80 milljarðar króna: Eftirspurn ræður magni seðla og myntar í umferð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2023 07:15 Árið 2019 sögðust 86 prósent svarenda Gallup-könnunar stundum nota reiðufé til að kaupa vörur og þjónustu. Vísir/Vilhelm Það er eftirspurn frá viðskiptabönkunum og sparisjóðum sem ræður því hversu mikið magn seðla og smápeninga er í umferð hverju sinni og sú eftirspurn ræðst af eftirspurn frá viðskiptavinum. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands, í skriflegum svörum við fyrirspurn fréttastofu. Seðlabankinn greindi frá því á dögunum að fyrstu peningaseðlarnir með undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra væru komnir í umferð en um væri að ræða nýja tíu þúsund krónu seðla. Um það bil 50 milljarðar króna væru í umferð af tíu þúsund króna seðlum og 80 milljarðar allt í allt. Á vef Seðlabankans, þar sem fjallað er um fjármálastöðugleika, má finna upplýsingar um seðla og mynt í umferð. Þar segir að í lok janúar hafi 48,8 milljarðar verið í umferð af tíu þúsund króna seðlum, 17,3 milljarðar af fimm þúsund króna seðlum, 6,9 milljarðar af þúsund króna seðlum og 1,7 milljarður af fimm hundruð króna seðlum. Aðeins 209 milljónir eru í umferð af tvö þúsund króna seðlinum, sem hefur ekki verið prentaður nýlega en er enn í fullu gildi. Af myntum eru 2,9 milljarðar í umferð af hundrað krónu mynt, 757 milljónir af fimmtíu krónu mynt, 623 milljónir af tíu krónu mynt, 132 milljónir af fimm krónu mynt og 121 milljón af krónumynt. Seðlabanki Íslands Nýr seðill eða ný mynt ekki á teikniborðinu Þegar rætt er um peninga í umferð er átt við þá peninga sem eru að ganga manna á milli í samfélaginu. Bankarnir eiga eitthvað í svokölluðum nætursjóðum og er þá um að ræða peninga í geymslum bankanna og hraðbönkum. Í lok árs 2021 var nætursjóður innlánsstofnana 7,7 milljarðar en að sögn Stefáns er aldrei gefið upp hversu mikið magn seðla og myntar liggur hjá Seðlabankanum, meðal annars af öryggisástæðum. Nokkuð magn seðla og myntar fellur úr notkun á ári hverju en fyrir utan smáaurinn sem týnist á milli sófasessana eyddi Seðlabankinn til að mynda 1,9 milljónum ónothæfra seðla árið 2021. Árið 2020 far 2,9 milljónum seðla fargað. Engar reglur gilda um lágmarksmagn seðla og mynta í umferð, heldur ræðst það eins og fyrr segir af eftirspurn. Hún hefur dregist saman en vel yfir 98 prósent smásöluviðskipta fara fram með rafrænum hætti hjá þeim sem versla vikulega eða oftar. Tíu þúsund króna seðillinn er nýjasti seðillinn í umferð en hann var fyrst prentaður árið 2013. Stefán segir engar hugmyndir uppi um að taka nýjan seðil eða mynt í notkun. Reiðufé ekki að hverfa Í skýrslu um fjármálainnviði frá 2019 er vitnað í niðurstöður nýrrar Gallup-könnunar sem sýndu að 86 prósent svarenda sögðust stundum nota reiðufé til að kaupa vörur og þjónustu og að 70 prósent hefðu reiðufé við hendina þegar könnunin var lögð fyrir þá. „Skiptar skoðanir voru um það meðal einstaklinga hvort þeir kæmust af, ef ekki væri til reiðufé í samfélaginu. Hluti þeirra eða 34,2% svarenda taldi að það yrði mikið eða frekar mikið vandamál en tæplega 44% töldu það vera lítið eða ekkert vandamál,“ segir í skýrslunni. Eldra fólk vildi síður sjá á eftir seðlum og mynt en munurinn var varla marktækur. Seðlabankinn Tengdar fréttir Undirskrift Ásgeirs komin á nýprentaða tíu þúsund króna seðla Fyrstu peningaseðlarnir með undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra eru komnir í umferð. Um er að ræða nýjan skammt af tíu þúsund króna seðlinum, sem var hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn. 16. febrúar 2023 10:02 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands, í skriflegum svörum við fyrirspurn fréttastofu. Seðlabankinn greindi frá því á dögunum að fyrstu peningaseðlarnir með undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra væru komnir í umferð en um væri að ræða nýja tíu þúsund krónu seðla. Um það bil 50 milljarðar króna væru í umferð af tíu þúsund króna seðlum og 80 milljarðar allt í allt. Á vef Seðlabankans, þar sem fjallað er um fjármálastöðugleika, má finna upplýsingar um seðla og mynt í umferð. Þar segir að í lok janúar hafi 48,8 milljarðar verið í umferð af tíu þúsund króna seðlum, 17,3 milljarðar af fimm þúsund króna seðlum, 6,9 milljarðar af þúsund króna seðlum og 1,7 milljarður af fimm hundruð króna seðlum. Aðeins 209 milljónir eru í umferð af tvö þúsund króna seðlinum, sem hefur ekki verið prentaður nýlega en er enn í fullu gildi. Af myntum eru 2,9 milljarðar í umferð af hundrað krónu mynt, 757 milljónir af fimmtíu krónu mynt, 623 milljónir af tíu krónu mynt, 132 milljónir af fimm krónu mynt og 121 milljón af krónumynt. Seðlabanki Íslands Nýr seðill eða ný mynt ekki á teikniborðinu Þegar rætt er um peninga í umferð er átt við þá peninga sem eru að ganga manna á milli í samfélaginu. Bankarnir eiga eitthvað í svokölluðum nætursjóðum og er þá um að ræða peninga í geymslum bankanna og hraðbönkum. Í lok árs 2021 var nætursjóður innlánsstofnana 7,7 milljarðar en að sögn Stefáns er aldrei gefið upp hversu mikið magn seðla og myntar liggur hjá Seðlabankanum, meðal annars af öryggisástæðum. Nokkuð magn seðla og myntar fellur úr notkun á ári hverju en fyrir utan smáaurinn sem týnist á milli sófasessana eyddi Seðlabankinn til að mynda 1,9 milljónum ónothæfra seðla árið 2021. Árið 2020 far 2,9 milljónum seðla fargað. Engar reglur gilda um lágmarksmagn seðla og mynta í umferð, heldur ræðst það eins og fyrr segir af eftirspurn. Hún hefur dregist saman en vel yfir 98 prósent smásöluviðskipta fara fram með rafrænum hætti hjá þeim sem versla vikulega eða oftar. Tíu þúsund króna seðillinn er nýjasti seðillinn í umferð en hann var fyrst prentaður árið 2013. Stefán segir engar hugmyndir uppi um að taka nýjan seðil eða mynt í notkun. Reiðufé ekki að hverfa Í skýrslu um fjármálainnviði frá 2019 er vitnað í niðurstöður nýrrar Gallup-könnunar sem sýndu að 86 prósent svarenda sögðust stundum nota reiðufé til að kaupa vörur og þjónustu og að 70 prósent hefðu reiðufé við hendina þegar könnunin var lögð fyrir þá. „Skiptar skoðanir voru um það meðal einstaklinga hvort þeir kæmust af, ef ekki væri til reiðufé í samfélaginu. Hluti þeirra eða 34,2% svarenda taldi að það yrði mikið eða frekar mikið vandamál en tæplega 44% töldu það vera lítið eða ekkert vandamál,“ segir í skýrslunni. Eldra fólk vildi síður sjá á eftir seðlum og mynt en munurinn var varla marktækur.
Reiðufé ekki að hverfa Í skýrslu um fjármálainnviði frá 2019 er vitnað í niðurstöður nýrrar Gallup-könnunar sem sýndu að 86 prósent svarenda sögðust stundum nota reiðufé til að kaupa vörur og þjónustu og að 70 prósent hefðu reiðufé við hendina þegar könnunin var lögð fyrir þá. „Skiptar skoðanir voru um það meðal einstaklinga hvort þeir kæmust af, ef ekki væri til reiðufé í samfélaginu. Hluti þeirra eða 34,2% svarenda taldi að það yrði mikið eða frekar mikið vandamál en tæplega 44% töldu það vera lítið eða ekkert vandamál,“ segir í skýrslunni. Eldra fólk vildi síður sjá á eftir seðlum og mynt en munurinn var varla marktækur.
Seðlabankinn Tengdar fréttir Undirskrift Ásgeirs komin á nýprentaða tíu þúsund króna seðla Fyrstu peningaseðlarnir með undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra eru komnir í umferð. Um er að ræða nýjan skammt af tíu þúsund króna seðlinum, sem var hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn. 16. febrúar 2023 10:02 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Undirskrift Ásgeirs komin á nýprentaða tíu þúsund króna seðla Fyrstu peningaseðlarnir með undirskrift Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra eru komnir í umferð. Um er að ræða nýjan skammt af tíu þúsund króna seðlinum, sem var hannaðir af Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn. 16. febrúar 2023 10:02
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent