Samgöngusáttmáli í uppnámi? Ó. Ingi Tómasson skrifar 21. febrúar 2023 09:31 Forsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru bættar samgöngur, hvort sem eru almenningssamgöngur, ferðir einkabílsins eða hjólandi umferð. Forsendur fyrir bættum samgöngum er strætó í sérrými, betri stofnvegir fyrir einkabílinn og bættar hjóla- og gönguleiðir. Jafnframt skipta bættar ljósastýringar miklu máli. Framkvæmd samgöngusáttmálans Betri samgöngur ohf. var stofnað til að sjá um framkvæmd samgöngusáttmálans sem samþykktur var árið 2019. Síðustu vikur hafa ýmsir lýst efasemdum og áhyggjum um aukin kostnað við framkvæmdaáætlun samgöngusáttmálans, þar hefur verið nefnt 50% hækkun framkvæmdakostnaðar, Betri samgöngur ohf. benda hins vegar á að hækkunin nemi 11,5% og þar vegi þyngst, hækkandi verðlag og að stofnvegir hafi farið fram úr áætlunum. Mikilvægt er að áframhaldandi samstaða haldist um samgöngusáttmálann. Ljóst er að tafir eru á einhverjum verkþáttum þá sér í lagi þeim sem snúa að uppbyggingu Borgarlínu sem er sérrými fyrir almenningssamgöngur. Kostnaður við framkvæmdir samgöngusáttmálans var áætlaður 120 milljarðir og á framkvæmdum að ljúka árið 2033. Raunverulegt val um ferðamáta Spá svæðisskipulagsins (2015) gerir ráð fyrir um að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 50.000 – 75.000 fram til ársins 2040, nú er ljóst að sú fjölgun verður enn meiri, til að setja þetta í samhengi mun íbúum fjölga álíka og nú búa samanlagt í Hafnarfirði og Kópavogi, ef ekki tekst að breyta ferðavenjum samhliða þeirri fjölgun má gera ráð fyrir að fjölgun bifreiða verði samsvarandi. Nú búa um 240.000 manns á höfuðborgarsvæðinu og skv. Samgöngustofu eru skráð ökutæki á svæðinu um 218.000. Ljóst er að ef lítið verði um framkvæmdir munu umferðatafir með tilheyrandi mengun og kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki halda áfram að vaxa. Ríkið ætti að koma inn í verkefnið með auknum þunga, svo væri frábært ef kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gætu staðið sameinaðir í að framkvæmd samgöngusáttmálans verði að veruleika. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu gera þá kröfu að samgöngur séu greiðar og að raunverulegt val sé um ferðamáta hvort sem er í almenningssamgöngum, á einkabílnum eða á hjóli. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Forsenda svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins eru bættar samgöngur, hvort sem eru almenningssamgöngur, ferðir einkabílsins eða hjólandi umferð. Forsendur fyrir bættum samgöngum er strætó í sérrými, betri stofnvegir fyrir einkabílinn og bættar hjóla- og gönguleiðir. Jafnframt skipta bættar ljósastýringar miklu máli. Framkvæmd samgöngusáttmálans Betri samgöngur ohf. var stofnað til að sjá um framkvæmd samgöngusáttmálans sem samþykktur var árið 2019. Síðustu vikur hafa ýmsir lýst efasemdum og áhyggjum um aukin kostnað við framkvæmdaáætlun samgöngusáttmálans, þar hefur verið nefnt 50% hækkun framkvæmdakostnaðar, Betri samgöngur ohf. benda hins vegar á að hækkunin nemi 11,5% og þar vegi þyngst, hækkandi verðlag og að stofnvegir hafi farið fram úr áætlunum. Mikilvægt er að áframhaldandi samstaða haldist um samgöngusáttmálann. Ljóst er að tafir eru á einhverjum verkþáttum þá sér í lagi þeim sem snúa að uppbyggingu Borgarlínu sem er sérrými fyrir almenningssamgöngur. Kostnaður við framkvæmdir samgöngusáttmálans var áætlaður 120 milljarðir og á framkvæmdum að ljúka árið 2033. Raunverulegt val um ferðamáta Spá svæðisskipulagsins (2015) gerir ráð fyrir um að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 50.000 – 75.000 fram til ársins 2040, nú er ljóst að sú fjölgun verður enn meiri, til að setja þetta í samhengi mun íbúum fjölga álíka og nú búa samanlagt í Hafnarfirði og Kópavogi, ef ekki tekst að breyta ferðavenjum samhliða þeirri fjölgun má gera ráð fyrir að fjölgun bifreiða verði samsvarandi. Nú búa um 240.000 manns á höfuðborgarsvæðinu og skv. Samgöngustofu eru skráð ökutæki á svæðinu um 218.000. Ljóst er að ef lítið verði um framkvæmdir munu umferðatafir með tilheyrandi mengun og kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki halda áfram að vaxa. Ríkið ætti að koma inn í verkefnið með auknum þunga, svo væri frábært ef kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gætu staðið sameinaðir í að framkvæmd samgöngusáttmálans verði að veruleika. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu gera þá kröfu að samgöngur séu greiðar og að raunverulegt val sé um ferðamáta hvort sem er í almenningssamgöngum, á einkabílnum eða á hjóli. Höfundur situr í umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar