Héraðsdómur ómerktur vegna tölvupósta dómarans Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 14:19 Landsréttur taldi að ummæli héraðsdómara gæfu ákærða með réttu tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Vísir/Egill Héraðsdómur í máli karlmanns sem ákærður hefur verið fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu og börnum hefur verið ómerktur. Dómari tjáði sig um efni málsins í tölvupósti og taldi Landsréttur að draga mætti óhlutdrægni hans í efa. Héraðsdómur fær málið í sínar hendur á ný. Dómur héraðsdóms féll í september 2021. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa tekið hana hálstaki, ógnað með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana og hótað henni og tengdum aðilum lífláti og líkamsmeiðingum. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi og til greiðslu 1,8 milljóna í miskabætur. Ríkissaksóknari áfrýjaði til Landsréttar og krafðist þyngri refsingar. Maðurinn krafðist hins vegar ómerkingar á dóminum og sagði héraðsdómara hafa verið búinn að taka afstöðu til sakarefnis málsins áður en málið var munnlega flutt. Því til stuðnings vísaði hann til tölvupóstsamskipta verjanda og dómarans í málinu. Hann taldi dómarann hafa verið búinn að ákveða sakfellingu, áður en aðalmeðferð fór fram. Tilefni tölvupóstsins var beiðni verjanda ákærða um að fresta aðalmeðferðinni. Það leist héraðsdómara ekki vel á: „Þá vek ég athygli á því að ákærði hefur alla vega að hluta til játað sök og virðast rannsóknargögn málsins styðja þær játningar. Mér er til efs að málsvörn ákærða geti orðið til þess að hann geti horfið frá þessum játningum á trúverðugan hátt. Þá hefur ákærða ítrekað verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart einum brotaþolanum og bendir það nú til þess að ákæran eigi alla vega að hluta til við rök að styðjast,“ sagði héraðsdómari meðal annars í tölvupóstinum umþrætta. Aftur heim í hérað Við úrlausn málsins leit Landsréttur til stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar lagt væri mat á hæfi dómara verði að tryggja að dómari sé ekki aðeins óhlutdrægur, heldur verði einnig að tryggja traust almennings ef réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni dómstóla. Sé réttmætur vafi til staðar bæri dómaranum að víkja. Þá sagði Landsréttur enn fremur að dómari verði að gæta þess að efnisleg afstaða hans til málsins komi ekki fram fyrr en í dóminum sjálfum. Ummæli dómarans í tölvupóstsamskiptum við verjanda og sækjanda málsins gæfu því tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að ómerkja dóminn og vísa honum aftur heim í hérað til úrlausnar á ný. Þá taldi Landsréttur einnig ástæðu til að finna að samningu dómsins sjálfs. Dómsmál Heimilisofbeldi Dómstólar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Dómur héraðsdóms féll í september 2021. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa tekið hana hálstaki, ógnað með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana og hótað henni og tengdum aðilum lífláti og líkamsmeiðingum. Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi og til greiðslu 1,8 milljóna í miskabætur. Ríkissaksóknari áfrýjaði til Landsréttar og krafðist þyngri refsingar. Maðurinn krafðist hins vegar ómerkingar á dóminum og sagði héraðsdómara hafa verið búinn að taka afstöðu til sakarefnis málsins áður en málið var munnlega flutt. Því til stuðnings vísaði hann til tölvupóstsamskipta verjanda og dómarans í málinu. Hann taldi dómarann hafa verið búinn að ákveða sakfellingu, áður en aðalmeðferð fór fram. Tilefni tölvupóstsins var beiðni verjanda ákærða um að fresta aðalmeðferðinni. Það leist héraðsdómara ekki vel á: „Þá vek ég athygli á því að ákærði hefur alla vega að hluta til játað sök og virðast rannsóknargögn málsins styðja þær játningar. Mér er til efs að málsvörn ákærða geti orðið til þess að hann geti horfið frá þessum játningum á trúverðugan hátt. Þá hefur ákærða ítrekað verið gert að sæta nálgunarbanni gagnvart einum brotaþolanum og bendir það nú til þess að ákæran eigi alla vega að hluta til við rök að styðjast,“ sagði héraðsdómari meðal annars í tölvupóstinum umþrætta. Aftur heim í hérað Við úrlausn málsins leit Landsréttur til stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar lagt væri mat á hæfi dómara verði að tryggja að dómari sé ekki aðeins óhlutdrægur, heldur verði einnig að tryggja traust almennings ef réttmæt tortryggni gæti risið um óhlutdrægni dómstóla. Sé réttmætur vafi til staðar bæri dómaranum að víkja. Þá sagði Landsréttur enn fremur að dómari verði að gæta þess að efnisleg afstaða hans til málsins komi ekki fram fyrr en í dóminum sjálfum. Ummæli dómarans í tölvupóstsamskiptum við verjanda og sækjanda málsins gæfu því tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að ómerkja dóminn og vísa honum aftur heim í hérað til úrlausnar á ný. Þá taldi Landsréttur einnig ástæðu til að finna að samningu dómsins sjálfs.
Dómsmál Heimilisofbeldi Dómstólar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira