Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 22:40 Rylee og Megan áttu dásamlegar stundir á Íslandi og nutu þess að uppgötva allar helstu náttúruperlur landsins saman. Aðsend Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi. Ástarsaga kvennanna, Rylee Dolezal og Megan Ure, vakti fyrst athygli þegar þær tóku þátt í keppni á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins eShores, en fyrirtækið óskaði eftir sögum einstaklinga sem fundið hafa ástina á erlendri grundu. Leiðir Rylee og Megan lágu fyrst saman á þýskunámskeiði í Leipzig sumarið 2019. „Við áttum mjög auðvelt með að tala saman, meira að segja á þýsku,“ segir Rylee í samtali við breska miðilinn Mirror. „Við vorum saman í tímum og þess á milli áttum við góðar stundir saman. Við fórum í nokkrar ferðir um landið, heimsóttum Potsam og Dresden og það var virkilega gaman.“ Þegar námskeiðinu lauk voru Rylee og Megan kolfallnar fyrir hvor annarri en þurftu hvor um sig að fara til síns heimalands, Rylee til Bandaríkjanna og Megan til Bretlands. Þær voru staðráðnar í því að vera í fjarsambandi. Næstu vikur og mánuði töluðu þær saman á hverjum degi í síma eða í gegnum myndsímtöl. Þær gerðu sér hvorug grein fyrir hversu lengi þær áttu eftir að vera aðskildar. „Sumarið þar á eftir, árið 2020 ætlaði Megan síðan að heimsækja mig til Bandaríkjanna og við ætluðum að ferðast saman um landið. En síðan kom Covid. Við vorum sífellt að gera ný plön en þurftum svo alltaf að fresta þeim,“ segir Rylee. Voru spenntar og stressaðar Heimsfaraldurinn olli því að á þessum tíma var ómögulegt að ferðast á milli Bandaríkjanna og Bretlands. Rylee og Megan voru því fastar sitt hvoru megin við Atlandshafið og þráðu að hitta hvor aðra en þurftu að sætta sig við að vera í sambandi í gegnum internetið. Þegar leið að sumri árið 2021 var ferðatakmörkunum aflétt í sumum löndum. Eitt af þeim löndum var Ísland. Að sögn Rylee var það Megan sem stakk upp á því að þær myndu nota tækifærið og hittast á miðri leið, nánar tiltekið í Reykjavík. Þegar hér var komið sögu höfðu þær ekki hist í tvö ár. „Það var hún sem fékk þessa sturluðu hugmynd, að hittast á Íslandi í tvær vikur,“ segir Rylee og bætir við að Megan hafi þurft að fara til Íslands viku á undan henni til að fara í sóttkví. Rylee var hins vegar fullbólusett. Rylee rifjar jafnframt upp þá stund þegar þær hittust á ný. „Megan var nýsloppin úr sóttkví og þess vegna þurfti ég að strætó á hótelið. Hún hljóp út af hótelinu og yfir á strætóstoppistöðina. Það var yndislegt. Við vorum báðar rosalega spenntar, en líka pínulítið stressaðar yfir því hvort tengingin væri ennþá til staðar. Fyrstu 15 mínúturnar voru svolítið vandræðalegar,“ segir hún en bætir við að það hafi þó ekki staðið yfir lengi. Þær stöllur áttu að sögn Rylee dásamlegar stundir á Íslandi og nutu þess að uppgötva allar helstu náttúruperlur landsins saman. Í dag, tveimur og hálfu ári eftir endurfundina á Íslandi er parið búsett í London og eru hæstánægðar með lífið og tilveruna. „Þið þurfið að vera virkilega skuldbundin hvort öðru, og megið ekki óttast skuldbindinguna,“ segir Rylee þegar hún er spurð um hvað þurfi til að láta fjarsamband ganga upp. Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Bretland Bandaríkin Íslandsvinir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Ástarsaga kvennanna, Rylee Dolezal og Megan Ure, vakti fyrst athygli þegar þær tóku þátt í keppni á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins eShores, en fyrirtækið óskaði eftir sögum einstaklinga sem fundið hafa ástina á erlendri grundu. Leiðir Rylee og Megan lágu fyrst saman á þýskunámskeiði í Leipzig sumarið 2019. „Við áttum mjög auðvelt með að tala saman, meira að segja á þýsku,“ segir Rylee í samtali við breska miðilinn Mirror. „Við vorum saman í tímum og þess á milli áttum við góðar stundir saman. Við fórum í nokkrar ferðir um landið, heimsóttum Potsam og Dresden og það var virkilega gaman.“ Þegar námskeiðinu lauk voru Rylee og Megan kolfallnar fyrir hvor annarri en þurftu hvor um sig að fara til síns heimalands, Rylee til Bandaríkjanna og Megan til Bretlands. Þær voru staðráðnar í því að vera í fjarsambandi. Næstu vikur og mánuði töluðu þær saman á hverjum degi í síma eða í gegnum myndsímtöl. Þær gerðu sér hvorug grein fyrir hversu lengi þær áttu eftir að vera aðskildar. „Sumarið þar á eftir, árið 2020 ætlaði Megan síðan að heimsækja mig til Bandaríkjanna og við ætluðum að ferðast saman um landið. En síðan kom Covid. Við vorum sífellt að gera ný plön en þurftum svo alltaf að fresta þeim,“ segir Rylee. Voru spenntar og stressaðar Heimsfaraldurinn olli því að á þessum tíma var ómögulegt að ferðast á milli Bandaríkjanna og Bretlands. Rylee og Megan voru því fastar sitt hvoru megin við Atlandshafið og þráðu að hitta hvor aðra en þurftu að sætta sig við að vera í sambandi í gegnum internetið. Þegar leið að sumri árið 2021 var ferðatakmörkunum aflétt í sumum löndum. Eitt af þeim löndum var Ísland. Að sögn Rylee var það Megan sem stakk upp á því að þær myndu nota tækifærið og hittast á miðri leið, nánar tiltekið í Reykjavík. Þegar hér var komið sögu höfðu þær ekki hist í tvö ár. „Það var hún sem fékk þessa sturluðu hugmynd, að hittast á Íslandi í tvær vikur,“ segir Rylee og bætir við að Megan hafi þurft að fara til Íslands viku á undan henni til að fara í sóttkví. Rylee var hins vegar fullbólusett. Rylee rifjar jafnframt upp þá stund þegar þær hittust á ný. „Megan var nýsloppin úr sóttkví og þess vegna þurfti ég að strætó á hótelið. Hún hljóp út af hótelinu og yfir á strætóstoppistöðina. Það var yndislegt. Við vorum báðar rosalega spenntar, en líka pínulítið stressaðar yfir því hvort tengingin væri ennþá til staðar. Fyrstu 15 mínúturnar voru svolítið vandræðalegar,“ segir hún en bætir við að það hafi þó ekki staðið yfir lengi. Þær stöllur áttu að sögn Rylee dásamlegar stundir á Íslandi og nutu þess að uppgötva allar helstu náttúruperlur landsins saman. Í dag, tveimur og hálfu ári eftir endurfundina á Íslandi er parið búsett í London og eru hæstánægðar með lífið og tilveruna. „Þið þurfið að vera virkilega skuldbundin hvort öðru, og megið ekki óttast skuldbindinguna,“ segir Rylee þegar hún er spurð um hvað þurfi til að láta fjarsamband ganga upp.
Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Bretland Bandaríkin Íslandsvinir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira