Rekstur hins opinbera

Fréttamynd

Sam­þykktu verk­fall með yfir­burðum

Á hádegi í dag lauk kosningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, um boðun verkfalls vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. 87,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

„Sér­stakt gleði­efni og gleður mitt hjarta“

Það kemur fyllilega til greina að endurskoða innkaupareglur ríkisins á flugmiðum segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkið hefur verið sakað um óeðlilega viðskiptahætti en ráðherra segir mikilvægt að finna hagstæðustu lausnina fyrir ríkið, hvort sem það varðar kostnað vegna vinnuferða eða annarra innkaupa hins opinbera. Daði kveðst himinlifandi með áhuga almennings á skilvirkni í ríkisrekstri.

Innlent
Fréttamynd

Þögul sem gröfin um aug­lýsinguna um­deildu

Isavia, opinbera hlutafélagið sem rekur Keflavíkurflugvöll, gefur ekkert upp um kostnað við gerð og birtingu auglýsingar sem birt var á gamlárskvöld. Þá fást engin svör um hversu mikið það kostaði félagið að ráða samskiptafélag til að svara gagnrýni á auglýsinguna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þarna náum við að svæla allt upp á yfir­borðið“

Forsætisráðherra segir að með bréfi til forstöðumanna hjá ríkinu sé verið að svæla upp á yfirborðið allar hugmyndir þeirra sem vel þekki til í kerfinu og þannig megi fara betur með fé. Slíkar umræður eigi ekki að koma neinum á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Fé­lag for­stöðu­manna fundar um bréf ráð­herra um hag­ræðingu

Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana fundar næstkomandi mánudag og mun þá fara yfir bréf forsætis- og fjármála- og efnahagsráðherra um það hvernig megi hagræða í rekstri. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er formaður stjórnarinnar. Í samtali við fréttastofu segist Helga ekki hafa heyrt í félagsmönnum í dag eftir að bréfið var sent út.

Innlent
Fréttamynd

Bjóst ekki við greiðslum frá Al­þingi

Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Hag­ræðing í ríkis­rekstri: Heil­ræði fyrir nýja ríkis­stjórn

Það er ánægjulegt hve margir hafa brugðist við tilmælum forsætisráðherra um að senda inn hugmyndir að sparnaði í ríkisrekstri sem ríkisstjórnin hlýtur að fara vel yfir og meta, enda eitt af yfirlýstum forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir.

Skoðun
Fréttamynd

Hlustum á starfs­fólk ríkisins

Ný ríkisstjórn hefur sett sér markmið um hagkvæmari ríkisrekstur, leitað samráðs við þjóðina og hafa þúsundir tillagna borist frá almenningi. En merkilegt nokk hefur ekki enn verið leitað álits hjá þeim sem þekkja best til ríkisrekstrar – starfsfólki ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur

Mikill meirihluti sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað.  Flestir sjá tækifæri til hagræðingar í tæknivæðingu eða nútímaferlum. Þá segja mörg að ríkið greiði of mikið fyrir vörur og þjónustu og að aðkeypt þjónusta sé algeng þó að það megi nýta mannauð innanhúss. Þetta kemur fram í könnun sem stéttarfélagið Viska framkvæmdi meðal félagsfólks sem eru sérfræðingar hjá ríkinu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­huga­mönnum um hag­ræðingu fjölgar

Ný ríkisstjórn hefur óskað eftir tillögum frá almenningi að hagræðingu í samráðsgátt. Sem sérstakur áhugamaður um hagræðingu hef ég því sent þangað inn fjölmörg þingmál sem ég lagði fram á nýafstöðu þingi og snúa að hagræðingu.

Skoðun
Fréttamynd

Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna

Sparnaðarráð til handa nýrri ríkisstjórn halda áfram að hrúgast inn í samráðsgátt stjórnvald og telja nú vel á þriðja þúsund. Meðal þeirra sem ráðleggja ríkisstjórninni er flugfélagið Play, sem telur ríkið geta sparað sér verulega fjármuni með því að skipta heldur við Play en Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skilur ekki til­gang milljóna króna aug­lýsingar

Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkis­stjórnar

Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði.

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún aug­lýsir eftir sparnaðarráðum

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lætur hendur standa fram úr ermum strax á nýju ári. Nú var að detta inn á samráðsgátt stjórnvalda nýtt mál þar sem auglýst er eftir umsögnum um það hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Sunda­braut for­gangs­mál, fjár­mögnuð með veggjöldum

Ný ríkisstjórn hittist á vinnufundi í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á morgun og er búist við að fundurinn standi allan daginn að sögn samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra. Hann segir að forgangsverkefni sitt sé að hefja framkvæmdir á Sundabraut. Framkvæmdin verði fjármögnuð með innheimtu veggjalda

Innlent
Fréttamynd

Jón Stein­dór að­stoðar Daða Má

Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Steindór tók til starfa í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Skera niður í fangelsunum vegna tug­milljóna króna halla­rekstrar

Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum.

Innlent