Fótbolti

Manchester City saxaði forskotið á toppliðið

Hjörvar Ólafsson skrifar
Chloe Kelly skoraði eitt og lagði upp annað í mikilvægum sigri Manchester City í dag. 
Chloe Kelly skoraði eitt og lagði upp annað í mikilvægum sigri Manchester City í dag.  Vísir/Getty

Manchester City hafði betur, 2-1, þegar liðið mætti Arsenal í toppslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta kvenna í dag. 

Það voru Lauren Hemp og Chloe Kelly sem komu Manchester City tveimur mörkum yfir en Kelly lagði upp fyrra markið í leiknum fyrir Hemp. 

Brasilíski varnarmaðurinn Rafaelle minnkaði muninn fyrir Arsenal en lengra komust Skytturnar ekki og 2-1 sigur Manchester City staðreynd. 

Manchester City komst upp að hlið nágranna sínum, Manchester United í öðru til þriðja sæti deildarinnar með þessum sigri en Chelsea er svo í toppsætinu. 

Chelsea hefur tveggja stiga forskot á Manchester City og Manchester United. Arsenal er hins vegar í fjórða sæti deildarinnar 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×