Ætlaði út en þjálfarinn stöðvaði hann: „Þú ert ekki að fara neitt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. febrúar 2023 13:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson í leik með Val gegn ungverska liðinu Ferencváros í Evrópudeildinni í vetur. Vísir/Hulda Margrét Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Íslandsmeistara Vals, var nálægt því að yfirgefa liðið áður en yfirstandandi tímabil hófst. Hann leitaði sér þá að liði í Danmörku nálægt kærustu sinni, Lovísu Thompson, sem var á leið til Ringkøbing Håndbold. Þorgils, eða Oggi eins og hann er oftast kallaður, var á línunni hjá Stefáni Árna Pálssyni og Ingva Þór Sæmundssyni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og fór þá yfir það þegar hann skipti um skoðun. Ástæðan fyrir því að Oggi fór ekki út til Danmerkur var nokkuð einföld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekki tilbúinn að leyfa honum að fara. „Já algjörlega sko,“ sagði Oggi þegar Stefán Árni spurði hann að því hvort það hefði ekki verið leiðinlegt að missa af riðlakeppni Evrópudeildarinnar ef hann hefði farið út til Danmerkur í sumar. „Í lok sumars var maður eitthvað að reyna, en svo hringdi Snorri í mig og sagði: „Heyrðu karlinn minn, þú ert ekki að fara neitt. Við erum að fara í riðlakeppni í Evrópudeildinni sko,““ sagði Oggi. „Stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslit“ Oggi virðist þó ekki hafa séð eftir því að hafa ekki fært handboltaferilinn út fyrir landsteinana. „Þetta er gríðarleg upplifun. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Að fara til útlanda með þessum strákum að spila er bara ótrúlega gaman. Og sérstaklega af því að þetta eru stór lið eins og Flensburg. Ferðirnar sjálfar eru ekkert frí endilega og maður er bara inni á hóteli að undirbúa sig og æfa. En þetta er ógeðslega gaman.“ Valsmenn taka svo á móti Franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni næstkomandi þriðjudagskvöld í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Við stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslitin. Með þessum sigri getum við komið okkur í 16-liða og það er bara nákvæmlega það sem við viljum. Það er frábært að eiga séns á þessu eftir þessa leiki í Evrópudeildinni að geta komið sér í 16-liða úrslit. Það er draumur.“ Hlaðvarp Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en Oggi tekur upp síman eftir rúmar 22 mínútur. Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Þorgils, eða Oggi eins og hann er oftast kallaður, var á línunni hjá Stefáni Árna Pálssyni og Ingva Þór Sæmundssyni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og fór þá yfir það þegar hann skipti um skoðun. Ástæðan fyrir því að Oggi fór ekki út til Danmerkur var nokkuð einföld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekki tilbúinn að leyfa honum að fara. „Já algjörlega sko,“ sagði Oggi þegar Stefán Árni spurði hann að því hvort það hefði ekki verið leiðinlegt að missa af riðlakeppni Evrópudeildarinnar ef hann hefði farið út til Danmerkur í sumar. „Í lok sumars var maður eitthvað að reyna, en svo hringdi Snorri í mig og sagði: „Heyrðu karlinn minn, þú ert ekki að fara neitt. Við erum að fara í riðlakeppni í Evrópudeildinni sko,““ sagði Oggi. „Stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslit“ Oggi virðist þó ekki hafa séð eftir því að hafa ekki fært handboltaferilinn út fyrir landsteinana. „Þetta er gríðarleg upplifun. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Að fara til útlanda með þessum strákum að spila er bara ótrúlega gaman. Og sérstaklega af því að þetta eru stór lið eins og Flensburg. Ferðirnar sjálfar eru ekkert frí endilega og maður er bara inni á hóteli að undirbúa sig og æfa. En þetta er ógeðslega gaman.“ Valsmenn taka svo á móti Franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni næstkomandi þriðjudagskvöld í nánast hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Við stefnum hundrað prósent á að koma okkur í 16-liða úrslitin. Með þessum sigri getum við komið okkur í 16-liða og það er bara nákvæmlega það sem við viljum. Það er frábært að eiga séns á þessu eftir þessa leiki í Evrópudeildinni að geta komið sér í 16-liða úrslit. Það er draumur.“ Hlaðvarp Seinni bylgjunnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en Oggi tekur upp síman eftir rúmar 22 mínútur.
Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira