Höfðar mál til að Eflingarfólk fái að kjósa um tillöguna Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 10:36 Þrátt fyrir að Ólöf Helga Adolfsdóttir eigi sæti í samninganefnd Eflingar hefur henni verið haldið fyrir utan ákvarðanir hennar. Hún og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður hafa eldað grátt silfur saman undanfarin misseri. Vísir/Vilhelm Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur stefnt ASÍ, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu fyrir félagsdómi til þess að fá að kjósa um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún gerir kröfu um að atkvæðagreiðslan fari fram ekki síðar en á fimmtudag. Miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið til umfjöllunar dómstóla undanfarnar vikur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði að að afhenda sáttasemjara kjörskrá til að hann gæti látið framkvæma atkvæðagreiðslu. Landsréttur kvað upp þann úrskurð í síðustu viku að ríkissáttasemjari hefði ekki heimild til þess að ganga á eftir því að fá kjörskrána afhenta. Aðalsteinn steig í kjölfarið til hliðar í deilunni og Ástráður Haraldsson var skipaður settur ríkissáttasemjari í hans stað. Ólöf Helga lagði fram stefnu til að knýja á um félagsmenn Eflingar fái að kjósa um miðlunartillöguna á föstudag. Stefnan beinist að Alþýðusambandi Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Vonir standa til að hægt verði að þingfesta stefnuna í félagsdómi í dag. Eina leiðin til að fá að greiða atkvæði um tillöguna Þrátt fyrir að Ólöf Helga sé ritari stjórnar Eflingar og eigi sæti í samninganefnd höfðar hún málið sem almennur félagsmaður, að sögn Halldórs Kr. Þorsteinssonar, lögmanns hennar. Stefnan sé eina leiðin til að hún og aðrir Eflingarfélagar fái að taka afstöðu til miðlunartillögunnar. Enginn meiriháttar réttarágreiningur sé um það lengur hvort að miðlunartillagana sé tæk. Kröfur stefnunnar eru að Efling kynni tillöguna félögum sínum, réttur félagsmanna til að fá að kjósa um hana verði viðurkenndur og að allir stefndu láti framkvæma atkvæðagreiðslu um hana. Halldór segir að lög um stéttarfélög og kjaradeilur geri ráð fyrir að sáttasemjari setji tímamörk um atkvæðagreiðslur sem þessar. Fresturinn sem ríkissáttasemjari gaf var til 31. janúar. Krafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslan fari fram fimmtudaginn 23. febrúar, þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að miðlunartillagan var gefin út. Til vara krefst hún að atkvæðagreiðslunni verði lokið innan viku frá niðurstöðu félagsdóms og til þrautarvara innan hæfilegs tíma. Verkfallsaðgerðir Eflingar á hótelum og í olíuflutningum hófust aftur á miðnætti eftir að upp úr viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins slitnaði í gær. Samtök atvinnulífsins boðuðu í morgun atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar sem tæki gildi í næstu viku. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið til umfjöllunar dómstóla undanfarnar vikur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði að að afhenda sáttasemjara kjörskrá til að hann gæti látið framkvæma atkvæðagreiðslu. Landsréttur kvað upp þann úrskurð í síðustu viku að ríkissáttasemjari hefði ekki heimild til þess að ganga á eftir því að fá kjörskrána afhenta. Aðalsteinn steig í kjölfarið til hliðar í deilunni og Ástráður Haraldsson var skipaður settur ríkissáttasemjari í hans stað. Ólöf Helga lagði fram stefnu til að knýja á um félagsmenn Eflingar fái að kjósa um miðlunartillöguna á föstudag. Stefnan beinist að Alþýðusambandi Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Eflingar, Samtökum atvinnulífsins og íslenska ríkinu. Vonir standa til að hægt verði að þingfesta stefnuna í félagsdómi í dag. Eina leiðin til að fá að greiða atkvæði um tillöguna Þrátt fyrir að Ólöf Helga sé ritari stjórnar Eflingar og eigi sæti í samninganefnd höfðar hún málið sem almennur félagsmaður, að sögn Halldórs Kr. Þorsteinssonar, lögmanns hennar. Stefnan sé eina leiðin til að hún og aðrir Eflingarfélagar fái að taka afstöðu til miðlunartillögunnar. Enginn meiriháttar réttarágreiningur sé um það lengur hvort að miðlunartillagana sé tæk. Kröfur stefnunnar eru að Efling kynni tillöguna félögum sínum, réttur félagsmanna til að fá að kjósa um hana verði viðurkenndur og að allir stefndu láti framkvæma atkvæðagreiðslu um hana. Halldór segir að lög um stéttarfélög og kjaradeilur geri ráð fyrir að sáttasemjari setji tímamörk um atkvæðagreiðslur sem þessar. Fresturinn sem ríkissáttasemjari gaf var til 31. janúar. Krafa Ólafar Helgu er að atkvæðagreiðslan fari fram fimmtudaginn 23. febrúar, þegar fjórar vikur verða liðnar frá því að miðlunartillagan var gefin út. Til vara krefst hún að atkvæðagreiðslunni verði lokið innan viku frá niðurstöðu félagsdóms og til þrautarvara innan hæfilegs tíma. Verkfallsaðgerðir Eflingar á hótelum og í olíuflutningum hófust aftur á miðnætti eftir að upp úr viðræðum félagsins við Samtök atvinnulífsins slitnaði í gær. Samtök atvinnulífsins boðuðu í morgun atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar sem tæki gildi í næstu viku.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 20. febrúar 2023 06:10
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu