Meðaldagvinnulaun upp á 650 þúsund í engu samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2023 07:51 Launin eru í engu samræmi við ábyrgðina, segir Félag íslenskra hjúkrunafræðinga. Vísir/Vilhelm Byrjunarlaun hjúkrunafræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun um 650 þúsund krónur. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindi frá Félagi íslenskra hjúkrunafræðinga, sem birt hefur verið á vef Alþingis. Þar segir að um sé að ræða upplýsingar sem velferðarnefnd þingsins óskaði eftir um launakjör hjúkrunarfræðinga. Í erindinu segir að ofangreind meðallaun séu „í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu, starfstengt álag og ábyrgð“. Þá er vísað til spurningar sem varpað var fram á dögunum í tengslum við umræðu um launakjör hjúkrunarfræðinga; hvað væri nóg? „Ekki var spurt hvaða vinna og álag lægi á bak við þessar greiðslur en stór þáttur í heildarlaunum hjúkrunarfræðinga er fyrir vinnu sem unnin er umfram hefðbundinn vinnutíma. Þannig var hlutfall dagvinnu af heildarlaunum í mars 2022 einungis 66% hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ríkinu. Hlutfall dagvinnu fer því lækkandi en árið 2017 var það 71% og 76% árið 2007,“ segir í erindinu. Í erindinu segist félagið kalla eftir því að ábyrgð hjúkrunarfræðinga verði metin til launa og vísað til niðurstöðu gerðardóms frá 2020, þar sem sagði meðal annars að um væri að ræða vanmetna kvennastétt hvað varðar laun og ábyrgð. „Sérstaklega á þetta við þegar horft er til þess að almennir hjúkrunarfræðingar eru gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá eru þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum,“ sagði í niðurstöðunni. Vitnað er til nýrrar könnunar þar sem tveir þriðju þátttakenda sögðust hafa íhugað að hætta störfum þótt svipað hlutfall væri ánægður með starfið. Þetta væri til marks um óásættanlegt starfsumhverfi. Þá hefðu greiðslur sjúkradagpeninga hátt í fjórfaldast á síðustu fimm árum. „Laun hjúkrunarfræðinga eru því ekki í samræmi við þá miklu ábyrgð og álag sem þeir hafa þurft að mæta í sínum störfum að undanförnu og er nauðsynlegt að það verði leiðrétt tafarlaust svo það skapist friður á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga,“ segir í erindinu. „Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir frekara brottfall úr starfi og fá aðra hjúkrunarfræðinga aftur til starfa sem hafa þegar hætt störfum. Eins og fram kemur í heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030 er þetta mikilvægt þar sem viðeigandi mönnun vegur þungt í öryggi sjúklinga og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.“ Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í erindi frá Félagi íslenskra hjúkrunafræðinga, sem birt hefur verið á vef Alþingis. Þar segir að um sé að ræða upplýsingar sem velferðarnefnd þingsins óskaði eftir um launakjör hjúkrunarfræðinga. Í erindinu segir að ofangreind meðallaun séu „í engu samræmi miðað við 4 til 6 ára háskólamenntun, yfir 20 ára starfsreynslu, starfstengt álag og ábyrgð“. Þá er vísað til spurningar sem varpað var fram á dögunum í tengslum við umræðu um launakjör hjúkrunarfræðinga; hvað væri nóg? „Ekki var spurt hvaða vinna og álag lægi á bak við þessar greiðslur en stór þáttur í heildarlaunum hjúkrunarfræðinga er fyrir vinnu sem unnin er umfram hefðbundinn vinnutíma. Þannig var hlutfall dagvinnu af heildarlaunum í mars 2022 einungis 66% hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ríkinu. Hlutfall dagvinnu fer því lækkandi en árið 2017 var það 71% og 76% árið 2007,“ segir í erindinu. Í erindinu segist félagið kalla eftir því að ábyrgð hjúkrunarfræðinga verði metin til launa og vísað til niðurstöðu gerðardóms frá 2020, þar sem sagði meðal annars að um væri að ræða vanmetna kvennastétt hvað varðar laun og ábyrgð. „Sérstaklega á þetta við þegar horft er til þess að almennir hjúkrunarfræðingar eru gjarnan í hlutverki teymisstjóra og samhæfingaraðila milli annarra fagstétta. Þá eru þeir ráðgefandi í framlínu og fyrsta snerting skjólstæðings í bráðatilfellum,“ sagði í niðurstöðunni. Vitnað er til nýrrar könnunar þar sem tveir þriðju þátttakenda sögðust hafa íhugað að hætta störfum þótt svipað hlutfall væri ánægður með starfið. Þetta væri til marks um óásættanlegt starfsumhverfi. Þá hefðu greiðslur sjúkradagpeninga hátt í fjórfaldast á síðustu fimm árum. „Laun hjúkrunarfræðinga eru því ekki í samræmi við þá miklu ábyrgð og álag sem þeir hafa þurft að mæta í sínum störfum að undanförnu og er nauðsynlegt að það verði leiðrétt tafarlaust svo það skapist friður á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga,“ segir í erindinu. „Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir frekara brottfall úr starfi og fá aðra hjúkrunarfræðinga aftur til starfa sem hafa þegar hætt störfum. Eins og fram kemur í heilbrigðisstefnu yfirvalda til 2030 er þetta mikilvægt þar sem viðeigandi mönnun vegur þungt í öryggi sjúklinga og gæðum heilbrigðisþjónustunnar.“
Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira