Hópur Landsbjargar nálgast hamfarasvæðið: „Ekkert rafmagn og skortur á bensíni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. febrúar 2023 12:04 Íslenski hópurinn lagði af stað í gærkvöld, lenti í Tyrklandi í nótt og er enn á ferðalagi að Hatay héraðinu. landsbjörg Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrkjaldi og Sýrlandi er nú kominn upp í ellefu þúsund en búist er við að sú tala muni hækka. Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi í nótt og er nú á leið með rútu inn á hamfarasvæði en íbúar gagnrýna stjórnvöld fyrir hægagang í björgunaraðgerðum. Hamfarirnar eru þær mannskæðustu í áratug. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar gagnrýna nú margir stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. Vitni sögðu í samtali við AP fréttaveituna að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústum. Þegar björgunarliðar komu loks á staðinn hafi þeir unnið í nokkra tíma en hætt svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Hópurinn hefur ferðast frá því í gærkvöld.Landsbjörg „Verkefnið verður krefjandi“ Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi klukkan að ganga fjögur í nótt að íslenskum tíma, rétt fyrir klukkan sjö á tyrkneskum tíma og ferðast nú með rútu að héraðinu Hatay. „Ferðalagið hefur verið langt þau eru búin að vera á ferðalagi síðan þau yfirgáfu landið í gærkvöldi um átta leytið. Þau eru núna að koma á sinn áfangastað sem verður í héraði sem heitir Hatay þar sem þau setja upp búðir á knattspyrnuvelli en lengra eru þau ekki komin. Það sem við höfum heyrt er að það ríkir talsvert öngþveiti á þessum slóðum. Það er ekkert rafmagn, skortur á bensíni og díselolíu þannig verkefnið verður krefjandi,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hópur Landsbjargar mun sinna svæðisstjórn.landsbjörg Hópurinn mun ekki sinna rústabjörgun heldur vinna að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu, ásamt björgunarhópi frá Katar. „Þeirra hlutverk er að samræma störf þeirra fjölda björgunarsveita sem eru komnar á svæðið. Það var talið helst vöntun á reyndu fólki í þannig vinnu og það er meginhlutverk okkar hóps.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48 Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23 Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00 Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51 Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Hamfarirnar eru þær mannskæðustu í áratug. Þúsundir bygginga hrundu í skjálftahrinunni, þar á meðal sjúkrahús, skólar og heilu íbúðablokkirnar. Tyrklandsforseti lýsti yfir neyðarástandi í tíu héruðum en íbúar gagnrýna nú margir stjórnvöld vegna hægagangs í björgunaraðgerðum. Vitni sögðu í samtali við AP fréttaveituna að það hefði tekið viðbragðsaðila tólf tíma að koma til Gaziantep og að íbúar og lögregla hefðu brugðist við með því að leita sjálf í húsarústum. Þegar björgunarliðar komu loks á staðinn hafi þeir unnið í nokkra tíma en hætt svo yfir nóttina, sögðu vitnin. Hópurinn hefur ferðast frá því í gærkvöld.Landsbjörg „Verkefnið verður krefjandi“ Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi klukkan að ganga fjögur í nótt að íslenskum tíma, rétt fyrir klukkan sjö á tyrkneskum tíma og ferðast nú með rútu að héraðinu Hatay. „Ferðalagið hefur verið langt þau eru búin að vera á ferðalagi síðan þau yfirgáfu landið í gærkvöldi um átta leytið. Þau eru núna að koma á sinn áfangastað sem verður í héraði sem heitir Hatay þar sem þau setja upp búðir á knattspyrnuvelli en lengra eru þau ekki komin. Það sem við höfum heyrt er að það ríkir talsvert öngþveiti á þessum slóðum. Það er ekkert rafmagn, skortur á bensíni og díselolíu þannig verkefnið verður krefjandi,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hópur Landsbjargar mun sinna svæðisstjórn.landsbjörg Hópurinn mun ekki sinna rústabjörgun heldur vinna að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu, ásamt björgunarhópi frá Katar. „Þeirra hlutverk er að samræma störf þeirra fjölda björgunarsveita sem eru komnar á svæðið. Það var talið helst vöntun á reyndu fólki í þannig vinnu og það er meginhlutverk okkar hóps.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir „Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48 Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23 Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00 Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51 Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
„Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara?“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í 8.400 en raunverulegur fjöldi er talinn mun meiri. 5. 894 hafa fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldar fastar undir húsarústum. 8. febrúar 2023 06:48
Hópur björgunarsveitarfólks loks lagður af stað til Tyrklands Íslenskur hópur björgunarsveitarfólks hefur nú lagt af stað til jarðskjálftasvæða í Tyrklandi. 7. febrúar 2023 21:23
Samstaða borgarbúa sé ótrúleg Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 7. febrúar 2023 19:00
Í kappi við kuldann Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu. 7. febrúar 2023 17:51
Jarðskjálftahamfarir í Tyrklandi og Sýrlandi: Hvað get ég gert? Aðfaranótt mánudags áttu gríðarlega öflugir jarðskjálftar sér stað í Tyrklandi sem ollu ólýsanlegum skemmdum, þjáningu, ringulreið, hræðslu og ótta og kostuðu þúsundir lífið. 7. febrúar 2023 17:01