Íslenskt kaffi Sigurður Friðleifsson skrifar 9. febrúar 2023 16:00 Íslendingar eru kaffiþyrst þjóð. Í raun erum við fjórða mesta kaffidrykkjuþjóð veraldar og þurfum að flytja inn vel yfir 3 milljónir kílóa af kaffi árlega til að halda okkur vakandi. Þetta kallar á talsverða gjaldeyriseyðslu sem við þurfum að mæta með innlendri verðmætasköpun. En hvað ef við framleiddum okkar eigið kaffi, sem myndi spara öll þessi gjaldeyriskaup og skapa verðmæti innanlands? Hvað ef kaffi væri framleitt hér innanlands og væri meira að segja ódýrara? Innlent, ódýrara og betra Ímyndum okkur að hér væri innlend kaffiframleiðsla sem myndi fullnægja kaffiþörfum okkar og væri líka ódýrari í stóra samhenginu. Ímyndum okkur líka að kaffið væri auk þess kraftmeira og hefði engin neikvæð heilsuáhrif, hvorki á svefn né nokkuð annað. Reyndar væri kaffið með þeim hætti að við þyrftum örlítið öðruvísi kaffivélar, sem væru hljóðlátari en kostuðu örlítið meira og væru aðeins lengur að hella upp á. Þessar kaffivélar myndu samt borga sig upp enda hver kaffibolli mun ódýrari en þeir erlendu. Já, það eru ekki margar vörur sem tikka í öll þrjú boxin eins og þetta ímyndaða kaffi þ.e. eru innlendar, ódýrari og betri. Ef þetta íslenska kaffi myndi raungerast myndu án efa nánast allir skipta yfir í það undir eins. Fáir myndu láta það trufla sig að kaffivélin sjálf væri örlítið dýrari og hægari enda borgar hún sig til lengri tíma litið, og kaffidrykkjan verður því hagkvæmari. Íslenskt, já takk Því miður er ekki útlit fyrir að þessir kaffidraumar rætist í bráð en hinsvegar er keimlíkt ævintýri í gangi núna sem kallast orkuskipti í samgöngum. Nú hafa opnast einstakir möguleikar á að skipta yfir í innlenda raforku sem er þrefalt orkunýtnari og borgar þannig upp þann aukakostnað sem felst í nýja farartækinu. Innlenda varan er þar af leiðindi bæði ódýrari og betri því hún veldur ekki heilsuspillandi mengun sem hefur verið yfir hættumörkum hvað eftir annað undanfarið. Þar að auki veldur hún ekki neikvæðum loftslagsbreytingum. Er ekki best að herða okkur allverulega í því að skipta yfir í innlent eða eigum við kannski bara að halda okkur við verra og dýrara erlent kaffi? Höfundur er sviðsstjóri orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru kaffiþyrst þjóð. Í raun erum við fjórða mesta kaffidrykkjuþjóð veraldar og þurfum að flytja inn vel yfir 3 milljónir kílóa af kaffi árlega til að halda okkur vakandi. Þetta kallar á talsverða gjaldeyriseyðslu sem við þurfum að mæta með innlendri verðmætasköpun. En hvað ef við framleiddum okkar eigið kaffi, sem myndi spara öll þessi gjaldeyriskaup og skapa verðmæti innanlands? Hvað ef kaffi væri framleitt hér innanlands og væri meira að segja ódýrara? Innlent, ódýrara og betra Ímyndum okkur að hér væri innlend kaffiframleiðsla sem myndi fullnægja kaffiþörfum okkar og væri líka ódýrari í stóra samhenginu. Ímyndum okkur líka að kaffið væri auk þess kraftmeira og hefði engin neikvæð heilsuáhrif, hvorki á svefn né nokkuð annað. Reyndar væri kaffið með þeim hætti að við þyrftum örlítið öðruvísi kaffivélar, sem væru hljóðlátari en kostuðu örlítið meira og væru aðeins lengur að hella upp á. Þessar kaffivélar myndu samt borga sig upp enda hver kaffibolli mun ódýrari en þeir erlendu. Já, það eru ekki margar vörur sem tikka í öll þrjú boxin eins og þetta ímyndaða kaffi þ.e. eru innlendar, ódýrari og betri. Ef þetta íslenska kaffi myndi raungerast myndu án efa nánast allir skipta yfir í það undir eins. Fáir myndu láta það trufla sig að kaffivélin sjálf væri örlítið dýrari og hægari enda borgar hún sig til lengri tíma litið, og kaffidrykkjan verður því hagkvæmari. Íslenskt, já takk Því miður er ekki útlit fyrir að þessir kaffidraumar rætist í bráð en hinsvegar er keimlíkt ævintýri í gangi núna sem kallast orkuskipti í samgöngum. Nú hafa opnast einstakir möguleikar á að skipta yfir í innlenda raforku sem er þrefalt orkunýtnari og borgar þannig upp þann aukakostnað sem felst í nýja farartækinu. Innlenda varan er þar af leiðindi bæði ódýrari og betri því hún veldur ekki heilsuspillandi mengun sem hefur verið yfir hættumörkum hvað eftir annað undanfarið. Þar að auki veldur hún ekki neikvæðum loftslagsbreytingum. Er ekki best að herða okkur allverulega í því að skipta yfir í innlent eða eigum við kannski bara að halda okkur við verra og dýrara erlent kaffi? Höfundur er sviðsstjóri orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun