Hafði áhyggjur af því að þjálfarinn myndi fá hjartaáfall og deyja á bekknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 23:31 Guðjón Valur Sigurðsson og Nikolaj Jakobsen fallast í faðma eftir leik árið 2019. Photo by Michael Deines/picture alliance via Getty Images Guðjón Valur Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, fer ýtarlega yfir feril sinn á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins í grein sem birtist fyrr í dag. Þar minnist hann meðal annars tíma síns hjá Rhein-Neckar Löwen þegar Daninn Nikolaj Jakobsen stýrði liðinu. Greinin ber heitið „This is me: Guðjón Valur Sigurðsson“ en þar rekur hann feril sinn í heild sinni, frá því að hann hóf meistaraflokksferilinn með Gróttu og þar til skórnir fóru á hilluna rúmum tuttugu árum síðar eftir að hafa leikið með liðum á borð við Barcelona, Kiel og PSG. Hann er í dag þjálfari síns fyrrum félags, Gummersbach, og fer einnig stuttlega yfir tíma sinn hingað til þar. Guðjón var í tvígang á mála hjá þýska stórveldinu Rhein-Neckar Löwen. Í fyrra skiptið lék hann í þrjú ár með félaginu frá árinu 2008 til 2011 og seinna skiptið var hann einnig leikmaður liðsins í þrjú ár frá 2016 til 2019. Í greininni segir Guðjón til að mynda frá því þegar hann gekk í raðir Ljónanna í seinna skiptið, en þá var Nikolaj Jakobsen, núverandi landsliðsþjálfari Danmerkur, þjálfari liðsins. „Nikolaj Jakobsen hringdi í mig til að athuga hvort ég vildi snúa aftur til Rhein-Neckar Löwen þar sem goðsögn félagsins, Uwe Gensheimer, hafði fært sig yfir til Parísar. Ég skrifaði undir þriggja ára samning, og í þetta skipti var þetta allt öðruvísi,“ segir Guðjón. Guðjón Valur fagnar marki fyrir Rhein-Neckar Löwen gegn Kiel í þýska bikarnum árið 2017.Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images „Það er gott að búa á þessu svæði. Klúbburinn er skipulagður af mikilli fagmennsku og með leikmenn eins og Andy Schmid, Andreas Palicka, Kim Ekdahl du Rietz, Alexander Petterson, Mikael Appelgren, Patrick Groetzki, Gedeon Guardiola og Hendrik Pekeler skemmtum við okkur vel og náðum góðum árangri. Við urðum þýskir meistarar árið 2017 og bundum loks enda á bikarbölvunina þegar Löwen vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil árið 2018 í tíundu tilraun.“ „Nikolaj var einn af mínum uppáhalds þjálfurum frá upphafi, þrátt fyrir að strax í byrjun lenti okkur saman og við vorum næstum farnir að rífast þar sem hann er maður sem getur gjörsamlega sprungið á hliðarlínunni, sem og utanvallar. Stundum höfðum við virkilegar áhyggjur af því að hann myndi fá hjartaáfall og deyja í miðjum leik. En Nikolaj er maður með hjartað á réttum stað og ótrúlega þekkingu á taktík.“ Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Greinin ber heitið „This is me: Guðjón Valur Sigurðsson“ en þar rekur hann feril sinn í heild sinni, frá því að hann hóf meistaraflokksferilinn með Gróttu og þar til skórnir fóru á hilluna rúmum tuttugu árum síðar eftir að hafa leikið með liðum á borð við Barcelona, Kiel og PSG. Hann er í dag þjálfari síns fyrrum félags, Gummersbach, og fer einnig stuttlega yfir tíma sinn hingað til þar. Guðjón var í tvígang á mála hjá þýska stórveldinu Rhein-Neckar Löwen. Í fyrra skiptið lék hann í þrjú ár með félaginu frá árinu 2008 til 2011 og seinna skiptið var hann einnig leikmaður liðsins í þrjú ár frá 2016 til 2019. Í greininni segir Guðjón til að mynda frá því þegar hann gekk í raðir Ljónanna í seinna skiptið, en þá var Nikolaj Jakobsen, núverandi landsliðsþjálfari Danmerkur, þjálfari liðsins. „Nikolaj Jakobsen hringdi í mig til að athuga hvort ég vildi snúa aftur til Rhein-Neckar Löwen þar sem goðsögn félagsins, Uwe Gensheimer, hafði fært sig yfir til Parísar. Ég skrifaði undir þriggja ára samning, og í þetta skipti var þetta allt öðruvísi,“ segir Guðjón. Guðjón Valur fagnar marki fyrir Rhein-Neckar Löwen gegn Kiel í þýska bikarnum árið 2017.Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images „Það er gott að búa á þessu svæði. Klúbburinn er skipulagður af mikilli fagmennsku og með leikmenn eins og Andy Schmid, Andreas Palicka, Kim Ekdahl du Rietz, Alexander Petterson, Mikael Appelgren, Patrick Groetzki, Gedeon Guardiola og Hendrik Pekeler skemmtum við okkur vel og náðum góðum árangri. Við urðum þýskir meistarar árið 2017 og bundum loks enda á bikarbölvunina þegar Löwen vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil árið 2018 í tíundu tilraun.“ „Nikolaj var einn af mínum uppáhalds þjálfurum frá upphafi, þrátt fyrir að strax í byrjun lenti okkur saman og við vorum næstum farnir að rífast þar sem hann er maður sem getur gjörsamlega sprungið á hliðarlínunni, sem og utanvallar. Stundum höfðum við virkilegar áhyggjur af því að hann myndi fá hjartaáfall og deyja í miðjum leik. En Nikolaj er maður með hjartað á réttum stað og ótrúlega þekkingu á taktík.“
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira