„Við náttúrulega skoðum allt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2023 11:46 Veðurfræðingur segir upptök skjálftanna hafa verið í öðru kerfi en því sem tengdist eldsumbrotum í Merardölum í ágúst í fyrra. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og um níutíu skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst. Hrinan er talin vera í rénun. Sex skjálftar yfir þremur af stærð hafa mælst í hrinunni og fannst sá stærsti meðal annars á Akranesi. Upptök hans voru um fjóra kílómetra suðvestur af Reykjanestá og hafa skjálftarnir verið á fjögurra til sjö kílómetra dýpi. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir svæðið ekki tilheyra sama eldstöðvakerfi og því sem tengdist eldsumbrotum í Merardölum í ágúst í fyrra. Á korti Veðurstofunnar má sjá hvar hrinan stendur yfir.Veðurstofan „Þetta er ekki alveg sama hreyfing sem er í gangi þarna. Þannig að á þessu svæði, þar var seinast í desember árið 2022, þá var skjálfti 3,2 að stærð á þessum slóðum. Svo í júní 3,3, sem sagt árið 2022, og í maí 3,5. Þannig að það er mjög algengt að fá skjálfta á þessum slóðum.“ En er eldgos í nánd? „Nei, það er alla vega ekkert sem bendir til þess. Við náttúrulega skoðum allt, en eins og staðan er núna þá bendir til þess að þetta sé hefðbundin skjálftahrina sem verður þarna á flekaskilunum,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að hrinan sé talin vera í rénun en gera megi ráð frá fleiri skjálftahrinum á svæðinu í náinni framtíð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Skjálftahrina á Reykjanesi Skjálftahrina fór í gang á Reykjanesi klukkan 19 í kvöld. Fimmtán skjálftar yfir 2 að stærð hafa mælst á mjög skömmum tíma. 10. febrúar 2023 20:58 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Sjá meira
Sex skjálftar yfir þremur af stærð hafa mælst í hrinunni og fannst sá stærsti meðal annars á Akranesi. Upptök hans voru um fjóra kílómetra suðvestur af Reykjanestá og hafa skjálftarnir verið á fjögurra til sjö kílómetra dýpi. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir svæðið ekki tilheyra sama eldstöðvakerfi og því sem tengdist eldsumbrotum í Merardölum í ágúst í fyrra. Á korti Veðurstofunnar má sjá hvar hrinan stendur yfir.Veðurstofan „Þetta er ekki alveg sama hreyfing sem er í gangi þarna. Þannig að á þessu svæði, þar var seinast í desember árið 2022, þá var skjálfti 3,2 að stærð á þessum slóðum. Svo í júní 3,3, sem sagt árið 2022, og í maí 3,5. Þannig að það er mjög algengt að fá skjálfta á þessum slóðum.“ En er eldgos í nánd? „Nei, það er alla vega ekkert sem bendir til þess. Við náttúrulega skoðum allt, en eins og staðan er núna þá bendir til þess að þetta sé hefðbundin skjálftahrina sem verður þarna á flekaskilunum,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að hrinan sé talin vera í rénun en gera megi ráð frá fleiri skjálftahrinum á svæðinu í náinni framtíð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Skjálftahrina á Reykjanesi Skjálftahrina fór í gang á Reykjanesi klukkan 19 í kvöld. Fimmtán skjálftar yfir 2 að stærð hafa mælst á mjög skömmum tíma. 10. febrúar 2023 20:58 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann Sjá meira
Skjálftahrina á Reykjanesi Skjálftahrina fór í gang á Reykjanesi klukkan 19 í kvöld. Fimmtán skjálftar yfir 2 að stærð hafa mælst á mjög skömmum tíma. 10. febrúar 2023 20:58