„Heyrirðu hvað þetta er ruglað? Hvað ertu að gera með börn í útlöndum?“ Snorri Másson skrifar 21. febrúar 2023 09:16 Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag að nýju á miðvikudag, þar sem fjallað var um þau óljósu tilmæli frá stofnunum samfélagsins til almennings, að forðast utanlandsferðir. Slíkar ráðstafanir eigi að styrkja gengi krónunnar. Spurt var hvort grundvallarmunur væri á þeirri viðleitni íslenskra yfirvalda að koma í veg fyrir fólksflutninga til Vesturheims á 19. öld og þeirri viðleitni stjórnvalda nú, að varna almennum borgurum vegar út fyrir landsteinana í saklaust frí. „Við eigum að hafa það mjög skýrt. Það er göfugt að fara ekki til útlanda,“ segir Jakob Birgisson í Íslandi í dag, sem sjá má að ofan.Vísir Jakob segir að vísu bagalegt að stjórnvöld séu búin missa slíka stjórn á efnahagsmálunum að þau þurfi að beina þessum tilmælum til Íslendinga, en að engu að síður séu tilmælin sem slík göfug. „Við eigum að hafa það mjög skýrt. Það er göfugt að fara ekki til útlanda. Fólk er að fara með börn til útlanda. Ég meina í alvöru. Heyrirðu hvað þetta er ruglað? Hvað ertu að gera með börn í útlöndum? Þau hafa ekkert að gera í útlöndum. Það er vesen að fara með þau. Það er dýrt. Það er ekkert skemmtilegt við það - og börnin hafa raunar ekkert gaman af því sjálf,“ segir Jakob. Jakob tók dæmi af Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra í Skagafirði og lofaði hans nálgun í málefnum utanlandsferða. Í viðtali árið 2019 greindi Þórólfur frá þeirri mögnuðu staðreynd, að hann hafði þá ekki farið til útlanda í fimmtán ár; frá 2004. Ekki stafar kyrrsetan af fjárskorti enda kaupfélagsstjórinn að vænta má sterkefnaður maður. „Ég held að við ættum að taka hann okkur til fyrirmyndar í þessum efnum,“ segir Jakob. Hér er tilvitnun í Þórólf úr Morgunblaðsviðtalinu: „Það á að hvetja til sparnaðar hér, og gott ef þú getur verið búinn að eignast þitt húsnæði um miðjan aldur, til að geta átt það sem varasjóð. Áður var það þannig að fólk útskrifaðist úr skóla og fór beint að vinna, en nú fara allir í sex mánaða heimsreisu. Þetta er ákveðinn flótti frá því að taka þátt í samfélaginu.“ Jakob Birgisson er reglulegur gestur í Íslandi í dag á miðvikudögum á Stöð 2.Vísir Ferðalög Efnahagsmál Ísland í dag Tengdar fréttir Ásgeir hefur aldrei komið til Tene Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað. 7. desember 2022 12:01 Tásumyndir frá Tene í óþökk seðlabankastjóra Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir. 21. október 2022 23:54 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
Spurt var hvort grundvallarmunur væri á þeirri viðleitni íslenskra yfirvalda að koma í veg fyrir fólksflutninga til Vesturheims á 19. öld og þeirri viðleitni stjórnvalda nú, að varna almennum borgurum vegar út fyrir landsteinana í saklaust frí. „Við eigum að hafa það mjög skýrt. Það er göfugt að fara ekki til útlanda,“ segir Jakob Birgisson í Íslandi í dag, sem sjá má að ofan.Vísir Jakob segir að vísu bagalegt að stjórnvöld séu búin missa slíka stjórn á efnahagsmálunum að þau þurfi að beina þessum tilmælum til Íslendinga, en að engu að síður séu tilmælin sem slík göfug. „Við eigum að hafa það mjög skýrt. Það er göfugt að fara ekki til útlanda. Fólk er að fara með börn til útlanda. Ég meina í alvöru. Heyrirðu hvað þetta er ruglað? Hvað ertu að gera með börn í útlöndum? Þau hafa ekkert að gera í útlöndum. Það er vesen að fara með þau. Það er dýrt. Það er ekkert skemmtilegt við það - og börnin hafa raunar ekkert gaman af því sjálf,“ segir Jakob. Jakob tók dæmi af Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra í Skagafirði og lofaði hans nálgun í málefnum utanlandsferða. Í viðtali árið 2019 greindi Þórólfur frá þeirri mögnuðu staðreynd, að hann hafði þá ekki farið til útlanda í fimmtán ár; frá 2004. Ekki stafar kyrrsetan af fjárskorti enda kaupfélagsstjórinn að vænta má sterkefnaður maður. „Ég held að við ættum að taka hann okkur til fyrirmyndar í þessum efnum,“ segir Jakob. Hér er tilvitnun í Þórólf úr Morgunblaðsviðtalinu: „Það á að hvetja til sparnaðar hér, og gott ef þú getur verið búinn að eignast þitt húsnæði um miðjan aldur, til að geta átt það sem varasjóð. Áður var það þannig að fólk útskrifaðist úr skóla og fór beint að vinna, en nú fara allir í sex mánaða heimsreisu. Þetta er ákveðinn flótti frá því að taka þátt í samfélaginu.“ Jakob Birgisson er reglulegur gestur í Íslandi í dag á miðvikudögum á Stöð 2.Vísir
Ferðalög Efnahagsmál Ísland í dag Tengdar fréttir Ásgeir hefur aldrei komið til Tene Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað. 7. desember 2022 12:01 Tásumyndir frá Tene í óþökk seðlabankastjóra Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir. 21. október 2022 23:54 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
Ásgeir hefur aldrei komið til Tene Seðlabankastjóri telur umdeilda vaxtahækkun á viðkvæmu stigi í kjaraviðræðum hafa verið heiðarlega og samningsaðilar hafi þannig vitað hverju þeir væru að ganga að. Hann segir hættulegt að hlusta á hagsmunaaðila og telur að verðbólgan hafi náð hámarki. Fólk sé viðkvæmt fyrir gagnrýni á utanlandsferðir til Tenerife. Sjálfur hefur hann aldrei komið þangað. 7. desember 2022 12:01
Tásumyndir frá Tene í óþökk seðlabankastjóra Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir. 21. október 2022 23:54