Fékk þrefalda höfnun í Ísland Got Talent en gafst ekki upp Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 14:46 Símon Grétar hefur hefur slegið í gegn í Idolinu síðustu vikur. Stöð 2/Gottskálk Daði Bernhöft Reynisson Símon Grétar Björgvinsson hefur heillað áhorfendur upp úr skónum síðustu vikur í Idolinu. Þrátt fyrir að Idol ævintýri Símons sé nú á enda, bendir allt til þess að tónlistarferill hans sé rétt að byrja. Símon Grétar var annar af þeim tveimur keppendum sem luku keppni síðasta föstudag, ásamt Bíu. Það eru því þau Saga Matthildur og Kjalar sem keppast um sigursætið næsta föstudag. Enginn eins og Símon Símon Grétar vakti strax athygli þegar hann mætti með kassagítarinn í fyrstu áheyrnarprufuna. Leiðin lá svo aðeins upp á við og sagði dómarinn Herra Hnetusmjör meðal annars að „það væri enginn eins og hann í þessari keppni“. Þegar komið var að beinum útsendingum varð ljóst að Símon heillaði ekki aðeins dómnefndina heldur einnig áhorfendur sem kusu hann áfram alla leið í undanúrslitin. Símon Grétar heillaði dómnefndina strax í fyrstu áheyrnarprufu.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þátttöku Símons í Idol sé nú lokið ætlar hann að halda ótrauður áfram í tónlistinni. Hann hyggst jafnvel fara að semja sína eigin tónlist sem hefur reynst honum áskorun hingað til. „Ég er mjög lokaður maður sem þarf að opna,“ sagði Símon í viðtali í Brennslunni í morgun. Hann segir þó að honum hafi tekist að opna sig helling í Idolinu. Reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent Það vita sjálfsagt fáir að Idol er ekki fyrsta keppnin sem Símon hefur reynt við. Þegar hann var 21 árs tók hann þátt í Ísland Got Talent. „Ég fékk þrjú X á sviðinu. Það braut mig alveg en þetta [Idolið] byggði mig aftur upp,“ segir hann. Hann segir höfnunina í Ísland Got Talent hafa verið sérstaklega erfiða fyrir þær sakir að þar fóru fyrstu prufurnar strax fram fyrir framan áhorfendur í sal. Þrátt fyrir höfnina gaf hann drauminn ekki upp á bátinn. Hann hefur sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og allt bendir til þess að við eigum eftir að sjá meira af þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Hér má hlusta á viðtalið við þau Símon og Bíu í heild sinni. Klippa: Brennslan - Símon Grétar og Bía Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16 Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47 Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Símon Grétar var annar af þeim tveimur keppendum sem luku keppni síðasta föstudag, ásamt Bíu. Það eru því þau Saga Matthildur og Kjalar sem keppast um sigursætið næsta föstudag. Enginn eins og Símon Símon Grétar vakti strax athygli þegar hann mætti með kassagítarinn í fyrstu áheyrnarprufuna. Leiðin lá svo aðeins upp á við og sagði dómarinn Herra Hnetusmjör meðal annars að „það væri enginn eins og hann í þessari keppni“. Þegar komið var að beinum útsendingum varð ljóst að Símon heillaði ekki aðeins dómnefndina heldur einnig áhorfendur sem kusu hann áfram alla leið í undanúrslitin. Símon Grétar heillaði dómnefndina strax í fyrstu áheyrnarprufu.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þátttöku Símons í Idol sé nú lokið ætlar hann að halda ótrauður áfram í tónlistinni. Hann hyggst jafnvel fara að semja sína eigin tónlist sem hefur reynst honum áskorun hingað til. „Ég er mjög lokaður maður sem þarf að opna,“ sagði Símon í viðtali í Brennslunni í morgun. Hann segir þó að honum hafi tekist að opna sig helling í Idolinu. Reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent Það vita sjálfsagt fáir að Idol er ekki fyrsta keppnin sem Símon hefur reynt við. Þegar hann var 21 árs tók hann þátt í Ísland Got Talent. „Ég fékk þrjú X á sviðinu. Það braut mig alveg en þetta [Idolið] byggði mig aftur upp,“ segir hann. Hann segir höfnunina í Ísland Got Talent hafa verið sérstaklega erfiða fyrir þær sakir að þar fóru fyrstu prufurnar strax fram fyrir framan áhorfendur í sal. Þrátt fyrir höfnina gaf hann drauminn ekki upp á bátinn. Hann hefur sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og allt bendir til þess að við eigum eftir að sjá meira af þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Hér má hlusta á viðtalið við þau Símon og Bíu í heild sinni. Klippa: Brennslan - Símon Grétar og Bía
Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16 Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47 Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16
Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47
Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp