Háhyrning rak á land á Reykjanesskaga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2023 22:17 Um er að ræða kvendýr sem er um sex metrar að lengd. Sölvi R. Vignisson Háhyrning rak á land á Reykjanesskaga á dögunum. Líffræðingur segir ekki sérstaklega algengt að slík dýr finnist í fjörum landsins. Um er að ræða um það bil sex metra langt kvendýr, sem hefur verið dautt í nokkra daga, að sögn Sölva R. Vignissonar, líffræðings hjá þekkingarsetri Suðurnesja. Hann fór og skoðaði dýrið og myndaði fyrr í dag. „Ég fékk meldingu frá manni sem er staðkunnugur þarna. Þetta var í Ósabotnum, sem er norðan Hafna á Reykjanesi. Ég fór og tékkaði á þessu og lét Hafrannsóknarstofnun vita en hún vaktar hvalreka á Íslandi,“ segir Sölvi í samtali við fréttastofu. „Það var engin sjáanleg dánarorsök en dýrið var búið að veltast eitthvað um í fjörunni og líklega rekið á land fyrir nokkrum dögum. En það var frekar ferskt.“ Sölvi segir háhyrninga af og til reka á land, en það sé ekki sérstaklega algengt. Síðasta tilvik sem hann muni eftir hafi verið 2019, þegar háhyrning rak á land við Þórshöfn. Sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun fóru í dag og tóku sýni úr dýrinu til ýmiskonar rannsókna. Live from the field pic.twitter.com/evGBGxCslE— Sölvi R.Vignisson (@solvirunar) February 14, 2023 Víðförul dýr Sölvi nefnir einnig verkefni sem rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum stendur fyrir, þar sem fylgst er með ferðum einstakra dýra við Íslandsstrendur sem og annars staðar. „Það eru einstaklingar sem eru úr þessum íslenska stofni, aðallega dýr sem éta íslenska síld við strendur landsins. Þá eru bæði teymi þar og svo um borð í hvalaskoðunarskipum, sem taka myndir af bakugga og mynstri á baki dýranna til að geta greint einstaklingana og ferðir þeirra um heiminn,“ segir Sölvi og bætir við að vitað sé að háhyrningafjölskyldur sem hafi étið síld við strendur Íslands hafi einnig veitt seli við Skotlandsstrendur. Dýr Reykjanesbær Hvalir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Sjá meira
Um er að ræða um það bil sex metra langt kvendýr, sem hefur verið dautt í nokkra daga, að sögn Sölva R. Vignissonar, líffræðings hjá þekkingarsetri Suðurnesja. Hann fór og skoðaði dýrið og myndaði fyrr í dag. „Ég fékk meldingu frá manni sem er staðkunnugur þarna. Þetta var í Ósabotnum, sem er norðan Hafna á Reykjanesi. Ég fór og tékkaði á þessu og lét Hafrannsóknarstofnun vita en hún vaktar hvalreka á Íslandi,“ segir Sölvi í samtali við fréttastofu. „Það var engin sjáanleg dánarorsök en dýrið var búið að veltast eitthvað um í fjörunni og líklega rekið á land fyrir nokkrum dögum. En það var frekar ferskt.“ Sölvi segir háhyrninga af og til reka á land, en það sé ekki sérstaklega algengt. Síðasta tilvik sem hann muni eftir hafi verið 2019, þegar háhyrning rak á land við Þórshöfn. Sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun fóru í dag og tóku sýni úr dýrinu til ýmiskonar rannsókna. Live from the field pic.twitter.com/evGBGxCslE— Sölvi R.Vignisson (@solvirunar) February 14, 2023 Víðförul dýr Sölvi nefnir einnig verkefni sem rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum stendur fyrir, þar sem fylgst er með ferðum einstakra dýra við Íslandsstrendur sem og annars staðar. „Það eru einstaklingar sem eru úr þessum íslenska stofni, aðallega dýr sem éta íslenska síld við strendur landsins. Þá eru bæði teymi þar og svo um borð í hvalaskoðunarskipum, sem taka myndir af bakugga og mynstri á baki dýranna til að geta greint einstaklingana og ferðir þeirra um heiminn,“ segir Sölvi og bætir við að vitað sé að háhyrningafjölskyldur sem hafi étið síld við strendur Íslands hafi einnig veitt seli við Skotlandsstrendur.
Dýr Reykjanesbær Hvalir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Fleiri fréttir Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Sjá meira