Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2023 13:30 Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, segir í samtali við fréttastofu að með útgáfu tímabundins leyfis nú sé verið að taka tillit til hagsmuna bæði skotveiðimanna og nágranna skotsvæðisins. Aðsend/Guðmundur Gíslason/Vísir/Vilhelm Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. Tillagan var samþykkt á fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði og var svo á dagskrá borgarráðs síðastliðinn fimmtudag. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur fram að við veitingu starfsleyfisins sé lögð áhersla á að horft verði til þeirra tillagna sem að starfshópur um framtíðarstaðsetningu skotsvæðanna leggi fram og skilað verði 1. júní næstkomandi. „Meðalhófs er gætt í því leyfi sem nú er gefið út og horft bæði til hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins, búið að takmarka opnunartíma og gerða auknar kröfur um hljóðdeyfa á rifflum sem og leyfið eingöngu gefið út til tveggja ára. Mikilvægt er að þetta mál sé í föstum farvegi og unnið í samstarfi við hagsmunaaðila og nærsamfélagið,“ segir í bókun nefndarinnar. Felldi starfsleyfið úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir rúmum mánuði úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Var svæðinu í kjölfarið lokað. Skotsvæðinu á Álfsnesi hafði áður verið lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Sömuleiðis var bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Mun á endanum fara Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, segir í samtali við fréttastofu að með útgáfu tímabundins leyfis nú sé verið að taka tillit til hagsmuna bæði skotveiðimanna og nágranna skotsvæðisins. „Það er tekist á um þetta. Við vitum að það er togstreita, en verið er að reyna að vinna mjög hratt að framtíðarstaðsetningu skotsvæðis Skotfélags Reykjavíkur. Það mun á endanum fara í burtu af Álfsnesi, enda mun Sundabraut fara þar um þegar þar að kemur. Þetta er tímabundin lausn til að koma til móts við báða aðila með einhverjum hætti,“ segir Aðalsteinn Haukur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Staða Kjalnesinga Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir í bókun sinni að Reykjavíkurborg hafi nú enn og aftur gefið út starfsleyfi fyrir skotvöll Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi þrátt fyrir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eftir kærur tveggja hópa íbúa frá 24. september 2021 þar sem starfsleyfið var fellt úr gildi. „Á Álfsnesi er annar samhliða skotvöllur Skotreynar, starfsleyfi þess vallar var einnig fellt úr gildi skv. úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. september 2021 eftir kærur tveggja hópa íbúa úr nágrenninu. Enn og aftur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út starfsleyfi fyrir Skotreyn sem kært var af þremur hópum íbúa. Það starfsleyfi var fellt úr gildi 28. desember 2022 af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kjalnesingar töldu að þeir væru endanlega búnir að fá úrlausn málsins með birtingu úrskurðar kærendum í hag. Íbúar hafa sent samtals 7 kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á sl. 16 mánuðum. Allir úrskurðir hafa fallið kærendum í hag,“ segir í bókun Kolbrúnar. Borgarstjórn Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Tillagan var samþykkt á fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði og var svo á dagskrá borgarráðs síðastliðinn fimmtudag. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur fram að við veitingu starfsleyfisins sé lögð áhersla á að horft verði til þeirra tillagna sem að starfshópur um framtíðarstaðsetningu skotsvæðanna leggi fram og skilað verði 1. júní næstkomandi. „Meðalhófs er gætt í því leyfi sem nú er gefið út og horft bæði til hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins, búið að takmarka opnunartíma og gerða auknar kröfur um hljóðdeyfa á rifflum sem og leyfið eingöngu gefið út til tveggja ára. Mikilvægt er að þetta mál sé í föstum farvegi og unnið í samstarfi við hagsmunaaðila og nærsamfélagið,“ segir í bókun nefndarinnar. Felldi starfsleyfið úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir rúmum mánuði úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Var svæðinu í kjölfarið lokað. Skotsvæðinu á Álfsnesi hafði áður verið lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Sömuleiðis var bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Mun á endanum fara Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, segir í samtali við fréttastofu að með útgáfu tímabundins leyfis nú sé verið að taka tillit til hagsmuna bæði skotveiðimanna og nágranna skotsvæðisins. „Það er tekist á um þetta. Við vitum að það er togstreita, en verið er að reyna að vinna mjög hratt að framtíðarstaðsetningu skotsvæðis Skotfélags Reykjavíkur. Það mun á endanum fara í burtu af Álfsnesi, enda mun Sundabraut fara þar um þegar þar að kemur. Þetta er tímabundin lausn til að koma til móts við báða aðila með einhverjum hætti,“ segir Aðalsteinn Haukur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Staða Kjalnesinga Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir í bókun sinni að Reykjavíkurborg hafi nú enn og aftur gefið út starfsleyfi fyrir skotvöll Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi þrátt fyrir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eftir kærur tveggja hópa íbúa frá 24. september 2021 þar sem starfsleyfið var fellt úr gildi. „Á Álfsnesi er annar samhliða skotvöllur Skotreynar, starfsleyfi þess vallar var einnig fellt úr gildi skv. úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. september 2021 eftir kærur tveggja hópa íbúa úr nágrenninu. Enn og aftur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út starfsleyfi fyrir Skotreyn sem kært var af þremur hópum íbúa. Það starfsleyfi var fellt úr gildi 28. desember 2022 af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kjalnesingar töldu að þeir væru endanlega búnir að fá úrlausn málsins með birtingu úrskurðar kærendum í hag. Íbúar hafa sent samtals 7 kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á sl. 16 mánuðum. Allir úrskurðir hafa fallið kærendum í hag,“ segir í bókun Kolbrúnar.
Borgarstjórn Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira