Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2023 13:30 Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, segir í samtali við fréttastofu að með útgáfu tímabundins leyfis nú sé verið að taka tillit til hagsmuna bæði skotveiðimanna og nágranna skotsvæðisins. Aðsend/Guðmundur Gíslason/Vísir/Vilhelm Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. Tillagan var samþykkt á fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði og var svo á dagskrá borgarráðs síðastliðinn fimmtudag. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur fram að við veitingu starfsleyfisins sé lögð áhersla á að horft verði til þeirra tillagna sem að starfshópur um framtíðarstaðsetningu skotsvæðanna leggi fram og skilað verði 1. júní næstkomandi. „Meðalhófs er gætt í því leyfi sem nú er gefið út og horft bæði til hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins, búið að takmarka opnunartíma og gerða auknar kröfur um hljóðdeyfa á rifflum sem og leyfið eingöngu gefið út til tveggja ára. Mikilvægt er að þetta mál sé í föstum farvegi og unnið í samstarfi við hagsmunaaðila og nærsamfélagið,“ segir í bókun nefndarinnar. Felldi starfsleyfið úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir rúmum mánuði úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Var svæðinu í kjölfarið lokað. Skotsvæðinu á Álfsnesi hafði áður verið lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Sömuleiðis var bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Mun á endanum fara Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, segir í samtali við fréttastofu að með útgáfu tímabundins leyfis nú sé verið að taka tillit til hagsmuna bæði skotveiðimanna og nágranna skotsvæðisins. „Það er tekist á um þetta. Við vitum að það er togstreita, en verið er að reyna að vinna mjög hratt að framtíðarstaðsetningu skotsvæðis Skotfélags Reykjavíkur. Það mun á endanum fara í burtu af Álfsnesi, enda mun Sundabraut fara þar um þegar þar að kemur. Þetta er tímabundin lausn til að koma til móts við báða aðila með einhverjum hætti,“ segir Aðalsteinn Haukur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Staða Kjalnesinga Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir í bókun sinni að Reykjavíkurborg hafi nú enn og aftur gefið út starfsleyfi fyrir skotvöll Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi þrátt fyrir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eftir kærur tveggja hópa íbúa frá 24. september 2021 þar sem starfsleyfið var fellt úr gildi. „Á Álfsnesi er annar samhliða skotvöllur Skotreynar, starfsleyfi þess vallar var einnig fellt úr gildi skv. úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. september 2021 eftir kærur tveggja hópa íbúa úr nágrenninu. Enn og aftur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út starfsleyfi fyrir Skotreyn sem kært var af þremur hópum íbúa. Það starfsleyfi var fellt úr gildi 28. desember 2022 af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kjalnesingar töldu að þeir væru endanlega búnir að fá úrlausn málsins með birtingu úrskurðar kærendum í hag. Íbúar hafa sent samtals 7 kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á sl. 16 mánuðum. Allir úrskurðir hafa fallið kærendum í hag,“ segir í bókun Kolbrúnar. Borgarstjórn Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Tillagan var samþykkt á fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði og var svo á dagskrá borgarráðs síðastliðinn fimmtudag. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur fram að við veitingu starfsleyfisins sé lögð áhersla á að horft verði til þeirra tillagna sem að starfshópur um framtíðarstaðsetningu skotsvæðanna leggi fram og skilað verði 1. júní næstkomandi. „Meðalhófs er gætt í því leyfi sem nú er gefið út og horft bæði til hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins, búið að takmarka opnunartíma og gerða auknar kröfur um hljóðdeyfa á rifflum sem og leyfið eingöngu gefið út til tveggja ára. Mikilvægt er að þetta mál sé í föstum farvegi og unnið í samstarfi við hagsmunaaðila og nærsamfélagið,“ segir í bókun nefndarinnar. Felldi starfsleyfið úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir rúmum mánuði úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Var svæðinu í kjölfarið lokað. Skotsvæðinu á Álfsnesi hafði áður verið lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Sömuleiðis var bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Mun á endanum fara Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, segir í samtali við fréttastofu að með útgáfu tímabundins leyfis nú sé verið að taka tillit til hagsmuna bæði skotveiðimanna og nágranna skotsvæðisins. „Það er tekist á um þetta. Við vitum að það er togstreita, en verið er að reyna að vinna mjög hratt að framtíðarstaðsetningu skotsvæðis Skotfélags Reykjavíkur. Það mun á endanum fara í burtu af Álfsnesi, enda mun Sundabraut fara þar um þegar þar að kemur. Þetta er tímabundin lausn til að koma til móts við báða aðila með einhverjum hætti,“ segir Aðalsteinn Haukur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Staða Kjalnesinga Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir í bókun sinni að Reykjavíkurborg hafi nú enn og aftur gefið út starfsleyfi fyrir skotvöll Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi þrátt fyrir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eftir kærur tveggja hópa íbúa frá 24. september 2021 þar sem starfsleyfið var fellt úr gildi. „Á Álfsnesi er annar samhliða skotvöllur Skotreynar, starfsleyfi þess vallar var einnig fellt úr gildi skv. úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. september 2021 eftir kærur tveggja hópa íbúa úr nágrenninu. Enn og aftur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út starfsleyfi fyrir Skotreyn sem kært var af þremur hópum íbúa. Það starfsleyfi var fellt úr gildi 28. desember 2022 af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kjalnesingar töldu að þeir væru endanlega búnir að fá úrlausn málsins með birtingu úrskurðar kærendum í hag. Íbúar hafa sent samtals 7 kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á sl. 16 mánuðum. Allir úrskurðir hafa fallið kærendum í hag,“ segir í bókun Kolbrúnar.
Borgarstjórn Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira