Rekstur hins opinbera

Fréttamynd

Segja falda launa­upp­bót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins

Níu af hverjum tíu ríkisstofnunum greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu, það er laun fyrir ótímamælda yfirvinnu. Þá er slíkt fyrirkomulag algengast hjá ráðuneytum og stjórnsýslustofnunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem telur tímabært að taka á fyrirkomulaginu og greiða einungis fyrir tímamælda yfirvinnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Brota­menn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“

Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár.

Innlent
Fréttamynd

Ó­nýtir vegir – eina ferðina enn

Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við.

Skoðun
Fréttamynd

„Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“

Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Til­kynntur til lög­reglu

Ríkisendurskoðandi telur embættið fara eftir lögum þegar hann skrifar einn undir ársreikninga ríkisfyrirtækja, þó hann sé ekki löggiltur endurskoðandi. Endurskoðendaráð hefur vísað málinu til lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári

Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um 538 eða 1,9 prósent árið 2024 miðað við árið áður. Stöðugildi á vegum ríkisins voru við síðustu áramót 29.054. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Um 65 prósent stöðugildanna tilheyra konum, eða rúm 18 þúsund og flest heyra undir heilbrigðisráðuneytið, eða alls 13 þúsund. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna

Fjármálaráðherra segir áform um afnám á áminningarskyldu sem undanfara uppsagna starfsmanna ríkisins ekki fela í sér þá skerðingu sem leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa fullyrt í opinberri umræðu. Hann hafnar því að hafa ekki átt í samráði við verkalýðshreyfinguna áður en áformin voru kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Launa­hækkanir þungur baggi á borginni

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 3,3 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og afskriftir á fyrri hluta ársins, sem er 600 milljörðum króna minni afgangur en búist var við. Eftir fjármagnsliði og afskriftir var 47 milljóna króna halli á rekstri borgarinnar. Áhrif kjarasamninga eru sögð vega þungt í rekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Daði Már mælir fyrir fjár­lögum næsta árs

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra mælir í dag fyrir fjárlögum 2026 á Alþingi. Um er að ræða fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og hafa ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, boðaða „tiltekt og umbætur“ í fjárlögum næsta árs.

Innlent
Fréttamynd

Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga

Stúdentar skilja hvorki upp né niður í ákvörðun ráðherra háskólamála að hækka skráningargjald í opinbera háskóla um þriðjung, á sama tíma og mikil óvissa ríkir um lögmæti þeirra. „Stúdentar eru allir sammála um það að þessi skráningargjöld eru í raun og veru skólagjöld,“ segir forseti SHÍ.

Innlent
Fréttamynd

Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur

Framlag til Fæðingarorlofssjóðs mun hækka um 1,8 milljarð króna á komandi fjárlagaári. Er það gert vegna ákvæðis í kjarasamningum frá því í fyrra um að hámarksgreiðslur úr sjóðnum eigi að hækka úr átta hundruð þúsund krónum í níu hundruð þúsund.

Innlent
Fréttamynd

Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Af­nemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar

Dómsmálaráðherra hefur birt drög að lagabreytingum í samráðsgátt, sem miða af því að afnema æviskipanir vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara. Lagt er til að skipunartími verði fimm ár. Þá er lagt til að ráðning í embættin verði á ábyrgð yfirmanna viðkomandi stofnana frekar en ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Hallar á karla í fjár­laga­frum­varpi

Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 segir að áhrif breytinga á skattlagningu á notkun bifreiða muni hafa meiri áhrif á karla en konur. Þá segir að við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningi af samnýtingu skattþrepa en karlar 81 prósent. Til stendur að afnema heimild til samsköttunar hjóna og sambúðarfólks milli skattþrepa.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu.

Innlent
Fréttamynd

„Allir vilja alltaf meira“

Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“

Innlent
Fréttamynd

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Undanfarinn áratug, þó fyrst og fremst árin 2019 til 2025, hafa bein útgjöld ríkissjóðs vegna ýmissa efnahagsáfalla og náttúruhamfara verið rúmlega 337 milljarðar króna. Þetta setur allt tal núverandi stjórnarliða um óráðsíu og hallarekstur í nýtt samhengi, því óbeinu áhrifin eru hér ekki reiknuð.

Skoðun