Enn bráðnar í Öskjuvatni og stærstur hlutinn hulinn kurluðum ís Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 07:39 Hægt hefur á bráðnuninni eftir að ísinn byrjaði að brotna upp. ESA/HÍ Íslausa svæðið í Öskjuvatni er nú orðið 539 hektarar að stærð og er meginhluti vatnsins hulinn kurluðum ís og eru aðeins örfáir ísflekar sjáanlegir. Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá í Háskóla Íslands sem birtist á Facebook í gærkvöldi þar sem sýnt er í nýja mynd frá Geimvísindastofnun Evrópu af svæðinu. Myndir hafa sýnt að ísinn á Öskjuvatni hafi hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Í venjulegu árferði gerist það vanalega í júní eða júlí, en síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Í færslunni nú segir að bráðnunin sé hröð, en hún hafi hægt á sér eftir að ísinn byrjaði að brotna upp. Hún hefði átt að verða hraðari ef veður og öldugangur væri að stjórna bráð. „Annað sem er mjög áhugavert á þeirri mynd sem kom í kvöld eru snjólausu svæðin austan og sunnan við Bátshraun. Þarna eru komin stór svæði án snævar og bera ummerki um að landið sé farið að hitna. Sjáum hvað setur,“ segir í færslunni sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ritar undir. Áður hafa starfsmenn Veðurstofunnar sagt frá því að land hafi risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað sé að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengi hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Þá hafi engar teljandi breytingar orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur. Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39 Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá í Háskóla Íslands sem birtist á Facebook í gærkvöldi þar sem sýnt er í nýja mynd frá Geimvísindastofnun Evrópu af svæðinu. Myndir hafa sýnt að ísinn á Öskjuvatni hafi hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Í venjulegu árferði gerist það vanalega í júní eða júlí, en síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Í færslunni nú segir að bráðnunin sé hröð, en hún hafi hægt á sér eftir að ísinn byrjaði að brotna upp. Hún hefði átt að verða hraðari ef veður og öldugangur væri að stjórna bráð. „Annað sem er mjög áhugavert á þeirri mynd sem kom í kvöld eru snjólausu svæðin austan og sunnan við Bátshraun. Þarna eru komin stór svæði án snævar og bera ummerki um að landið sé farið að hitna. Sjáum hvað setur,“ segir í færslunni sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ritar undir. Áður hafa starfsmenn Veðurstofunnar sagt frá því að land hafi risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað sé að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengi hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Þá hafi engar teljandi breytingar orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur.
Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39 Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39
Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54