markið sem hann skoraði gegn West Ham þar sem það var pláss á bakvið vörnina og hann fann það. Ég veit að það er ekki alltaf þannig vegna þess hvernig City spilar.“ „Hann kemur úr deild þar sem er mikið um skyndisóknir og sótt vítateiga á milli. Þar sá maður þennan ógnvænlega hraða sem hann býr yfir, við höfum ekki séð hann hér. Hann gæti hafa valið rangt lið sem nær kannski ekki því besta út úr honum.“ „Leikmennirnir eru ekki með orkuna eða kraftinn til að spila þannig“ Carragher bætir við að við höfum ekki séð allt frá Haaland og bendir á þá staðreynd að hann hafi skorað jafnmörg mörk og hinir leikmenn liðsins til samans. “En þeir hafa fengið fleiri mörk á sig og það er auðveldara að sækja hratt gegn þeim núna. Þeir eru öðruvísi, minna lið, með Haaland í liðinu. Það er ekki honum að kenna. City er ekki að fara að spila teiga á milli, það er ekki leikaðferð Pep Guardiola. Leikmennirnir hans eru ekki með orkuna eða kraftinn til að spila þannig, þeir byggja upp sóknir hægt og rólega og ýta andstæðingunum aftar á völlinn og spila þar.“ „Þegar þeir tapa boltanum þá vinna þeir hann hratt til baka og halda liðunu aftarlega á vellinum. Haaland hefur skorað 25 mörk og mörg þeirra eru eftir fyrirgjafir þar sem hann setur boltann inn. Við erum ekki að sjá allt sem hann getur vegna þess að hann fór í þetta lið.“
Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira