Fólk hneykslaðist þegar hún lét loka frekjuskarðinu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 21:01 Í síðasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar fór tónlistarkonan Andrea Gylfadóttir yfir ferilinn. Stöð 2 „Ég var mjög opin og tók þátt í skemmtunum og spilaði í öllum partýum, en ég leit ekki endilega á þetta sem eitthvað sem ég ætlaði að gera,“ segir Andrea Gylfadóttir sem fór yfir glæstan tónlistarferilinn í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Þrátt fyrir að Andrea hafi ekki ætlað sér að gera feril úr söngnum gripu örlögin sannarlega í taumanna þegar hún var ráðin sem söngkona hljómsveitarinnar Grafík og tók þar við af Helga Björns. Varð hún fljótt ein vinsælasta söngkona landsins. Nokkru síðar stofnaði Andrea hljómsveitina Todmobile ásamt félögum sínum úr Tónlistarskólanum, þeim Þorvaldi Bjarna og Eyþóri Arnalds. Andrea segir fólk ekki hafa haft mikla trú á þeirri hljómsveit til að byrja með, en eftir að hún gaf út lagið Stelpurokk árið 1989 varð hún ein vinsælasta sveit landsins. „Fólk ályktar bara eitthvað, það leggur saman tvo og tvo og fær fimm“ Á þeim tíma voru konur ekki eins áberandi og karlar í tónlistarbransanum. Andrea segir fólk gjarnan hafa gert ráð fyrir því Andrea sæi bara um sönginn en strákarnir í bandinu sæju um alla aðra vinnu. „Þó að ég hafi skrifað flesta texta Todmobile þá heldur fólk enn þann dag í dag að þeir séu eftir strákana.“ Það er þó aðeins ein af þeim ranghugmyndum fólk hefur haft um Andreu. „Fólk ályktar bara eitthvað. Það leggur saman tvo og tvo og fær fimm,“ segir hún. „Vorum kannski meiri vinir en par“ Hún segir til dæmis frá því að fólk hafi gert ráð fyrir því að hún og Eyþór Arnalds væru hjón, sem þau voru aldrei. Andrea bjó þó með Þorvaldi Bjarna í nokkur ár. „Það var ekkert alltaf auðvelt. Við vorum náttúrlega saman að spila, í vinnunni og stúdíóinu. Maður tók stúdíóið og vinnuna með sér heim og heimilið í vinnuna. Við vorum ekkert alltaf sammála um allt, en þetta gekk ágætlega.“ Þó svo að sambandið hafi ekki gengið héldu þau þó áfram að vinna saman. „Við vorum eiginlega kannski meiri vinir en par, eitthvað í þá áttina,“ segir hún. Andrea Gylfa og Þorvaldur Bjarni voru par um tíma.Stöð 2 Hneykslaði fólk þegar hún lét laga tennurnar Þjóðþekktir einstaklingar þurfa oft að lifa við það að fólk leyfi sér að hafa skoðun á flestöllu sem það gerir. Þetta upplifði Andrea þegar hún lét laga tennur sínar fyrir nokkrum árum en frá tvítugsaldri hafði hún verið með stórt frekjuskarð. „Ég fékk svona beineyðingu, þannig tennurnar byrjuðu að losna og fara af stað og voru bara á leiðinni út. Það var ekki hægt að rétta neitt eða gera neitt. Þetta var ekki þegar ég var ung, þetta byrjar svona um tvítugt og svo varð þetta alltaf meira og meira.“ Mörgum þótti frekjuskarðið mikilvægur hluti af hennar karakter, þannig að þegar hún lét loka því urðu einhverjir hneykslaðir. „Fólki finnst það hafa rétt á því að ræða í rauninni hvað sem er,“ segir Andrea. Hún segist þó hafa svarað einum á þann hátt að þetta væri rétt eins og hún færi að hneykslast á því að fótbrotinn einstaklingur færi upp á spítala, því henni þætti svo flott að vera fótbrotinn. Klippa: Fólk hneykslaðist þegar hún lét loka frekjuskarðinu Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur“ „Fólk heldur að ég sé með nefið upp í loftið og með tóman kjaft alltaf. Ég veit ekki hvað það er sko, en málið er að ég er kaldhæðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. 23. janúar 2023 14:30 Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Tilkynnti áhorfendum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tónleikum „Ég kúkaði á mig uppi á sviði í Brussel,“ rifjar tónlistarmaðurinn Mugison upp, aðspurður hvert sé vandræðalegasta augnablik sem hann hafi upplifað uppi á sviði. 1. febrúar 2023 14:31 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Þrátt fyrir að Andrea hafi ekki ætlað sér að gera feril úr söngnum gripu örlögin sannarlega í taumanna þegar hún var ráðin sem söngkona hljómsveitarinnar Grafík og tók þar við af Helga Björns. Varð hún fljótt ein vinsælasta söngkona landsins. Nokkru síðar stofnaði Andrea hljómsveitina Todmobile ásamt félögum sínum úr Tónlistarskólanum, þeim Þorvaldi Bjarna og Eyþóri Arnalds. Andrea segir fólk ekki hafa haft mikla trú á þeirri hljómsveit til að byrja með, en eftir að hún gaf út lagið Stelpurokk árið 1989 varð hún ein vinsælasta sveit landsins. „Fólk ályktar bara eitthvað, það leggur saman tvo og tvo og fær fimm“ Á þeim tíma voru konur ekki eins áberandi og karlar í tónlistarbransanum. Andrea segir fólk gjarnan hafa gert ráð fyrir því Andrea sæi bara um sönginn en strákarnir í bandinu sæju um alla aðra vinnu. „Þó að ég hafi skrifað flesta texta Todmobile þá heldur fólk enn þann dag í dag að þeir séu eftir strákana.“ Það er þó aðeins ein af þeim ranghugmyndum fólk hefur haft um Andreu. „Fólk ályktar bara eitthvað. Það leggur saman tvo og tvo og fær fimm,“ segir hún. „Vorum kannski meiri vinir en par“ Hún segir til dæmis frá því að fólk hafi gert ráð fyrir því að hún og Eyþór Arnalds væru hjón, sem þau voru aldrei. Andrea bjó þó með Þorvaldi Bjarna í nokkur ár. „Það var ekkert alltaf auðvelt. Við vorum náttúrlega saman að spila, í vinnunni og stúdíóinu. Maður tók stúdíóið og vinnuna með sér heim og heimilið í vinnuna. Við vorum ekkert alltaf sammála um allt, en þetta gekk ágætlega.“ Þó svo að sambandið hafi ekki gengið héldu þau þó áfram að vinna saman. „Við vorum eiginlega kannski meiri vinir en par, eitthvað í þá áttina,“ segir hún. Andrea Gylfa og Þorvaldur Bjarni voru par um tíma.Stöð 2 Hneykslaði fólk þegar hún lét laga tennurnar Þjóðþekktir einstaklingar þurfa oft að lifa við það að fólk leyfi sér að hafa skoðun á flestöllu sem það gerir. Þetta upplifði Andrea þegar hún lét laga tennur sínar fyrir nokkrum árum en frá tvítugsaldri hafði hún verið með stórt frekjuskarð. „Ég fékk svona beineyðingu, þannig tennurnar byrjuðu að losna og fara af stað og voru bara á leiðinni út. Það var ekki hægt að rétta neitt eða gera neitt. Þetta var ekki þegar ég var ung, þetta byrjar svona um tvítugt og svo varð þetta alltaf meira og meira.“ Mörgum þótti frekjuskarðið mikilvægur hluti af hennar karakter, þannig að þegar hún lét loka því urðu einhverjir hneykslaðir. „Fólki finnst það hafa rétt á því að ræða í rauninni hvað sem er,“ segir Andrea. Hún segist þó hafa svarað einum á þann hátt að þetta væri rétt eins og hún færi að hneykslast á því að fótbrotinn einstaklingur færi upp á spítala, því henni þætti svo flott að vera fótbrotinn. Klippa: Fólk hneykslaðist þegar hún lét loka frekjuskarðinu
Tónlistarmennirnir okkar Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur“ „Fólk heldur að ég sé með nefið upp í loftið og með tóman kjaft alltaf. Ég veit ekki hvað það er sko, en málið er að ég er kaldhæðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. 23. janúar 2023 14:30 Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00 Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30 Tilkynnti áhorfendum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tónleikum „Ég kúkaði á mig uppi á sviði í Brussel,“ rifjar tónlistarmaðurinn Mugison upp, aðspurður hvert sé vandræðalegasta augnablik sem hann hafi upplifað uppi á sviði. 1. febrúar 2023 14:31 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Allt í einu koma menn inn í búningsherbergið með byssur“ „Fólk heldur að ég sé með nefið upp í loftið og með tóman kjaft alltaf. Ég veit ekki hvað það er sko, en málið er að ég er kaldhæðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. 23. janúar 2023 14:30
Tónlistarmenn opna sig í nýrri þáttaröð: „Menn voru „stoned“ í mörg ár á hverjum einasta degi“ Árið 2023 byrjar með trompi á Stöð 2 en ný þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið nú í janúar. Auðunn Blöndal, umsjónarmaður þáttanna segir að von sé á sannkallaðri veislu þar sem áhorfendur fá að kynnast fremsta tónlistarfólki landsins á persónulegum nótum. 3. janúar 2023 20:00
Rappaði fyrir átrúnaðargoðið: „Ég verð bara eins og kleina í svona aðstæðum“ Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir var viðmælandi í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. 16. janúar 2023 15:30
Tilkynnti áhorfendum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tónleikum „Ég kúkaði á mig uppi á sviði í Brussel,“ rifjar tónlistarmaðurinn Mugison upp, aðspurður hvert sé vandræðalegasta augnablik sem hann hafi upplifað uppi á sviði. 1. febrúar 2023 14:31