Héraðsdómur segir Eflingu að afhenda sáttasemjara félagatalið Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2023 13:17 Sólveig Anna Jónsdóttir og Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, fara yfir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/Egill Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu á öðrum tímanum. Efling neitaði að afhenda ríkissáttasemjari félagatalið, en fyrir lá að ef niðurstaða yrði á þessa leið myndi Efling kæra málið til Landsréttar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu, eftir að niðurstaðan lá fyrir að þetta væri „rangur og ósanngjarn“ úrskurður. Hún segist augljóslega vera verulega ósátt við þetta en henni sé þó ekki brugðið. Hún segist hafa þá trú að réttlæti finnist í þessu landi. Hún hafi ekki fundið það í héraðsdómi í dag. Sjá má viðtal við Sólveigu Önnu eftir að niðurstaða lá fyrir, í spilaranum að neðan. Niðurstöðu Félagsdóms beðið Félagsdómur mun síðar í dag, klukkan 14:30, úrskurða um lögmæti verkfallsboðunar Eflingarfólks sem starfar hjá Íslandshótelum. Að öllu óbreyttu hefst verkfallið á hádegi á morgun, þriðjudag. Samtök atvinnulífsins telja að verkfallið standist ekki lög og að ekki megi hefja verkfallsaðgerðir fyrr en félagsfólk Eflingar hefur í atkvæðagreiðslu fellt eða samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þessu hefur forsvarsfólk Eflingar hafnað. Efling fór fram á að réttaráhrifum í málinu yrði frestað á meðan kæruferli stæði. Á það féllst héraðsdómur ekki. Tengd skjöl Úrskurður_héraðsdómsPDF230KBSækja skjal Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mun áfrýja áður en hún afhendir Ætla má að tíðindi muni berast á morgun í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en óhætt er að segja að deilan sé í hnút. 5. febrúar 2023 15:04 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Efling neitaði að afhenda ríkissáttasemjari félagatalið, en fyrir lá að ef niðurstaða yrði á þessa leið myndi Efling kæra málið til Landsréttar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu, eftir að niðurstaðan lá fyrir að þetta væri „rangur og ósanngjarn“ úrskurður. Hún segist augljóslega vera verulega ósátt við þetta en henni sé þó ekki brugðið. Hún segist hafa þá trú að réttlæti finnist í þessu landi. Hún hafi ekki fundið það í héraðsdómi í dag. Sjá má viðtal við Sólveigu Önnu eftir að niðurstaða lá fyrir, í spilaranum að neðan. Niðurstöðu Félagsdóms beðið Félagsdómur mun síðar í dag, klukkan 14:30, úrskurða um lögmæti verkfallsboðunar Eflingarfólks sem starfar hjá Íslandshótelum. Að öllu óbreyttu hefst verkfallið á hádegi á morgun, þriðjudag. Samtök atvinnulífsins telja að verkfallið standist ekki lög og að ekki megi hefja verkfallsaðgerðir fyrr en félagsfólk Eflingar hefur í atkvæðagreiðslu fellt eða samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þessu hefur forsvarsfólk Eflingar hafnað. Efling fór fram á að réttaráhrifum í málinu yrði frestað á meðan kæruferli stæði. Á það féllst héraðsdómur ekki. Tengd skjöl Úrskurður_héraðsdómsPDF230KBSækja skjal
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mun áfrýja áður en hún afhendir Ætla má að tíðindi muni berast á morgun í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en óhætt er að segja að deilan sé í hnút. 5. febrúar 2023 15:04 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37
Mun áfrýja áður en hún afhendir Ætla má að tíðindi muni berast á morgun í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en óhætt er að segja að deilan sé í hnút. 5. febrúar 2023 15:04