Spjallað um hönnun - Rut Kára gefur góð ráð Módern 10. febrúar 2023 15:01 Rut Kára og Úlfar Finsen ræða meðal annars breytt hlutverk rýmis í takt við breyttan lífsstíl nútímafólks Rut Káradóttir er einn af okkar fremstu innanhússarkitektum og löngu orðin þekkt fyrir stílhreina og hlýlega hönnun. Verk hennar einkennast af samspili lýsingar, vandaðra efna og hlýlegra jarðtóna sem skila sígildu yfirbragði. Verslunin Módern vinnur náið með arkitektum og innanhússráðgjöfum og veitir viðskiptavinum ráðgjöf við val á réttum húsgögnum og vinnur teikningar út frá myndum af rýminu. Úlfar Finsen, eigandi verslunarinnar Módern ræddi við Rut um áherslur í innanhússhönnun í dag. Þau ræða meðal annars breytt hlutverk rýmis í takt við breyttan lífsstíl nútímafólks og Rut gefur góð ráð varðandi val á húsgögnum, uppröðun, liti og áferð. Rut segir meðal annars tilgang stofunnar á heimilum hafa breyst í tímans rás. Það sé ekki endilega sniðugt að hanna stofuna eingöngu fyrir veisluhöld og partý. Gestir sitji langoftast áfram við borðstofuborðið eftir matarboð og stofan er notuð af fjölskyldumeðlimum til að horfa á sjónvarp, vinna í tölvunni, lesa og slappa af. Húsgögnin og uppröðunin á þeim í stofunni á að þjóna þörfum fjölskyldunnar „Mér finnst alltaf skemmtilegast að allir sem sitji í stofunni horfi í fallegustu og bestu áttina og raði stofunni upp þannig,“ segir Rut og bendir á að henni finnist að sjónvarp ætti síður að sjást frá götunni, það sé ekki skemmtilegt að horfa í hnakkann á íbúum. „Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að það sé fallegt að horfa heim að húsum,“ segir hún. Hlýlegt andrúmsloft og róleg stemning eru hennar útgangspunktar í allri hönnun. „Mér finnst skemmtilegt þegar búin er til mismunandi stemning með húsgögnum út um allt húsið. Ég er alltaf hrifin af rólegum, hlýlegum jarðtónum en í fjölbreyttum áferðum. Það skapar notalega stemningu í húsinu,“ segir Rut. Jarðtónar og hlýleg stemning eru aðalsmerki Rutar Kára Láta sérframleiða húsgögn fyrir viðskiptavini Verslunin Módern býður upp á hágæða hönnun í húsgögnum, lýsingu og gjafavöru frá heimsþekktum hönnuðum og þar er hægt að fá sérpöntuð húsgögn sem eru sérframleidd alveg eftir óskum og þörfum viðskiptavinarins. Húsgögnin frá Minotti eru sérframleidd eftir óskum. „Við leggjum ríka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina. Til okkar má alltaf koma með myndir og teikningar og við hjálpum viðskiptavinum að velja og raða saman möguleikum,“ segir Úlfar Finsen en hann stofnaði Módern árið 2006 með það að leiðarljósi að bjóða það besta í Evróprskri húsgagnahönnun og framleiðslu. „Húsgögnin sem við seljum eru vönduð og framleidd af mikilli nákvæmni af leiðandi handverksfólki. „Okkar virtustu vörumerki koma meðal annars frá Ítalíu, Danmörku og Þýskalandi. Frá Ítalíu eru það Minotti, Flexform, Baxter og Poliform og ljós frá Nemo. Frá Danmörku eru það framleiðendurnir Wendelbo, Kristensen & Kristensen og Handvark og frá Þýskalandi, Cor og Rolf Benz." Húsgögnin okkar eru lang flest umhverfisvottuð og smíðuð til að endast og endast. Vörumerkin sem við bjóðum eru þekkt um allan heim meðal hönnuða og arkitekta fyrir framúrstefnulega hönnun og óviðjafnanleg gæði," segir Úlfar. Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira
Verslunin Módern vinnur náið með arkitektum og innanhússráðgjöfum og veitir viðskiptavinum ráðgjöf við val á réttum húsgögnum og vinnur teikningar út frá myndum af rýminu. Úlfar Finsen, eigandi verslunarinnar Módern ræddi við Rut um áherslur í innanhússhönnun í dag. Þau ræða meðal annars breytt hlutverk rýmis í takt við breyttan lífsstíl nútímafólks og Rut gefur góð ráð varðandi val á húsgögnum, uppröðun, liti og áferð. Rut segir meðal annars tilgang stofunnar á heimilum hafa breyst í tímans rás. Það sé ekki endilega sniðugt að hanna stofuna eingöngu fyrir veisluhöld og partý. Gestir sitji langoftast áfram við borðstofuborðið eftir matarboð og stofan er notuð af fjölskyldumeðlimum til að horfa á sjónvarp, vinna í tölvunni, lesa og slappa af. Húsgögnin og uppröðunin á þeim í stofunni á að þjóna þörfum fjölskyldunnar „Mér finnst alltaf skemmtilegast að allir sem sitji í stofunni horfi í fallegustu og bestu áttina og raði stofunni upp þannig,“ segir Rut og bendir á að henni finnist að sjónvarp ætti síður að sjást frá götunni, það sé ekki skemmtilegt að horfa í hnakkann á íbúum. „Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að það sé fallegt að horfa heim að húsum,“ segir hún. Hlýlegt andrúmsloft og róleg stemning eru hennar útgangspunktar í allri hönnun. „Mér finnst skemmtilegt þegar búin er til mismunandi stemning með húsgögnum út um allt húsið. Ég er alltaf hrifin af rólegum, hlýlegum jarðtónum en í fjölbreyttum áferðum. Það skapar notalega stemningu í húsinu,“ segir Rut. Jarðtónar og hlýleg stemning eru aðalsmerki Rutar Kára Láta sérframleiða húsgögn fyrir viðskiptavini Verslunin Módern býður upp á hágæða hönnun í húsgögnum, lýsingu og gjafavöru frá heimsþekktum hönnuðum og þar er hægt að fá sérpöntuð húsgögn sem eru sérframleidd alveg eftir óskum og þörfum viðskiptavinarins. Húsgögnin frá Minotti eru sérframleidd eftir óskum. „Við leggjum ríka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina. Til okkar má alltaf koma með myndir og teikningar og við hjálpum viðskiptavinum að velja og raða saman möguleikum,“ segir Úlfar Finsen en hann stofnaði Módern árið 2006 með það að leiðarljósi að bjóða það besta í Evróprskri húsgagnahönnun og framleiðslu. „Húsgögnin sem við seljum eru vönduð og framleidd af mikilli nákvæmni af leiðandi handverksfólki. „Okkar virtustu vörumerki koma meðal annars frá Ítalíu, Danmörku og Þýskalandi. Frá Ítalíu eru það Minotti, Flexform, Baxter og Poliform og ljós frá Nemo. Frá Danmörku eru það framleiðendurnir Wendelbo, Kristensen & Kristensen og Handvark og frá Þýskalandi, Cor og Rolf Benz." Húsgögnin okkar eru lang flest umhverfisvottuð og smíðuð til að endast og endast. Vörumerkin sem við bjóðum eru þekkt um allan heim meðal hönnuða og arkitekta fyrir framúrstefnulega hönnun og óviðjafnanleg gæði," segir Úlfar.
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira