Hæglætisveður framan af en lægð á morgun Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2023 08:30 Búast má við hæglætisveðri víðast hvar á landinu í dag. Vísir/Vilhelm Fremur hægri breytilegri átt og bjartviðri er spáð í dag víðast hvar en lítilsháttar éli á norðanverðu landinu fram yfir hádegi. Þó má gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt sunnan- og vestanlands síðdegis, tíu til fimmtán metrum á sekúndu undir kvöld með snjókomu eða slyddu af og til. Á morgun er gert ráð fyrir því að lægðarmiðja gangi yfir hluta landsins. Á vef Veðurstofu Íslands segir að frost verði á bilinu eitt til átta stig framan af degi en að heldur hlýni í veðri þegar líða tekur á daginn. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun geri spár ráð fyrir að miðja lægðar gangi yfir hluta landsins. Gildandi spár á sjöunda tímanum í morgun geri ráð fyrir að miðjan taki land nærri Eyrarbakka og haldi aust-norð-austur í áttina að sunnanverðum Austfjörðum. „Þetta þýðir að vindur mun blása af ýmsum áttum á landinu á morgun og víða má búast við slyddu eða snjókomu og hita kringum frostmark. Fyrripartinn er útlit fyrir austlæga átt, strekkingur eða allhvass vindur. Vestlægari seinnipartinn og hvessir þá upp í stormstyrk í suðausturfjórðungi landsins,“ segir í hugleiðingunum. Þá er tekið fram að þegar miðja lægðar fer yfir landið með þessum hætti, geti tiltölulega lítil hliðrun á braut lægðarinnar valdið mikilli breytingu í veðurútliti fyrir gefinn stað. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Gengur í allhvassa eða hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu, fyrst sunnantil. Snýst í vestan hvassviðri eða storm seinnipartinn. Hiti kringum frostmark. Á mánudag: Norðvestan og vestan 5-13 m/s. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu framan af degi, annars þurrt að mestu. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Breytileg og síðar norðlæg átt og dálítil él á víð og dreif. Frost 0 til 6 stig. Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt, víða bjart og kalt í veðri. Snýst í vaxandi sunnanátt um landið vestanvert þegar líður á daginn með snjókomu eða slyddu og hlýnandi veðri. Á fimmtudag: Sunnan- og suðvestanátt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig. Á föstudag: Breytileg átt, víða þurrt og bjart og kólnar. Veður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Sjá meira
Á vef Veðurstofu Íslands segir að frost verði á bilinu eitt til átta stig framan af degi en að heldur hlýni í veðri þegar líða tekur á daginn. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun geri spár ráð fyrir að miðja lægðar gangi yfir hluta landsins. Gildandi spár á sjöunda tímanum í morgun geri ráð fyrir að miðjan taki land nærri Eyrarbakka og haldi aust-norð-austur í áttina að sunnanverðum Austfjörðum. „Þetta þýðir að vindur mun blása af ýmsum áttum á landinu á morgun og víða má búast við slyddu eða snjókomu og hita kringum frostmark. Fyrripartinn er útlit fyrir austlæga átt, strekkingur eða allhvass vindur. Vestlægari seinnipartinn og hvessir þá upp í stormstyrk í suðausturfjórðungi landsins,“ segir í hugleiðingunum. Þá er tekið fram að þegar miðja lægðar fer yfir landið með þessum hætti, geti tiltölulega lítil hliðrun á braut lægðarinnar valdið mikilli breytingu í veðurútliti fyrir gefinn stað. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Gengur í allhvassa eða hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu, fyrst sunnantil. Snýst í vestan hvassviðri eða storm seinnipartinn. Hiti kringum frostmark. Á mánudag: Norðvestan og vestan 5-13 m/s. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu framan af degi, annars þurrt að mestu. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Breytileg og síðar norðlæg átt og dálítil él á víð og dreif. Frost 0 til 6 stig. Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt, víða bjart og kalt í veðri. Snýst í vaxandi sunnanátt um landið vestanvert þegar líður á daginn með snjókomu eða slyddu og hlýnandi veðri. Á fimmtudag: Sunnan- og suðvestanátt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig. Á föstudag: Breytileg átt, víða þurrt og bjart og kólnar.
Veður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Sjá meira