Banaslys í Kjós vegna hálkuástands sem erfitt var að sjá fyrir Bjarki Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2023 06:53 Mynd af slysavettvangi. Hjólför eru eftir bifreiðina í vegfláanum sem sjá má á myndinni og hvar bifreiðin stöðvaðist utan vegar. RNSA Banaslys sem varð rétt sunnan við brú yfir Laxá í Kjós í nóvember árið 2021 má rekja til hálkuástands sem var erfitt að sjá fyrir. Þá greindust fíkniefni í blóði ökumanns og voru hvorki hann né farþegi bílsins spenntir í öryggisbelti. Dekkjabúnaður bifreiðarinnar, sem var óskoðuð, reyndist ekki í lagi. Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hinn látni var rétt rúmlega þrítugur karlmaður sem var farþegi bílsins. Bifreiðinni hafði verið ekið suður Hvalfjarðarveg og yfir brú í Laxá í Kjós þegar slysið átti sér stað. Ökumaðurinn missti þá stjórn á bifreiðinni, rann yfir á rangan vegarhelming og fór út af veginum. Þar lenti bíllinn á stórum steini og valt. Eldur kviknaði í bifreiðinni og gjöreyðilagðist hún. Mynd tekin í akstursátt bifreiðarinnar þar sem hún fór út af veginum. Bifreiðin valt þegar hún rakst á stein.RNSA Hvorki ökumaður né farþegi bílsins voru í bílbelti og köstuðust þeir báðir út úr bifreiðinni. Farþeginn lést en ökumaðurinn lifði af með alvarlega áverka. Nefndin mat það sem svo að hann hefði sennilega lifað slysið af hefði hann verið í öryggisbelti. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að á slysstað hafi verið rigning en bjart og skyggni. Þá var hálka á veginum. Vegurinn hafði verið hálkulaus þar sem ökumaðurinn ók eftir Hvalfjarðarveg en þegar hann jók hraðann eftir akstur yfir brú yfir Laxá í Kjós missti hann stjórn á bifreiðinni. Þekkt er að kuldablettur myndist þar sem slysið varð. Vegurinn var hálkuvarinn á varasömum stöðum, til dæmis krappar beygjur og brekkur. Hálkuástandið sem myndaðist þarna var þó bæði staðbundið og erfitt að sjá fyrir að mati nefndarinnar. Bifreiðin var nýskráð árið 2001 og síðast færð til eftirlitsskoðunnar í ágúst árið 2019. Hún var því ekki með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin var útbúin slitnum ónegldum heilsárshjólbörðum. Afturdekkin voru með 2,5 til 3,5 millimetra mynstursdýpt en á þessu tímabili er lágmarksmyndursdýpt 3 millimetrar. Framdekkin reyndist með 4 millimetra mynstursdýpt. Samgönguslys Kjósarhreppur Tengdar fréttir Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi í Kjós í gær Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Hvalfjarðarvegi síðdegis í gær. 4. nóvember 2021 12:21 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þetta eru niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hinn látni var rétt rúmlega þrítugur karlmaður sem var farþegi bílsins. Bifreiðinni hafði verið ekið suður Hvalfjarðarveg og yfir brú í Laxá í Kjós þegar slysið átti sér stað. Ökumaðurinn missti þá stjórn á bifreiðinni, rann yfir á rangan vegarhelming og fór út af veginum. Þar lenti bíllinn á stórum steini og valt. Eldur kviknaði í bifreiðinni og gjöreyðilagðist hún. Mynd tekin í akstursátt bifreiðarinnar þar sem hún fór út af veginum. Bifreiðin valt þegar hún rakst á stein.RNSA Hvorki ökumaður né farþegi bílsins voru í bílbelti og köstuðust þeir báðir út úr bifreiðinni. Farþeginn lést en ökumaðurinn lifði af með alvarlega áverka. Nefndin mat það sem svo að hann hefði sennilega lifað slysið af hefði hann verið í öryggisbelti. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að á slysstað hafi verið rigning en bjart og skyggni. Þá var hálka á veginum. Vegurinn hafði verið hálkulaus þar sem ökumaðurinn ók eftir Hvalfjarðarveg en þegar hann jók hraðann eftir akstur yfir brú yfir Laxá í Kjós missti hann stjórn á bifreiðinni. Þekkt er að kuldablettur myndist þar sem slysið varð. Vegurinn var hálkuvarinn á varasömum stöðum, til dæmis krappar beygjur og brekkur. Hálkuástandið sem myndaðist þarna var þó bæði staðbundið og erfitt að sjá fyrir að mati nefndarinnar. Bifreiðin var nýskráð árið 2001 og síðast færð til eftirlitsskoðunnar í ágúst árið 2019. Hún var því ekki með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin var útbúin slitnum ónegldum heilsárshjólbörðum. Afturdekkin voru með 2,5 til 3,5 millimetra mynstursdýpt en á þessu tímabili er lágmarksmyndursdýpt 3 millimetrar. Framdekkin reyndist með 4 millimetra mynstursdýpt.
Samgönguslys Kjósarhreppur Tengdar fréttir Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi í Kjós í gær Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Hvalfjarðarvegi síðdegis í gær. 4. nóvember 2021 12:21 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi í Kjós í gær Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Hvalfjarðarvegi síðdegis í gær. 4. nóvember 2021 12:21