„Væntanlega að biðja til allra guða sem til eru“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 15:31 Matas Pranckevicus kom til Hauka fyrir tímabilið en hefur ekki náð að standa undir væntingum í marki liðsins. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Markvarsla Hauka á tímabilinu hefur í raun og veru ekki verið boðleg,“ segir Stefán Árni Pálsson í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Haukum hefur gengið bölvanlega í vetur og þeir sitja í 8. sæti Olís-deildar karla í handbolta , eftir 31-28 tap gegn Selfossi á sunnudaginn í fyrsta leik eftir jóla- og HM-hléið langa. Markvarslan hefur þar mikið að segja en Haukar sakna mjög Arons Rafns Eðvarðssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar, sem hefur verið lengi frá keppni vegna alvarlega höfuðmeiðsla. Stefán Huldar Stefánsson hefur sömuleiðis lítið sem ekkert spilað í vetur vegna meiðsla. Litháeninn Matas Pranckevicius kom til Hauka fyrir tímabilið en hann hefur aðeins varið að meðaltali 25,3% skota sem hann hefur fengið á sig og varamaðurinn Magnús Gunnar Karlsson er með svipað hlutfall. „Ef maður rýnir í þetta þá kemur Matas þarna ferskur, vill sanna sig, og á tvo fína leiki. Svo hefur hann bara ekki getað blautan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Markvarsla Hauka „Mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur“ Þorgrímur Smári Ólafsson benti á að Haukar væru með næstversta hlutfall varinna skota í deildinni, á eftir Herði. „Magnús er efnilegur markvörður en virðist ekki alveg vera tilbúinn í þetta. Hann hefur alla vega ekki átt neitt rosalegar innkomur. Haukarnir eru því ekkert að fara upp töfluna og eru væntanlega að biðja til allra guða sem til eru, um að Aron og Stefán komi aftur sem fyrst. Stefán var þó ekkert frábær áður en hann meiddist held ég, svo þetta er smá hausverkur fyrir þá,“ sagði Jóhann og bætti við að gera mætti kröfu um að markvörður sem sóttur væri út fyrir landsteinana gerði betur: „Það er auðvelt að gagnrýna útlenskan markvörð og ég ætla ekki að reyna að gera það of harkalega, en það voru mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur. Hann hefur engu bætt við og ekki unnið neinn leik fyrir þá.“ „Svo þurfa þessir útlendingar oft svolítinn tíma sem markmenn. Þú þarft að læra á hvaða leikmaður skýtur hvert,“ sagði Þorgrímur og Jóhann jánkaði því. Án betri markvörslu sé hins vegar ljóst að Haukar geri ekki merkilega hluti í vor, og Jóhann sagði: „Þetta er bara erfitt hjá Haukunum. Maður hélt að þeir kæmu ferskari [eftir hléið]. Ég held að Ásgeir [Örn Hallgrímsson, þjálfari] væri alveg til í að vera bara hjá okkur hérna í rólegheitunum, að hrauna yfir alla og svona. Það er allt of mikil ábyrgð og leiðindi sem fylgir því að þjálfa. En maður spyr sig; Hvað er að Haukum?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Haukum hefur gengið bölvanlega í vetur og þeir sitja í 8. sæti Olís-deildar karla í handbolta , eftir 31-28 tap gegn Selfossi á sunnudaginn í fyrsta leik eftir jóla- og HM-hléið langa. Markvarslan hefur þar mikið að segja en Haukar sakna mjög Arons Rafns Eðvarðssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar, sem hefur verið lengi frá keppni vegna alvarlega höfuðmeiðsla. Stefán Huldar Stefánsson hefur sömuleiðis lítið sem ekkert spilað í vetur vegna meiðsla. Litháeninn Matas Pranckevicius kom til Hauka fyrir tímabilið en hann hefur aðeins varið að meðaltali 25,3% skota sem hann hefur fengið á sig og varamaðurinn Magnús Gunnar Karlsson er með svipað hlutfall. „Ef maður rýnir í þetta þá kemur Matas þarna ferskur, vill sanna sig, og á tvo fína leiki. Svo hefur hann bara ekki getað blautan,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Markvarsla Hauka „Mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur“ Þorgrímur Smári Ólafsson benti á að Haukar væru með næstversta hlutfall varinna skota í deildinni, á eftir Herði. „Magnús er efnilegur markvörður en virðist ekki alveg vera tilbúinn í þetta. Hann hefur alla vega ekki átt neitt rosalegar innkomur. Haukarnir eru því ekkert að fara upp töfluna og eru væntanlega að biðja til allra guða sem til eru, um að Aron og Stefán komi aftur sem fyrst. Stefán var þó ekkert frábær áður en hann meiddist held ég, svo þetta er smá hausverkur fyrir þá,“ sagði Jóhann og bætti við að gera mætti kröfu um að markvörður sem sóttur væri út fyrir landsteinana gerði betur: „Það er auðvelt að gagnrýna útlenskan markvörð og ég ætla ekki að reyna að gera það of harkalega, en það voru mikil vonbrigði að fá útlending sem er þetta dapur. Hann hefur engu bætt við og ekki unnið neinn leik fyrir þá.“ „Svo þurfa þessir útlendingar oft svolítinn tíma sem markmenn. Þú þarft að læra á hvaða leikmaður skýtur hvert,“ sagði Þorgrímur og Jóhann jánkaði því. Án betri markvörslu sé hins vegar ljóst að Haukar geri ekki merkilega hluti í vor, og Jóhann sagði: „Þetta er bara erfitt hjá Haukunum. Maður hélt að þeir kæmu ferskari [eftir hléið]. Ég held að Ásgeir [Örn Hallgrímsson, þjálfari] væri alveg til í að vera bara hjá okkur hérna í rólegheitunum, að hrauna yfir alla og svona. Það er allt of mikil ábyrgð og leiðindi sem fylgir því að þjálfa. En maður spyr sig; Hvað er að Haukum?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira