Íslenskt kaffi Sigurður Friðleifsson skrifar 9. febrúar 2023 16:00 Íslendingar eru kaffiþyrst þjóð. Í raun erum við fjórða mesta kaffidrykkjuþjóð veraldar og þurfum að flytja inn vel yfir 3 milljónir kílóa af kaffi árlega til að halda okkur vakandi. Þetta kallar á talsverða gjaldeyriseyðslu sem við þurfum að mæta með innlendri verðmætasköpun. En hvað ef við framleiddum okkar eigið kaffi, sem myndi spara öll þessi gjaldeyriskaup og skapa verðmæti innanlands? Hvað ef kaffi væri framleitt hér innanlands og væri meira að segja ódýrara? Innlent, ódýrara og betra Ímyndum okkur að hér væri innlend kaffiframleiðsla sem myndi fullnægja kaffiþörfum okkar og væri líka ódýrari í stóra samhenginu. Ímyndum okkur líka að kaffið væri auk þess kraftmeira og hefði engin neikvæð heilsuáhrif, hvorki á svefn né nokkuð annað. Reyndar væri kaffið með þeim hætti að við þyrftum örlítið öðruvísi kaffivélar, sem væru hljóðlátari en kostuðu örlítið meira og væru aðeins lengur að hella upp á. Þessar kaffivélar myndu samt borga sig upp enda hver kaffibolli mun ódýrari en þeir erlendu. Já, það eru ekki margar vörur sem tikka í öll þrjú boxin eins og þetta ímyndaða kaffi þ.e. eru innlendar, ódýrari og betri. Ef þetta íslenska kaffi myndi raungerast myndu án efa nánast allir skipta yfir í það undir eins. Fáir myndu láta það trufla sig að kaffivélin sjálf væri örlítið dýrari og hægari enda borgar hún sig til lengri tíma litið, og kaffidrykkjan verður því hagkvæmari. Íslenskt, já takk Því miður er ekki útlit fyrir að þessir kaffidraumar rætist í bráð en hinsvegar er keimlíkt ævintýri í gangi núna sem kallast orkuskipti í samgöngum. Nú hafa opnast einstakir möguleikar á að skipta yfir í innlenda raforku sem er þrefalt orkunýtnari og borgar þannig upp þann aukakostnað sem felst í nýja farartækinu. Innlenda varan er þar af leiðindi bæði ódýrari og betri því hún veldur ekki heilsuspillandi mengun sem hefur verið yfir hættumörkum hvað eftir annað undanfarið. Þar að auki veldur hún ekki neikvæðum loftslagsbreytingum. Er ekki best að herða okkur allverulega í því að skipta yfir í innlent eða eigum við kannski bara að halda okkur við verra og dýrara erlent kaffi? Höfundur er sviðsstjóri orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru kaffiþyrst þjóð. Í raun erum við fjórða mesta kaffidrykkjuþjóð veraldar og þurfum að flytja inn vel yfir 3 milljónir kílóa af kaffi árlega til að halda okkur vakandi. Þetta kallar á talsverða gjaldeyriseyðslu sem við þurfum að mæta með innlendri verðmætasköpun. En hvað ef við framleiddum okkar eigið kaffi, sem myndi spara öll þessi gjaldeyriskaup og skapa verðmæti innanlands? Hvað ef kaffi væri framleitt hér innanlands og væri meira að segja ódýrara? Innlent, ódýrara og betra Ímyndum okkur að hér væri innlend kaffiframleiðsla sem myndi fullnægja kaffiþörfum okkar og væri líka ódýrari í stóra samhenginu. Ímyndum okkur líka að kaffið væri auk þess kraftmeira og hefði engin neikvæð heilsuáhrif, hvorki á svefn né nokkuð annað. Reyndar væri kaffið með þeim hætti að við þyrftum örlítið öðruvísi kaffivélar, sem væru hljóðlátari en kostuðu örlítið meira og væru aðeins lengur að hella upp á. Þessar kaffivélar myndu samt borga sig upp enda hver kaffibolli mun ódýrari en þeir erlendu. Já, það eru ekki margar vörur sem tikka í öll þrjú boxin eins og þetta ímyndaða kaffi þ.e. eru innlendar, ódýrari og betri. Ef þetta íslenska kaffi myndi raungerast myndu án efa nánast allir skipta yfir í það undir eins. Fáir myndu láta það trufla sig að kaffivélin sjálf væri örlítið dýrari og hægari enda borgar hún sig til lengri tíma litið, og kaffidrykkjan verður því hagkvæmari. Íslenskt, já takk Því miður er ekki útlit fyrir að þessir kaffidraumar rætist í bráð en hinsvegar er keimlíkt ævintýri í gangi núna sem kallast orkuskipti í samgöngum. Nú hafa opnast einstakir möguleikar á að skipta yfir í innlenda raforku sem er þrefalt orkunýtnari og borgar þannig upp þann aukakostnað sem felst í nýja farartækinu. Innlenda varan er þar af leiðindi bæði ódýrari og betri því hún veldur ekki heilsuspillandi mengun sem hefur verið yfir hættumörkum hvað eftir annað undanfarið. Þar að auki veldur hún ekki neikvæðum loftslagsbreytingum. Er ekki best að herða okkur allverulega í því að skipta yfir í innlent eða eigum við kannski bara að halda okkur við verra og dýrara erlent kaffi? Höfundur er sviðsstjóri orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar