Lýsir Guardiola sem klikkaða prófessornum Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2023 08:01 Pep Guardiola hefur tekið umdeildar ákvarðanir að undanförnu. Getty/John Walton Chris Sutton veltir fyrir sér í pistli í Daily Mail hvað Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, gangi hreinlega til með umdeildum ákvörðunum sínum að undanförnu. City tapaði 1-0 fyrir Tottenham í gær og náði því ekki að nýta tækifærið til að minnka fimm stiga forskot Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eftir tap Arsenal gegn Everton. Sutton lýsir Guardiola sem „klikkaða prófessornum“ í pistli sínum og nefnir ástæður þess að þessi afskaplega sigursæli knattspyrnustjóri líti núna út sem slíkur. „Að senda Joao Cancelo að láni til Bayern München? Brjálæði. Að taka Kevin De Bruyne út úr liðinu fyrir leik þar sem þú þarft sigur til að minnka forskot Arsenal í tvö stig? Brjálæði. Að biðja hinn 18 ára gamla Rico Lewis um að vera alltaf að taka við boltanum til að snúa, með pressandi leikmenn Tottenham eins og hrægamma? Brjálæði. Og þetta leiddi til sigurmarks Harry Kane á Tottenham-leikvanginum,“ skrifaði Sutton, sem á sínum tíma varð Englandsmeistari með Blackburn. Það þótti afar óvænt að Guardiola skyldi vilja losna við Cancelo í janúarglugganum enda var bakvörðurinn lykilmaður í síðustu tveimur Englandsmeistaratitlum. Og besti leikmaður City að flestra mati, De Bruyne, var á bekknum í gær af taktískum ástæðum, að sögn Guardiola. „Pep Guardiola er að reyna sitt besta til að líta út eins og klikkaði prófessoerinn með ákvörðunum sínum og, sem stendur, þá eru þær ekki að gera Manchester City neitt gott. Liðið hans er ekki með sömu yfirburði og við höfum séð í gegnum tíðina,“ skrifar Sutton og veltir fyrir sér hvað í ósköpunum hafi gengið á, á milli Cancelo og Guardiola sem leitt hafi til þess að Cancelo fór til Bayern. Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
City tapaði 1-0 fyrir Tottenham í gær og náði því ekki að nýta tækifærið til að minnka fimm stiga forskot Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eftir tap Arsenal gegn Everton. Sutton lýsir Guardiola sem „klikkaða prófessornum“ í pistli sínum og nefnir ástæður þess að þessi afskaplega sigursæli knattspyrnustjóri líti núna út sem slíkur. „Að senda Joao Cancelo að láni til Bayern München? Brjálæði. Að taka Kevin De Bruyne út úr liðinu fyrir leik þar sem þú þarft sigur til að minnka forskot Arsenal í tvö stig? Brjálæði. Að biðja hinn 18 ára gamla Rico Lewis um að vera alltaf að taka við boltanum til að snúa, með pressandi leikmenn Tottenham eins og hrægamma? Brjálæði. Og þetta leiddi til sigurmarks Harry Kane á Tottenham-leikvanginum,“ skrifaði Sutton, sem á sínum tíma varð Englandsmeistari með Blackburn. Það þótti afar óvænt að Guardiola skyldi vilja losna við Cancelo í janúarglugganum enda var bakvörðurinn lykilmaður í síðustu tveimur Englandsmeistaratitlum. Og besti leikmaður City að flestra mati, De Bruyne, var á bekknum í gær af taktískum ástæðum, að sögn Guardiola. „Pep Guardiola er að reyna sitt besta til að líta út eins og klikkaði prófessoerinn með ákvörðunum sínum og, sem stendur, þá eru þær ekki að gera Manchester City neitt gott. Liðið hans er ekki með sömu yfirburði og við höfum séð í gegnum tíðina,“ skrifar Sutton og veltir fyrir sér hvað í ósköpunum hafi gengið á, á milli Cancelo og Guardiola sem leitt hafi til þess að Cancelo fór til Bayern.
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira