Nánast enginn launamunur á opinbera og almenna vinnumarkaðnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2023 09:57 Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Launamunur á milli opinbera- og almenna vinnumarkaðarins er nánast horfinn og opinberi markaðurinn því orðinn samkeppnisfær við þann almenna. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu sem að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda kallar á viðbrögð. Velta þurfi því upp hvort verndarákvæði starfsmannalaganna eigi enn rétt á sér? Ráðgjafafyrirtækið Intellecon vann nýverið skýrslu um launa- og fjöldaþróun opinberra starfsmanna undanfarin ár og var skýrslan kynnt fyrir helgi. Þar kemur fram að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um tæp tuttugu prósent á sama tíma og starfsmönnum almenna markaðarins hafi einungis fjölgað um þrjú prósent. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir niðurstöðurnar slá sig illa. „Verðmætin í íslensku samfélagi verða til í einkageiranum, þau verða til á almenna markaðnum, þannig við megum aldrei gleyma því að hlúa að fyrirtækjunum í landinu. Við verðum að búa til þannig starfsumhverfi að það sé ákjósanlegt og auðvelt að stofna hér fyrirtæki og starfa í íslensku starfsumhverfi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Kallar á viðbrögð Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði en á síðustu árum hefur þessi launamunur nánast horfið. Af þessu má ráða að hið opinbera sé orðið samkeppnisfært við almenna markaðinn. Þá er vinnutími á opinbera markaðnum oft mun betri auk þess sem opinberir starfsmenn njóta mun ríkari lagaverndar en þeir sem eru á hinum almenna markaði. „Þá er orðin ástæða til að skoða hluti eins og starfsmannalögin um opinbera starfsmenn. Á að vera áfram ríkari uppsagnarvernd? Og þetta kerfi sem gerir öll starfsmannamál hjá ríkinu miklu þyngri í vöfum og stífari enn á einkamarkaðnum. Ég held að það sé orðin full ástæða til að endurskoða það,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar? Guðrún tekur í sama streng og spyr hvort út frá þessum niðurstöðum sé eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar á vinnumarkaði en Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram frumvarp um breytingar á starfsmannalögum, þar sem meðal annars er lagt til að heimild til uppsagnar starfsmanna verði rýmkuð. Ólafur vill sjá eina vinnulöggjöf og segir að áfram þurfi að vera reglur um faglegar ráðningar í opinbera geiranum svo að frændhygli eða spilling þrífist ekki. „En þetta þunga ferli að ráðning og starfslok séu stjórnsýsluákvarðanir er allt of þungt í vöfum og gerir opinbera geirann svo óskilvirkan og óhagkvæman og of dýran,“ segir Ólafur. Engin lækkun hér á landi Þessi mikla fjölgun starfsmanna á opinberum markaði sést líka í öðrum OECD löndum. „En það má kannski segja að það sem er sérstakt hér er að ef maður notar þær mælingar sem notaðar í alþjóðlegum samanburði þá hefur að minnsta kosti ekki orðið lækkun eins og í mörgum öðrum OECD löndum í umfangi hins opinbera af heildarvinnumarkaði,“ segir Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon. Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ráðgjafafyrirtækið Intellecon vann nýverið skýrslu um launa- og fjöldaþróun opinberra starfsmanna undanfarin ár og var skýrslan kynnt fyrir helgi. Þar kemur fram að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um tæp tuttugu prósent á sama tíma og starfsmönnum almenna markaðarins hafi einungis fjölgað um þrjú prósent. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir niðurstöðurnar slá sig illa. „Verðmætin í íslensku samfélagi verða til í einkageiranum, þau verða til á almenna markaðnum, þannig við megum aldrei gleyma því að hlúa að fyrirtækjunum í landinu. Við verðum að búa til þannig starfsumhverfi að það sé ákjósanlegt og auðvelt að stofna hér fyrirtæki og starfa í íslensku starfsumhverfi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Kallar á viðbrögð Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði en á síðustu árum hefur þessi launamunur nánast horfið. Af þessu má ráða að hið opinbera sé orðið samkeppnisfært við almenna markaðinn. Þá er vinnutími á opinbera markaðnum oft mun betri auk þess sem opinberir starfsmenn njóta mun ríkari lagaverndar en þeir sem eru á hinum almenna markaði. „Þá er orðin ástæða til að skoða hluti eins og starfsmannalögin um opinbera starfsmenn. Á að vera áfram ríkari uppsagnarvernd? Og þetta kerfi sem gerir öll starfsmannamál hjá ríkinu miklu þyngri í vöfum og stífari enn á einkamarkaðnum. Ég held að það sé orðin full ástæða til að endurskoða það,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar? Guðrún tekur í sama streng og spyr hvort út frá þessum niðurstöðum sé eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar á vinnumarkaði en Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram frumvarp um breytingar á starfsmannalögum, þar sem meðal annars er lagt til að heimild til uppsagnar starfsmanna verði rýmkuð. Ólafur vill sjá eina vinnulöggjöf og segir að áfram þurfi að vera reglur um faglegar ráðningar í opinbera geiranum svo að frændhygli eða spilling þrífist ekki. „En þetta þunga ferli að ráðning og starfslok séu stjórnsýsluákvarðanir er allt of þungt í vöfum og gerir opinbera geirann svo óskilvirkan og óhagkvæman og of dýran,“ segir Ólafur. Engin lækkun hér á landi Þessi mikla fjölgun starfsmanna á opinberum markaði sést líka í öðrum OECD löndum. „En það má kannski segja að það sem er sérstakt hér er að ef maður notar þær mælingar sem notaðar í alþjóðlegum samanburði þá hefur að minnsta kosti ekki orðið lækkun eins og í mörgum öðrum OECD löndum í umfangi hins opinbera af heildarvinnumarkaði,“ segir Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon.
Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira