„Öll ástin kom, þó að hjartað hans hafi ekki slegið“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 07:00 Hildur segir sorgarferlið taka tíma, og það sé nauðsynlegt að gefa því þann tíma sem þarf. Skjáskot/Youtube „Mér fannst ég strax sjá einhverja kunnuglega svipi og maður var að lesa í allskonar, hvernig puttarnir og tásurnar hans voru, og litli nebbinn,“ segir Hildur Grímsdóttir en hún var komin 25 vikur á leið með sitt þriðja barn þegar í ljós kom að það var enginn hjartsláttur. Litli drengurinn fékk nafnið Hergeir Þór. Hildur er á meðal foreldra sem deila reynslusögu sinni í röð myndskeiða á vegum Gleym mér ei – styrktarfélags til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Fann ekki hreyfingar Hergeir Þór var þriðja barn Hildar en fyrsta barn eiginmanns hennar. Meðgangan var sögn Hildar mikill rússíbani. „Það eru gerð ákveðin mistök og það lítur út fyrir að það sé dulið fósturlát. Þannig að þá er eins og við höfum misst hann í fyrsta skiptið. Svo kemur í ljós að svo er ekki. Það eru ótrúlega skrítnar tilfinningar, að vera búin að missa, svo er maður ekki búinn að missa. Og svo tekur tíma að treysta ferlinu. Þegar við erum síðan kominn á þann stað að við erum svona rólegri í hjartanu, allt lítur vel út og svona, þá koma aftur áföll.“ Í ljós kom að Hildur var með legvatnsleka en hún segist engu að síður hafa haldið í vonina um að allt yrði í lagi. „En svo kemur í ljós að af því að ég var með þennan legvatnsleka þá fann ég ekki hreyfingar. Og þá er svo erfitt að finna að það sé ennþá allt í lagi, þannig að ég var aldrei viss. Ég var með einhverja rosalega slæma tilfinningu þennan dag og mig vantaði að láta hlusta, bara vita að það væri í lagi. Ég fer og læt hlusta og það finnst ekki hjartsláttur.“ Hildur og eiginmaður hennar voru í kjölfarið send á Landspítalann þar sem þau hittu aðra ljósmóður sem staðfesti að enginn hjartsláttur væri til staðar. Einnig tók á móti þeim sérfræðilæknir. „Við vorum að koma frá Selfossi og okkur langaði ekkert að fara aftur heim. Okkur var boðið að bíða þarna inni í herbergi. Það var fundin stofa og þetta fór strax í ferli. Við hittum strax annan lækni sem útskýrði þetta fyrir okkur og það kom prestur af spítalanum. Mér fannst ferlið teyma okkur svolítið áfram.“ Undirbúningurinn mikilvægur Hildur var í kjölfarið gangsett og hún segir það í raun ekki hafa verið slæmt að það hafi tekið svolítinn tíma að koma fæðingunni af stað. „Það gaf okkur tækifæri til þess að melta þetta aðeins. Við fengum alveg heilan dag þar sem við gátum fengið eldri strákana okka til okkarr, þeir gátu komið í heimsókn inni á stofu. Og melta þetta svolítið áður en hann kom. Maður var aðeins búin að „lenda“ ef það er hægt að orða þetta þannig.“ Að lokum var komið að fæðingunni. Hildur segist vera „smá forréttindapési“ en hún bjó að því að eiga móður sem er ljósmóðir. „Hún hafði tekið á móti eldri strákunum mínum tveimur og ætlaði bara að fá að vera amma núna. Hún var náttúrlega líka að missa litla barnabarnið sitt. En þetta gaf henni líka tíma til að finna að hana langaði að taka þátt. Við vorum með aðra yndislega ljósmóður með okkur líka. Þær undirbjuggu okkur rosalega vel.“ Hildur segir undirbúninginn hafa hjálpað þeim fyrir komu Hergeirs, sem var mjög ungur og lítill þegar hann kom í heiminn, enda einungis 25 vikna gamall. Sjokkið við að sjá Hergeir varð að sögn Hildar minna. „Mér finnst það hafa verið mikilvægt, þessi undirbúningur, og fá hann svo bara beint í fangið. Það mikilvægasta af öllu. Alveg eins og þegar ég fékk hina strákana mína í fangið. Hann var bara litla barnið mitt,“ segir Hildur. Hún segist hafa elskað son sinn skilyrðislaust og það breytti engu að hjartað hans sló ekki. Það kom alveg strax í allri sorginni, það kom ást og góð tilfinning. Það er svo merkilegt, að maður upplifir líka einhverskonar hamingjutilfinningar. Við fengum að hafa hann hjá okkur eins og okkur langaði, það var engin pressa. Hildur segir vel hafa verið búið um Hergeir í kælivöggu, og þar var hann með teppi sem fjölskyldan fékk svo að halda eftir. Fjölskyldan dvaldi á spítalanum í tvær nætur, og fékk að hafa Hergeir hjá sér allan tímann. Hildur segir að þetta hafi verið undarlegur tími. Hergeir var hjá þeim í vöggunni á meðan þau borðuðu, horfðu á sjónvarpið og gerðu aðra hversdagslega hluti. „Fjölskyldan kom til okkar og við gáfum honum nafn og áttum svona fallega stund saman.“ Nafn litla drengsins, Hergeir Þór var sögn Hildar komið til af ástæðu. „Ótrúlega stórt og mikið nafn fyrir lítinn strák en okkur fannst það passa vel við þessa mögnuðu sögu sem hann átti, í gegnum meðgöngu og tók smá tíma að búa hann til.“ Einn dagur í einu Hildur segir sorgarferlið taka tíma, og það sé nauðsynlegt að gefa því þann tíma sem þarf. Þá sé nauðsynlegt að fá aðstoð, leita í öryggi hjá einhverjum sem maður treystir, hvort sem það er einhver nákominn eða fagaðili. „En það er ljós á leiðinni og maður sér það kannski ekki strax. En maður þarf bara að byrja á að komast í gegnum fyrsta daginn. Svo næsta dag. Þetta eru ekki einu sinni dagar, stundum eru þetta bara andardrættir. Stundum þarf maður bara að einbeita sér að því að draga andann og leyfa tímanum að leiða sig áfram.“ Hún segir lífsreynslu af þessu tagi fá fólk til að horfa öðrum augum á lífið. „Þetta kennir manni auðvitað rosalega mikið, og þetta hægir á manni líka að einhverju leyti. Það eru hlutir sem skipta minna máli. Maður horfir kanski sterkara í gildin sín og hvað það er sem skiptir mann raunverulega máli í lífinu. Mér finnst það hafa kennt okkur kannski það, að við sem fjölskylda erum það sem skiptir máli. Allt annað kemur eftir á.“ Hér má finna fleiri myndskeið á vegum Gleym mér ei þar sem foreldrar deila sögu sinni af barnsmissi í fæðingu eða á meðgöngu. Vilja að minning barna sinna lifi Gleym mér ei styrktarfélag fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli. Félagið var stofnað árið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Reynsla af missi á meðgöngu leiddi þær saman með það að markmiði að styðja fjölskyldur sem standa í þessum erfiðu sporum. Nú þegar 10 ár eru liðin frá stofnun félagsins verður efnt til ráðstefnu um missi í barneignarferlinu. Ráðstefnan er ætluð heilbrigðisstarfsfólki og haldin í samstarfi við Háskóla Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala og Ljósmæðrafélag Íslands. Félagið vill leggja sitt af mörkum til forvarnastarfs ásamt því að auka þekkingu og skilning þeirra fagaðila og starfsfólks sem annast fjölskyldur sem missa á meðgöngu, í fæðingu og á fyrstu mánuðum lífs. Myndskeiðin þar sem foreldrar deila sögum sínum voru tekin upp á síðasta ári og birt nú á dögunum. Að sögn Ingunnar Sifjar Höskuldsdóttur hjá Gleym mér ei er tilgangur myndskeiðanna tvíþættur. „Í fyrsta lagi hefur það sýnt sig að reynslusögur annarra foreldra hjálpa hvað mest þegar fólk stendur frammi fyrir því verkefni að læra að lifa með missi barns. Það gefur von og styrk að spegla sig í tilfinningum annarra og eignast fyrirmyndir í því sem framundan er. Þessar sögur hjálpa að auki oft foreldrum af fyrri kynslóðum sem fengu ekki að vinna úr missinum á sínum tíma. Í öðru lagi er mikilvægt að félagið vinni að því að auka rýmið í samfélaginu fyrir sorgina sem fylgir missi eins og þessum. Skilningur þeirra sem ekki hafa staðið í þessum sporum er mikilvægur og dýrmætur. Við trúum því að sorg sem fær það pláss sem hún þarf fái miklu frekar heilbrigða úrvinnslu.“ Ingunn segir Gleym mér ei hafa notið mikils stuðnings og velvildar alveg frá fyrsta degi. „Það hefur alltaf gengið vel að fá fólkið okkar til þess að deila reynslu sinni og við gerð myndbandanna var engin undantekning þar á. Flestum foreldrum er afar mikilvægt að minning barna þeirra lifi og það að deila sögunum þeirra á þennan hátt er einn þáttur í því.“ Heimasíða Gleym mér ei. Facebook síða Gley mér ei. Instagramsíða Gleym mér ei. Ástin og lífið Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég held að engin móðir vilji nokkurn tímann upplifa þetta“ „Það sem mér finnst sárast í þessu er þegar fólk talar í kringum þetta, og vill ekki ræða þetta, af því að það heldur að það sé að særa mig. En það er akkúrat öfugt,“ segir Harpa Þöll Gísladóttir sem varð fyrir miklu áfalli þegar Þröstur sonur hennar fæddist andvana á tuttugustu viku meðgöngu. Hún segir reynsluna hafa verið lífsmarkandi. 11. febrúar 2023 10:00 „Það kom tiltölulega fljótt í ljós að það var enginn hjartsláttur“ „Sorg, allvega eins og ég upplifi hana, fer svo mikið í að hugsa um hvað hefði orðið. Hvað tækifæri við áttum varðandi framtíðina. Og þó við hefðum aldrei fengið að halda á honum lifandi, þá vorum við byrjuð að plana, við vorum búin að sjá fyrir okkur í höfðinu hvernig lífið yrði. Alls konar væntingar og vonir, sem urðu svo ekki,“ segir Jón Þór Sturluson. 31. janúar 2023 17:44 „Það var ekkert sem tók við, hann dó um leið“ „Ég er meira og meira að reyna að hugsa um tímana sem við áttum með honum áður en hann greindist með hjartagallann. Það var yndislegur tími, og eitthvað svo saklaus. Og ég sakna pínu sakleysisins, að upplifa þessa saklausu hamingju,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir. 2. febrúar 2023 22:13 „Mér fannst þetta einhvern veginn breyta í mér erfðaefninu“ „Mér fannst einhver veginn eins og við kæmust aldrei í gengum þessa nótt. Fyrstu mínúturnar og klukkutímana þá er maður er bara einhvern veginn að reyna að lifa af,“ segir Freyr Eyjólfsson. Freyr og Hólmfríður Anna Baldursdóttir eiginkona hans upplifðu gífurlegt áfall þegar sonur þeirra Eldar fæddist andvana, á 34. viku meðgöngu. 28. janúar 2023 08:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Hildur er á meðal foreldra sem deila reynslusögu sinni í röð myndskeiða á vegum Gleym mér ei – styrktarfélags til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Fann ekki hreyfingar Hergeir Þór var þriðja barn Hildar en fyrsta barn eiginmanns hennar. Meðgangan var sögn Hildar mikill rússíbani. „Það eru gerð ákveðin mistök og það lítur út fyrir að það sé dulið fósturlát. Þannig að þá er eins og við höfum misst hann í fyrsta skiptið. Svo kemur í ljós að svo er ekki. Það eru ótrúlega skrítnar tilfinningar, að vera búin að missa, svo er maður ekki búinn að missa. Og svo tekur tíma að treysta ferlinu. Þegar við erum síðan kominn á þann stað að við erum svona rólegri í hjartanu, allt lítur vel út og svona, þá koma aftur áföll.“ Í ljós kom að Hildur var með legvatnsleka en hún segist engu að síður hafa haldið í vonina um að allt yrði í lagi. „En svo kemur í ljós að af því að ég var með þennan legvatnsleka þá fann ég ekki hreyfingar. Og þá er svo erfitt að finna að það sé ennþá allt í lagi, þannig að ég var aldrei viss. Ég var með einhverja rosalega slæma tilfinningu þennan dag og mig vantaði að láta hlusta, bara vita að það væri í lagi. Ég fer og læt hlusta og það finnst ekki hjartsláttur.“ Hildur og eiginmaður hennar voru í kjölfarið send á Landspítalann þar sem þau hittu aðra ljósmóður sem staðfesti að enginn hjartsláttur væri til staðar. Einnig tók á móti þeim sérfræðilæknir. „Við vorum að koma frá Selfossi og okkur langaði ekkert að fara aftur heim. Okkur var boðið að bíða þarna inni í herbergi. Það var fundin stofa og þetta fór strax í ferli. Við hittum strax annan lækni sem útskýrði þetta fyrir okkur og það kom prestur af spítalanum. Mér fannst ferlið teyma okkur svolítið áfram.“ Undirbúningurinn mikilvægur Hildur var í kjölfarið gangsett og hún segir það í raun ekki hafa verið slæmt að það hafi tekið svolítinn tíma að koma fæðingunni af stað. „Það gaf okkur tækifæri til þess að melta þetta aðeins. Við fengum alveg heilan dag þar sem við gátum fengið eldri strákana okka til okkarr, þeir gátu komið í heimsókn inni á stofu. Og melta þetta svolítið áður en hann kom. Maður var aðeins búin að „lenda“ ef það er hægt að orða þetta þannig.“ Að lokum var komið að fæðingunni. Hildur segist vera „smá forréttindapési“ en hún bjó að því að eiga móður sem er ljósmóðir. „Hún hafði tekið á móti eldri strákunum mínum tveimur og ætlaði bara að fá að vera amma núna. Hún var náttúrlega líka að missa litla barnabarnið sitt. En þetta gaf henni líka tíma til að finna að hana langaði að taka þátt. Við vorum með aðra yndislega ljósmóður með okkur líka. Þær undirbjuggu okkur rosalega vel.“ Hildur segir undirbúninginn hafa hjálpað þeim fyrir komu Hergeirs, sem var mjög ungur og lítill þegar hann kom í heiminn, enda einungis 25 vikna gamall. Sjokkið við að sjá Hergeir varð að sögn Hildar minna. „Mér finnst það hafa verið mikilvægt, þessi undirbúningur, og fá hann svo bara beint í fangið. Það mikilvægasta af öllu. Alveg eins og þegar ég fékk hina strákana mína í fangið. Hann var bara litla barnið mitt,“ segir Hildur. Hún segist hafa elskað son sinn skilyrðislaust og það breytti engu að hjartað hans sló ekki. Það kom alveg strax í allri sorginni, það kom ást og góð tilfinning. Það er svo merkilegt, að maður upplifir líka einhverskonar hamingjutilfinningar. Við fengum að hafa hann hjá okkur eins og okkur langaði, það var engin pressa. Hildur segir vel hafa verið búið um Hergeir í kælivöggu, og þar var hann með teppi sem fjölskyldan fékk svo að halda eftir. Fjölskyldan dvaldi á spítalanum í tvær nætur, og fékk að hafa Hergeir hjá sér allan tímann. Hildur segir að þetta hafi verið undarlegur tími. Hergeir var hjá þeim í vöggunni á meðan þau borðuðu, horfðu á sjónvarpið og gerðu aðra hversdagslega hluti. „Fjölskyldan kom til okkar og við gáfum honum nafn og áttum svona fallega stund saman.“ Nafn litla drengsins, Hergeir Þór var sögn Hildar komið til af ástæðu. „Ótrúlega stórt og mikið nafn fyrir lítinn strák en okkur fannst það passa vel við þessa mögnuðu sögu sem hann átti, í gegnum meðgöngu og tók smá tíma að búa hann til.“ Einn dagur í einu Hildur segir sorgarferlið taka tíma, og það sé nauðsynlegt að gefa því þann tíma sem þarf. Þá sé nauðsynlegt að fá aðstoð, leita í öryggi hjá einhverjum sem maður treystir, hvort sem það er einhver nákominn eða fagaðili. „En það er ljós á leiðinni og maður sér það kannski ekki strax. En maður þarf bara að byrja á að komast í gegnum fyrsta daginn. Svo næsta dag. Þetta eru ekki einu sinni dagar, stundum eru þetta bara andardrættir. Stundum þarf maður bara að einbeita sér að því að draga andann og leyfa tímanum að leiða sig áfram.“ Hún segir lífsreynslu af þessu tagi fá fólk til að horfa öðrum augum á lífið. „Þetta kennir manni auðvitað rosalega mikið, og þetta hægir á manni líka að einhverju leyti. Það eru hlutir sem skipta minna máli. Maður horfir kanski sterkara í gildin sín og hvað það er sem skiptir mann raunverulega máli í lífinu. Mér finnst það hafa kennt okkur kannski það, að við sem fjölskylda erum það sem skiptir máli. Allt annað kemur eftir á.“ Hér má finna fleiri myndskeið á vegum Gleym mér ei þar sem foreldrar deila sögu sinni af barnsmissi í fæðingu eða á meðgöngu. Vilja að minning barna sinna lifi Gleym mér ei styrktarfélag fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli. Félagið var stofnað árið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Reynsla af missi á meðgöngu leiddi þær saman með það að markmiði að styðja fjölskyldur sem standa í þessum erfiðu sporum. Nú þegar 10 ár eru liðin frá stofnun félagsins verður efnt til ráðstefnu um missi í barneignarferlinu. Ráðstefnan er ætluð heilbrigðisstarfsfólki og haldin í samstarfi við Háskóla Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala og Ljósmæðrafélag Íslands. Félagið vill leggja sitt af mörkum til forvarnastarfs ásamt því að auka þekkingu og skilning þeirra fagaðila og starfsfólks sem annast fjölskyldur sem missa á meðgöngu, í fæðingu og á fyrstu mánuðum lífs. Myndskeiðin þar sem foreldrar deila sögum sínum voru tekin upp á síðasta ári og birt nú á dögunum. Að sögn Ingunnar Sifjar Höskuldsdóttur hjá Gleym mér ei er tilgangur myndskeiðanna tvíþættur. „Í fyrsta lagi hefur það sýnt sig að reynslusögur annarra foreldra hjálpa hvað mest þegar fólk stendur frammi fyrir því verkefni að læra að lifa með missi barns. Það gefur von og styrk að spegla sig í tilfinningum annarra og eignast fyrirmyndir í því sem framundan er. Þessar sögur hjálpa að auki oft foreldrum af fyrri kynslóðum sem fengu ekki að vinna úr missinum á sínum tíma. Í öðru lagi er mikilvægt að félagið vinni að því að auka rýmið í samfélaginu fyrir sorgina sem fylgir missi eins og þessum. Skilningur þeirra sem ekki hafa staðið í þessum sporum er mikilvægur og dýrmætur. Við trúum því að sorg sem fær það pláss sem hún þarf fái miklu frekar heilbrigða úrvinnslu.“ Ingunn segir Gleym mér ei hafa notið mikils stuðnings og velvildar alveg frá fyrsta degi. „Það hefur alltaf gengið vel að fá fólkið okkar til þess að deila reynslu sinni og við gerð myndbandanna var engin undantekning þar á. Flestum foreldrum er afar mikilvægt að minning barna þeirra lifi og það að deila sögunum þeirra á þennan hátt er einn þáttur í því.“ Heimasíða Gleym mér ei. Facebook síða Gley mér ei. Instagramsíða Gleym mér ei.
Ástin og lífið Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég held að engin móðir vilji nokkurn tímann upplifa þetta“ „Það sem mér finnst sárast í þessu er þegar fólk talar í kringum þetta, og vill ekki ræða þetta, af því að það heldur að það sé að særa mig. En það er akkúrat öfugt,“ segir Harpa Þöll Gísladóttir sem varð fyrir miklu áfalli þegar Þröstur sonur hennar fæddist andvana á tuttugustu viku meðgöngu. Hún segir reynsluna hafa verið lífsmarkandi. 11. febrúar 2023 10:00 „Það kom tiltölulega fljótt í ljós að það var enginn hjartsláttur“ „Sorg, allvega eins og ég upplifi hana, fer svo mikið í að hugsa um hvað hefði orðið. Hvað tækifæri við áttum varðandi framtíðina. Og þó við hefðum aldrei fengið að halda á honum lifandi, þá vorum við byrjuð að plana, við vorum búin að sjá fyrir okkur í höfðinu hvernig lífið yrði. Alls konar væntingar og vonir, sem urðu svo ekki,“ segir Jón Þór Sturluson. 31. janúar 2023 17:44 „Það var ekkert sem tók við, hann dó um leið“ „Ég er meira og meira að reyna að hugsa um tímana sem við áttum með honum áður en hann greindist með hjartagallann. Það var yndislegur tími, og eitthvað svo saklaus. Og ég sakna pínu sakleysisins, að upplifa þessa saklausu hamingju,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir. 2. febrúar 2023 22:13 „Mér fannst þetta einhvern veginn breyta í mér erfðaefninu“ „Mér fannst einhver veginn eins og við kæmust aldrei í gengum þessa nótt. Fyrstu mínúturnar og klukkutímana þá er maður er bara einhvern veginn að reyna að lifa af,“ segir Freyr Eyjólfsson. Freyr og Hólmfríður Anna Baldursdóttir eiginkona hans upplifðu gífurlegt áfall þegar sonur þeirra Eldar fæddist andvana, á 34. viku meðgöngu. 28. janúar 2023 08:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
„Ég held að engin móðir vilji nokkurn tímann upplifa þetta“ „Það sem mér finnst sárast í þessu er þegar fólk talar í kringum þetta, og vill ekki ræða þetta, af því að það heldur að það sé að særa mig. En það er akkúrat öfugt,“ segir Harpa Þöll Gísladóttir sem varð fyrir miklu áfalli þegar Þröstur sonur hennar fæddist andvana á tuttugustu viku meðgöngu. Hún segir reynsluna hafa verið lífsmarkandi. 11. febrúar 2023 10:00
„Það kom tiltölulega fljótt í ljós að það var enginn hjartsláttur“ „Sorg, allvega eins og ég upplifi hana, fer svo mikið í að hugsa um hvað hefði orðið. Hvað tækifæri við áttum varðandi framtíðina. Og þó við hefðum aldrei fengið að halda á honum lifandi, þá vorum við byrjuð að plana, við vorum búin að sjá fyrir okkur í höfðinu hvernig lífið yrði. Alls konar væntingar og vonir, sem urðu svo ekki,“ segir Jón Þór Sturluson. 31. janúar 2023 17:44
„Það var ekkert sem tók við, hann dó um leið“ „Ég er meira og meira að reyna að hugsa um tímana sem við áttum með honum áður en hann greindist með hjartagallann. Það var yndislegur tími, og eitthvað svo saklaus. Og ég sakna pínu sakleysisins, að upplifa þessa saklausu hamingju,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir. 2. febrúar 2023 22:13
„Mér fannst þetta einhvern veginn breyta í mér erfðaefninu“ „Mér fannst einhver veginn eins og við kæmust aldrei í gengum þessa nótt. Fyrstu mínúturnar og klukkutímana þá er maður er bara einhvern veginn að reyna að lifa af,“ segir Freyr Eyjólfsson. Freyr og Hólmfríður Anna Baldursdóttir eiginkona hans upplifðu gífurlegt áfall þegar sonur þeirra Eldar fæddist andvana, á 34. viku meðgöngu. 28. janúar 2023 08:00