Umfjöllun: ÍBV - Stjarnan 30-24 | Sannfærandi Eyjasigur gegn Stjörnunni Einar Kárason skrifar 14. febrúar 2023 17:16 Birna Berg skoraði sex mörk. Vísir/Diego ÍBV og Stjarnan sátu í 2. og 3. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta fyrir uppgjör liðanna í Eyjum í kvöld og því mátti búast við hörkuleik en frábær síðari hálfleikur skóp sannfærandi sigur Eyjastúlkna, 30-24. Gestirnir úr Garðabænum byrjuðu með boltann í fyrri hálfleik en það voru heimastúlkur sem skoruðu fyrsta markið. Stjörnustúlkur jöfnuðu metin og þannig spilaðist systurpartur fyrri hálfleiks. Hart var tekist á og fengu ÍBV fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik á móti tveimur gestanna. Spennustigið var hátt sem endurspeglaðist í töpuðum boltum og illa nýttum færum. Eyjamær voru yfir megnið af fyrri þrjátíu mínútunum og komust mest fjórum mörkum yfir í stöðunni 13-9 þegar skammt var eftir af hálfleiknum. Þegar hálfleiksbjallan glumdi var munurinn þrjú mörk, 14-11, og bjuggust flestir við spennandi síðari hálfleik. ÍBV hóf síðari hálfleikinn af krafti og um miðbik hálfleiksins höfðu þær nánast gert út um leikinn. Stjörnuliðið átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum í netið hjá sterkri Eyjavörn og markvörslu. Á fyrstu fimmtán mínútum hálfleiksins skoraði Eyjaliðið tíu mörk gegn þremur og munurinn orðinn tíu mörk. Stjörnustúlkum tókst að saxa eilítið á forskot ÍBV þegar líða tók á hálfleikinn en niðurstaðan var sannfærandi sex marka sigur Eyjastúlkna. Af hverju vann ÍBV? Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik kom Eyjaliðið fljúgandi inn í síðari hálfleikinn. Útrýmdu öllum tæknifeilum sem öftruðu liðinu í fyrri hálfleiknum og buðu upp á stórgóðan sóknarleik ásamt því að vörnin stóð vaktina af prýði og markvarslan alls ekki síðri. Hverjar stóðu upp úr? Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst allra með sex mörk. Henni næstar voru Harpa Valey Gylfadóttir og Sunna Jónsdóttir með fimm. Marta Wawrzynkowska varði fimmtán bolta í marki ÍBV. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Stjörnuna, þar af þrjú úr vítum. Anna Karen Hansdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir komu boltanum sömuleiðis fjórum sinnum í netið. Darija Zecevic varði tíu bolta. Hvað gekk illa? Stjarnan fór illa með urmul góðra færa ásamt því að tapa boltanum nokkrum sinnum klaufalega. Einnig gekk þeim afar illa að nýta þær sóknir þar sem þær voru einum, jafnvel tveimur, fleiri á vellinum. Hvað gerist næst? ÍBV fer í Kópavoginn og eiga þar leik við HK á laugardaginn næstkomandi en þann sama dag fær Stjarnan KA/Þór í heimsókn í Garðabæinn. Olís-deild kvenna Stjarnan ÍBV
ÍBV og Stjarnan sátu í 2. og 3. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta fyrir uppgjör liðanna í Eyjum í kvöld og því mátti búast við hörkuleik en frábær síðari hálfleikur skóp sannfærandi sigur Eyjastúlkna, 30-24. Gestirnir úr Garðabænum byrjuðu með boltann í fyrri hálfleik en það voru heimastúlkur sem skoruðu fyrsta markið. Stjörnustúlkur jöfnuðu metin og þannig spilaðist systurpartur fyrri hálfleiks. Hart var tekist á og fengu ÍBV fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik á móti tveimur gestanna. Spennustigið var hátt sem endurspeglaðist í töpuðum boltum og illa nýttum færum. Eyjamær voru yfir megnið af fyrri þrjátíu mínútunum og komust mest fjórum mörkum yfir í stöðunni 13-9 þegar skammt var eftir af hálfleiknum. Þegar hálfleiksbjallan glumdi var munurinn þrjú mörk, 14-11, og bjuggust flestir við spennandi síðari hálfleik. ÍBV hóf síðari hálfleikinn af krafti og um miðbik hálfleiksins höfðu þær nánast gert út um leikinn. Stjörnuliðið átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum í netið hjá sterkri Eyjavörn og markvörslu. Á fyrstu fimmtán mínútum hálfleiksins skoraði Eyjaliðið tíu mörk gegn þremur og munurinn orðinn tíu mörk. Stjörnustúlkum tókst að saxa eilítið á forskot ÍBV þegar líða tók á hálfleikinn en niðurstaðan var sannfærandi sex marka sigur Eyjastúlkna. Af hverju vann ÍBV? Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik kom Eyjaliðið fljúgandi inn í síðari hálfleikinn. Útrýmdu öllum tæknifeilum sem öftruðu liðinu í fyrri hálfleiknum og buðu upp á stórgóðan sóknarleik ásamt því að vörnin stóð vaktina af prýði og markvarslan alls ekki síðri. Hverjar stóðu upp úr? Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst allra með sex mörk. Henni næstar voru Harpa Valey Gylfadóttir og Sunna Jónsdóttir með fimm. Marta Wawrzynkowska varði fimmtán bolta í marki ÍBV. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Stjörnuna, þar af þrjú úr vítum. Anna Karen Hansdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir komu boltanum sömuleiðis fjórum sinnum í netið. Darija Zecevic varði tíu bolta. Hvað gekk illa? Stjarnan fór illa með urmul góðra færa ásamt því að tapa boltanum nokkrum sinnum klaufalega. Einnig gekk þeim afar illa að nýta þær sóknir þar sem þær voru einum, jafnvel tveimur, fleiri á vellinum. Hvað gerist næst? ÍBV fer í Kópavoginn og eiga þar leik við HK á laugardaginn næstkomandi en þann sama dag fær Stjarnan KA/Þór í heimsókn í Garðabæinn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti