Fyrrverandi starfsmaður handtekinn vegna dráps á biskupi Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2023 08:49 Kona leggur blóm og innrömmuð skilaboð við lögregluborða utan um heimili Davids O'Connells, aðstoðarbiskups, sem fannst skotinn til bana á laugardag. AP/Damian Dovarganes Karlmaður sem lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum handtók í tengslum við morð á þekktum biskupi er eiginmaður þernu biskupsins og hafði sjálfur unnið fyrir hann. Lögregla rannsakar enn tilefni morðsins. David O'Connell, aðstoðarbiskup í Los Angeles-erkibiskupsdæmi kaþólsku kirkjunnar, fannst skotinn til bana í svefnherbergi heimili síns í Hacienda Heights, úthverfi stórborgarinnar, á laugardag. Hann hafði meðal annars helgað sig baráttu gegn glæpagengjum. Sérsveit lögreglu handtók Carlos Medina, eiginmann þernu O'Connells, á heimili þeirra í Torrance sem er um 55 kílómetrum frá heimili biskupsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Böndin bárust fyrst að Medina þegar rannsóknarlögreglumenn sáu bifreið hans í innkeyrslunni við hús O'Connells um það leyti sem hann var myrtur á upptöku öryggismyndavélar. Þá barst lögreglu ábending um að Medina, sem er 65 ára gamall, hafi sýnt af sér undarlega hegðun og talað um að O'Connell skuldaði honum fé. Engin ummerki fundust um að brotist hefði verið inn til O'Connells. Eiginkona Medina er sögð samvinnufús við lögreglu. Vopn fundust á heimili þeirra hjóna. Robert Luna, lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu, (t.h.) faðmar José H. Gomez, erkibiskup, á blaðamannafundi lögreglu vegna morðsins á O'Connell í gær.AP/Damian Dovarganes O'Connell, sem fæddist á Írlandi, er sagður samfélaginu á svæðinu harmdauði. Nágrannar og safnaðarmeðlimir hafa skilið eftir blóm og kerti við lögregluborða utan um heimili hans í Hacienda Heights. José H. Gomez, erkibiskupinn í Los Angeles-sýslu, segir O'Connell hafa talað spænsku reiprennandi með írskum hreim. Hann hafi alla tíð sýnt fátækum, heimilislausum, innflytjendum og jaðarsettum í samfélaginu hluttekningu. „Hann var góður prestur, góðu biskup og maður friðar og við erum mjög hrygg að missa hann,“ sagði Gomez klökkur við fréttamenn. Fintan Gavin, biskup í Cork og Ross á Írlandi, sagði söfnuðinn þar sleginn yfir dauða O'Connells. Hann hafi ræktað tengslin við fjölskyldu og vini í gamla landinu. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. 20. febrúar 2023 12:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
David O'Connell, aðstoðarbiskup í Los Angeles-erkibiskupsdæmi kaþólsku kirkjunnar, fannst skotinn til bana í svefnherbergi heimili síns í Hacienda Heights, úthverfi stórborgarinnar, á laugardag. Hann hafði meðal annars helgað sig baráttu gegn glæpagengjum. Sérsveit lögreglu handtók Carlos Medina, eiginmann þernu O'Connells, á heimili þeirra í Torrance sem er um 55 kílómetrum frá heimili biskupsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Böndin bárust fyrst að Medina þegar rannsóknarlögreglumenn sáu bifreið hans í innkeyrslunni við hús O'Connells um það leyti sem hann var myrtur á upptöku öryggismyndavélar. Þá barst lögreglu ábending um að Medina, sem er 65 ára gamall, hafi sýnt af sér undarlega hegðun og talað um að O'Connell skuldaði honum fé. Engin ummerki fundust um að brotist hefði verið inn til O'Connells. Eiginkona Medina er sögð samvinnufús við lögreglu. Vopn fundust á heimili þeirra hjóna. Robert Luna, lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu, (t.h.) faðmar José H. Gomez, erkibiskup, á blaðamannafundi lögreglu vegna morðsins á O'Connell í gær.AP/Damian Dovarganes O'Connell, sem fæddist á Írlandi, er sagður samfélaginu á svæðinu harmdauði. Nágrannar og safnaðarmeðlimir hafa skilið eftir blóm og kerti við lögregluborða utan um heimili hans í Hacienda Heights. José H. Gomez, erkibiskupinn í Los Angeles-sýslu, segir O'Connell hafa talað spænsku reiprennandi með írskum hreim. Hann hafi alla tíð sýnt fátækum, heimilislausum, innflytjendum og jaðarsettum í samfélaginu hluttekningu. „Hann var góður prestur, góðu biskup og maður friðar og við erum mjög hrygg að missa hann,“ sagði Gomez klökkur við fréttamenn. Fintan Gavin, biskup í Cork og Ross á Írlandi, sagði söfnuðinn þar sleginn yfir dauða O'Connells. Hann hafi ræktað tengslin við fjölskyldu og vini í gamla landinu.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. 20. febrúar 2023 12:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Telja að biskup hafi verið myrtur í Los Angeles Lögreglan í Los Angeles-sýslu rannsakar lát kaþólsks biskups á laugardag sem morð. Biskupinn var skotinn til bana á heimili sínu og byssumaðurinn eða mennirnir ganga enn lausir. 20. febrúar 2023 12:00