Tap Gummersbach var einkar súrt en sigurmarkið kom þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka, lokatölur 28-29. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar í liði Gummersbach. Hákon Daði Styrmisson skoraði einnig tvö mörk.
Guðjón Valur Sigurðsson er sem fyrr þjálfari liðsins sem situr í 9. sæti 18 stig
Ýmir Örn skoraði tvö mörk fyrir Löwen sem vann ellefu marka útisigur, lokatölur í Minden 29-40. Sveinn skoraði eitt mark í liði heimamanna.
Með sigrinum jafnaði Löwen topplið Füchse Berlin að stigum, bæði með 31 stig. Berlínarliðið á þó leik til góða.