Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2023 10:31 Frá íbúafundinum í Austur-Palestínu í Ohio í gær. Íbúar kröfðust svara um umfangsmikið eiturefnaslys sem varð þar fyrr í mánuðinum. AP/Gene J. Puskar Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. Um fimmtíu vagnar flutningalestar Norfolk Southern-lestarfélagsins fóru út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio við ríkjamörkin að Pennsylvaníu 3. febrúar. Embættismenn segja fólki að efnin eigi ekki að ógna heilsu þeirra en það hefur gert lítið til að sefa ótta íbúa. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna hefur sagt að hættulaust sé fyrir fólk að anda að sér loftinu í Austur-Palestínu og forsvarsmenn Norfolk Southern hafa heitið því að hreinsa upp eftir lestarslysið. Ellefu af lestarvögnunum fimmtíu sem fóru af sporinu innihéldu eiturefni og lak hluti þeirra út í andrúmsloftið. Eiturefni brunnu einnig í eldi sem kviknaði í kjölfar slyssins. Slökkviliðsmenn komust ekki að eldinum til að slökkva hann í nokkra daga vegna ótta um að tankarnir myndu springa og vegna mögulegrar mengunar. Um fimmtán hundrað íbúum Austur-Palestínu var gert að yfirgefa heimili sín í nokkra daga. Þann 5. febrúar var ákveðið að hleypa efnum út í andrúmsloftið og brenna þau. Af hverju lestin fór af sporinu liggur ekki fyrir en rannsóknarnefnd umgönguslysa í Bandaríkjunum segir myndband sýna að mögulega hafi bilun í öxli eins lestarvagns hafa leitt til slyssins og að von sé á bráðabirgðaniðurstöðum úr rannsókn sérfræðinga eftir um tvær vikur. Síðan lestarslysið varð hafa dauðir fiskar fundist í lækjum og ám á svæðinu og íbúar hafa sagt héraðsmiðlum að hænur hafi drepist og gæludýr orðið veik, samkvæmt frétt BBC. AP fréttaveitan segir starfsmenn Umhverfisverndarstofnunar Ohio hafa greint vatnsból Austur-Palestínu og að þar hafi ekki fundist eiturefni. Hins vegar segja þeir nauðsynlegt að greina einkabrunna sérstaklega, þar sem þeir séu nær yfirborðinu en áðurnefnd vatnsból. Reiði á fundi Héraðsmiðillinn Columbus Dispatch hefur eftir fólki sem sótti fundinn að íþróttahús Austur-Palestínu hafi aldrei verið jafn þétt setið. Fólk hafi haft mikinn áhuga á að heyra svör forsvarsmanna lestarfyrirtækisins og það hafi vakið reiði að þeir mættu ekki. Trent Conaway, bæjarstjóri, sagði fundargestum að hann hefði fengið símtal skömmu fyrir fundinn og honum hafi verið tilkynnt að forsvarsmenn fyrirtækisins treystu því ekki að öryggi þeirra yrði tryggt á fundinum. Íbúar voru ekki sáttir við það en Conaway sagðist skilja reiði þeirra. „Ég er að reyna að fá svör. Ég get ekki þvingað þá til að vera hér,“ sagði bæjarstjórinn samkvæmt Columbus Dispatch. Á íbúafundinum spurðu íbúar ítrekað út í áhrif slyssins á vatnið á svæðinu og skringilegar yfirlýsingar embættismanna. Einn íbúi sagðist hafa fengið þau svör að það væri í góðu lagi að drekka vatn úr krönum en hann ætti samt að drekka vatn úr flöskum. Yfirmaður heilbrigðisdeildar Ohio sagði að þó eiturefnin hefðu drepið dýr væri ekki nóg af þeim í andrúmsloftinu og vatni til að hafa áhrif á menn. Magnið væri langt fyrir neðan heilbrigðisviðmið. Það tóku íbúar ekki vel í og spurðu af hverju fólk væri þá að verða veikt. Þingmaðurinn Bill Johnson, sem sat einnig fundinn, sagðist hvorki vera læknir eða efnafræðingur en benti fólki á að ef það fyndi fyrir einhverjum einkennum, ætti það að fara til læknis og fá það staðfest og skráð. „Látum vísindin segja okkur hvað þetta er,“ sagði Johnson. Segja ósatt um atvikið Mikil upplýsingaóreiða hefur fylgt lestarslysinu og hafa margir nýtt sér slysið til að dreifa rangfærslum og lygum. Í frétt AP er til að mynda bent á færslur á samfélagsmiðlum sem innihalda kort sem eiga að sýna að mikið magn eiturefna barst í ár í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Færslum sem þessum hefur verið deilt mörg þúsund sinnum á samfélagsmiðlum. Blaðamaður sem fylgist náið með öfgafólki og samsæringum vestanahafs sagði í gær að þessir hópar væru að nýta sér lestarslysið til að dreifa lygum og samsæriskenningum, This is literally the pathway to getting radicalized: you find one thing that one conspiracy influencer says that you agree with, it gets you to drop your guard and explore more of their content, and little by little, you get sucked in. This is how and why they do it.— Mike Rothschild (no relation) (@rothschildmd) February 15, 2023 Bandaríkin Umhverfismál Samgönguslys Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Um fimmtíu vagnar flutningalestar Norfolk Southern-lestarfélagsins fóru út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio við ríkjamörkin að Pennsylvaníu 3. febrúar. Embættismenn segja fólki að efnin eigi ekki að ógna heilsu þeirra en það hefur gert lítið til að sefa ótta íbúa. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna hefur sagt að hættulaust sé fyrir fólk að anda að sér loftinu í Austur-Palestínu og forsvarsmenn Norfolk Southern hafa heitið því að hreinsa upp eftir lestarslysið. Ellefu af lestarvögnunum fimmtíu sem fóru af sporinu innihéldu eiturefni og lak hluti þeirra út í andrúmsloftið. Eiturefni brunnu einnig í eldi sem kviknaði í kjölfar slyssins. Slökkviliðsmenn komust ekki að eldinum til að slökkva hann í nokkra daga vegna ótta um að tankarnir myndu springa og vegna mögulegrar mengunar. Um fimmtán hundrað íbúum Austur-Palestínu var gert að yfirgefa heimili sín í nokkra daga. Þann 5. febrúar var ákveðið að hleypa efnum út í andrúmsloftið og brenna þau. Af hverju lestin fór af sporinu liggur ekki fyrir en rannsóknarnefnd umgönguslysa í Bandaríkjunum segir myndband sýna að mögulega hafi bilun í öxli eins lestarvagns hafa leitt til slyssins og að von sé á bráðabirgðaniðurstöðum úr rannsókn sérfræðinga eftir um tvær vikur. Síðan lestarslysið varð hafa dauðir fiskar fundist í lækjum og ám á svæðinu og íbúar hafa sagt héraðsmiðlum að hænur hafi drepist og gæludýr orðið veik, samkvæmt frétt BBC. AP fréttaveitan segir starfsmenn Umhverfisverndarstofnunar Ohio hafa greint vatnsból Austur-Palestínu og að þar hafi ekki fundist eiturefni. Hins vegar segja þeir nauðsynlegt að greina einkabrunna sérstaklega, þar sem þeir séu nær yfirborðinu en áðurnefnd vatnsból. Reiði á fundi Héraðsmiðillinn Columbus Dispatch hefur eftir fólki sem sótti fundinn að íþróttahús Austur-Palestínu hafi aldrei verið jafn þétt setið. Fólk hafi haft mikinn áhuga á að heyra svör forsvarsmanna lestarfyrirtækisins og það hafi vakið reiði að þeir mættu ekki. Trent Conaway, bæjarstjóri, sagði fundargestum að hann hefði fengið símtal skömmu fyrir fundinn og honum hafi verið tilkynnt að forsvarsmenn fyrirtækisins treystu því ekki að öryggi þeirra yrði tryggt á fundinum. Íbúar voru ekki sáttir við það en Conaway sagðist skilja reiði þeirra. „Ég er að reyna að fá svör. Ég get ekki þvingað þá til að vera hér,“ sagði bæjarstjórinn samkvæmt Columbus Dispatch. Á íbúafundinum spurðu íbúar ítrekað út í áhrif slyssins á vatnið á svæðinu og skringilegar yfirlýsingar embættismanna. Einn íbúi sagðist hafa fengið þau svör að það væri í góðu lagi að drekka vatn úr krönum en hann ætti samt að drekka vatn úr flöskum. Yfirmaður heilbrigðisdeildar Ohio sagði að þó eiturefnin hefðu drepið dýr væri ekki nóg af þeim í andrúmsloftinu og vatni til að hafa áhrif á menn. Magnið væri langt fyrir neðan heilbrigðisviðmið. Það tóku íbúar ekki vel í og spurðu af hverju fólk væri þá að verða veikt. Þingmaðurinn Bill Johnson, sem sat einnig fundinn, sagðist hvorki vera læknir eða efnafræðingur en benti fólki á að ef það fyndi fyrir einhverjum einkennum, ætti það að fara til læknis og fá það staðfest og skráð. „Látum vísindin segja okkur hvað þetta er,“ sagði Johnson. Segja ósatt um atvikið Mikil upplýsingaóreiða hefur fylgt lestarslysinu og hafa margir nýtt sér slysið til að dreifa rangfærslum og lygum. Í frétt AP er til að mynda bent á færslur á samfélagsmiðlum sem innihalda kort sem eiga að sýna að mikið magn eiturefna barst í ár í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Færslum sem þessum hefur verið deilt mörg þúsund sinnum á samfélagsmiðlum. Blaðamaður sem fylgist náið með öfgafólki og samsæringum vestanahafs sagði í gær að þessir hópar væru að nýta sér lestarslysið til að dreifa lygum og samsæriskenningum, This is literally the pathway to getting radicalized: you find one thing that one conspiracy influencer says that you agree with, it gets you to drop your guard and explore more of their content, and little by little, you get sucked in. This is how and why they do it.— Mike Rothschild (no relation) (@rothschildmd) February 15, 2023
Bandaríkin Umhverfismál Samgönguslys Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira