Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2023 22:18 Félagsmenn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins sinna hinum ýmsu störfum á flugvöllum landsins. Vísir/Vilhelm Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. Á vef félagsins var birt tilkynning um „áríðandi félagsfund“ í kvöld. Að sögn Unnars Arnar Ólafssonar, formanns félagsins var boðað til fundarins eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þess við SA hjá ríkissáttasemjara. Kjarasamningur félagsins við Isavia, þar sem, meginþorri félagsmanna starfar, rann úr gildi í lok október í fyrra. Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundinum að vilji yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem mættu á félagsfund væri að fara í aðgerðir og að yfirvinnubann væri yfirvofandi. Í samtali við Vísi vildi Unnar Arnar ekkert staðfesta í þeim efnum, enda væri ekkert búið að gefa út varðandi þau. „Við munum fara yfir þetta með félagsmönnum. Hvernig við við ætlum að reyna að leysa þetta, landa þessu. Annað kemur svo bara í kjölfarið,“ segir hann. Ekkert flogið án félagsmanna Unnar Örn segir að ekkert yrði flogið ef til alvarlegra aðgerða af hálfu félagsmanna FFS. Innan félagsins séu mest megnis starfsmenn Isavia sem sjá um að hreinsa flugbrautir, brunavarnir, farþegaþjónustu og þess háttar. „Það er einmitt ástæðan fyrir því að við erum búin að leita allra leiða til að leysa þessa deilu. Vegna þess að fólk vill bara fá að sinna sinni vinnu. Því miður hefur þeim skilningi ekki verið mætt,“ segir hann. Funda aftur á þriðjudag Unnar Örn segir að ekki sé enn útséð um að samningar náist. Stjórn félagsins ætli að nýta helgina til þess að fara yfir stöðuna og að á þriðjudag sé bókaður fundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. „Við vonumst til þess að sá fundur verði jákvæður og lausnamiðaður. Að við náum að komast hjá einhverju veseni sem enginn hefur áhuga á,“ segir hann. Að lokum segir Unnar Örn að synd og skömm sé að viðræðurnar séu komnar í hnút. Þær þyrftu ekki að vera það. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Á vef félagsins var birt tilkynning um „áríðandi félagsfund“ í kvöld. Að sögn Unnars Arnar Ólafssonar, formanns félagsins var boðað til fundarins eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þess við SA hjá ríkissáttasemjara. Kjarasamningur félagsins við Isavia, þar sem, meginþorri félagsmanna starfar, rann úr gildi í lok október í fyrra. Samkvæmt heimildum Vísis kom fram á fundinum að vilji yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem mættu á félagsfund væri að fara í aðgerðir og að yfirvinnubann væri yfirvofandi. Í samtali við Vísi vildi Unnar Arnar ekkert staðfesta í þeim efnum, enda væri ekkert búið að gefa út varðandi þau. „Við munum fara yfir þetta með félagsmönnum. Hvernig við við ætlum að reyna að leysa þetta, landa þessu. Annað kemur svo bara í kjölfarið,“ segir hann. Ekkert flogið án félagsmanna Unnar Örn segir að ekkert yrði flogið ef til alvarlegra aðgerða af hálfu félagsmanna FFS. Innan félagsins séu mest megnis starfsmenn Isavia sem sjá um að hreinsa flugbrautir, brunavarnir, farþegaþjónustu og þess háttar. „Það er einmitt ástæðan fyrir því að við erum búin að leita allra leiða til að leysa þessa deilu. Vegna þess að fólk vill bara fá að sinna sinni vinnu. Því miður hefur þeim skilningi ekki verið mætt,“ segir hann. Funda aftur á þriðjudag Unnar Örn segir að ekki sé enn útséð um að samningar náist. Stjórn félagsins ætli að nýta helgina til þess að fara yfir stöðuna og að á þriðjudag sé bókaður fundur deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. „Við vonumst til þess að sá fundur verði jákvæður og lausnamiðaður. Að við náum að komast hjá einhverju veseni sem enginn hefur áhuga á,“ segir hann. Að lokum segir Unnar Örn að synd og skömm sé að viðræðurnar séu komnar í hnút. Þær þyrftu ekki að vera það.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent