Veður

Vest­læg átt og hvassast austast á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á kringum frostmark í dag.
Hiti verður á kringum frostmark í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, en heldur hvassara austast á landinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að sums staðar megi búast við snjókomu á norðausturhorninu fram að hádegi, en annars víða dálitlum éljum. Hiti verður um eða undir frostmarki.

„Norðvestan 5-13 m/s í fyrramálið, en hægari síðdegis á morgun. Él norðan- og síðar vestanlands, frost á bilinu 0 til 8 stig.

Snýst líklega í sunnanátt á laugardag, með snjókomu eða rigningu á Suður- og Vesturlandi um kvöldið,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag. Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Vestlæg átt 5-10 m/s og dálítil él norðan- og vestanlands. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum norðaustantil.

Á laugardag: Sunnan 5-13 og él, en 8-15 seinnipartinn og slydda eða rigning með köflum. Yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýnar smám saman.

Á sunnudag: Hvöss suðlæg eða breytileg átt og talsverð rigning eða slydda, en úrkomuminna norðaustanlands. Vestlægari seinnipartinn og kólnar með éljum um landið sunnan- og vestanvert.

Á mánudag: Minnkandi vestanátt, skýjað með köflum og dálítil él við vestur- og norðurströndina. Frost 0 til 8 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt og él, einkum vestantil. Fremur kalt áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×