„Eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2023 21:48 Guðmundur Hólmar Helgason skoraði níu mörk fyrir Selfyssinga í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik fyrir Selfoss er liðið vann mikilvægan þriggja marka sigur gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann skoraði níu mörk fyrir liðið og var sérstaklega ánægður með að Selfyssingar hafi aldrei gefist upp í kvöld. „Leikurinn kannski bar þess merki að liðin eru búin að vera í langri pásu. Það kemur alltaf eftir janúarpásuna og það var mikið af töpuðum boltum og svona,“ sagði Guðmundur Hólmar eftir sigurinn í kvöld. „En heilt yfir fannst mér þetta bara fínn leikur. Og kannski sérstaklega af því að það er þetta sem við höfum verið að tala um sem er þessi andlegi hluti. Við erum svolítið að elta en við gefumst aldrei upp sem ég er bara mjög sáttur með.“ Guðmundur var allt í öllu í sóknarleik Selfyssinga í upphafi leiks og skoraði fyrstu fjögur mörk liðsins í kvöld. „Ég held að það sé bara það að ég sé lélegur spilari og fór alltaf bara fyrir sjálfan mig,“ sagði Guðmundur léttur. „En við vorum kannski bara ekki alveg í takt við hvern annan. Tímasetningarnar voru off og Atli [Ævar Ingólfsson] var kannski ekki í takt við okkur þar sem hann er sjálfur að koma til baka eftir lengri pásu en við þannig það á sér alveg skýringar. Í byrjun þá var það ég og svo tóku bara aðrir við.“ Um miðbik seinni hálfleiks færðu Haukarnir vörnina framar og náðu að hægja vel á sóknarleik Selfyssinga. Þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem framliggjandi vörn hefur slæm áhrif á sóknarleik liðsins og Guðmundur gerir sér grein fyrir því að það sé eitthvað sem liðið þarf að bæta. „Ég held að flest liðin taki upp þetta vopn á móti okkur að fara í framliggjandi vörn. Við höfum átt í erfiðleikum með það. Það gekk ekkert frábærlega í dag en samt vorum við að finna ákveðnar lausnir og skapa okkur fínar stöður. Það er bara eitthvað sem við þurfum að halda áfram að vinna í.“ Þá segir Guðmundur að Selfossliðið sé farið að horfa upp töfluna eftir sigurinn í kvöld, sérstaklega í ljósi þess að nokkrir lykilmenn liðsins séu að koma til baka eftir meiðsli. „Klárlega. Mér finnst bara að við eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust. Við erum að fá flotta menn inn - Raggi, Atli og Richard. Þetta eru leiðtogar bæði innan vallar sem utan og að fá þá inn í leikinn og inn á æfingarnar lyftir tempóinu og hjálpar okkur hinum sem erum þarna fyrir.“ Að lokum segir Guðmundur að eins marks tap liðsins gegn Haukum i þriðju umferð á þessu tímabili hafi setið í liðinu og að leikmenn hafi nýtt sér það til að gíra sig fyrir leik kvöldsins. „Auðvitað sat tapið í okkur og þessi leikur þróaðist pínu eins. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik þá og komust sjö mörkum yfir og voru held ég fimm mörkum yfir í hálfleik. Svo komum við til baka og náum að jafna þann leik þegar það er korter eftir en töpum með einu þannig þetta var bara svipaður leikur, en bara geggjað núna að hafa klárað þetta,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. 5. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
„Leikurinn kannski bar þess merki að liðin eru búin að vera í langri pásu. Það kemur alltaf eftir janúarpásuna og það var mikið af töpuðum boltum og svona,“ sagði Guðmundur Hólmar eftir sigurinn í kvöld. „En heilt yfir fannst mér þetta bara fínn leikur. Og kannski sérstaklega af því að það er þetta sem við höfum verið að tala um sem er þessi andlegi hluti. Við erum svolítið að elta en við gefumst aldrei upp sem ég er bara mjög sáttur með.“ Guðmundur var allt í öllu í sóknarleik Selfyssinga í upphafi leiks og skoraði fyrstu fjögur mörk liðsins í kvöld. „Ég held að það sé bara það að ég sé lélegur spilari og fór alltaf bara fyrir sjálfan mig,“ sagði Guðmundur léttur. „En við vorum kannski bara ekki alveg í takt við hvern annan. Tímasetningarnar voru off og Atli [Ævar Ingólfsson] var kannski ekki í takt við okkur þar sem hann er sjálfur að koma til baka eftir lengri pásu en við þannig það á sér alveg skýringar. Í byrjun þá var það ég og svo tóku bara aðrir við.“ Um miðbik seinni hálfleiks færðu Haukarnir vörnina framar og náðu að hægja vel á sóknarleik Selfyssinga. Þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem framliggjandi vörn hefur slæm áhrif á sóknarleik liðsins og Guðmundur gerir sér grein fyrir því að það sé eitthvað sem liðið þarf að bæta. „Ég held að flest liðin taki upp þetta vopn á móti okkur að fara í framliggjandi vörn. Við höfum átt í erfiðleikum með það. Það gekk ekkert frábærlega í dag en samt vorum við að finna ákveðnar lausnir og skapa okkur fínar stöður. Það er bara eitthvað sem við þurfum að halda áfram að vinna í.“ Þá segir Guðmundur að Selfossliðið sé farið að horfa upp töfluna eftir sigurinn í kvöld, sérstaklega í ljósi þess að nokkrir lykilmenn liðsins séu að koma til baka eftir meiðsli. „Klárlega. Mér finnst bara að við eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust. Við erum að fá flotta menn inn - Raggi, Atli og Richard. Þetta eru leiðtogar bæði innan vallar sem utan og að fá þá inn í leikinn og inn á æfingarnar lyftir tempóinu og hjálpar okkur hinum sem erum þarna fyrir.“ Að lokum segir Guðmundur að eins marks tap liðsins gegn Haukum i þriðju umferð á þessu tímabili hafi setið í liðinu og að leikmenn hafi nýtt sér það til að gíra sig fyrir leik kvöldsins. „Auðvitað sat tapið í okkur og þessi leikur þróaðist pínu eins. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik þá og komust sjö mörkum yfir og voru held ég fimm mörkum yfir í hálfleik. Svo komum við til baka og náum að jafna þann leik þegar það er korter eftir en töpum með einu þannig þetta var bara svipaður leikur, en bara geggjað núna að hafa klárað þetta,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. 5. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. 5. febrúar 2023 21:30