Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum beinum við sjónum okkar að sjálfsögðu mest að verkfallinu sem er að hefjast og kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.

Fulltrúar SA og Eflingar mættu til fundar í morgun hjá nýsettum ríkissáttasemjara Ástráði Haraldssyni og var hljóðið ekki sérstaklega gott í deiluaðilum fyrir fundinn í það minnsta.

Verkfall hjá hótelstarfsmönnum og olíuflutningabílstjórum hefst síðan á hádegi sem mun hafa miklar afleiðingar strax á næstu dögum.

Einnig fjöllum við um streptókokkasýkingar sem hafa verið algengar hér á landi, svo algengar að lyf eru að klárast í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×