„Munum gefa okkur góðan tíma til að finna eftirmann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 18:12 Guðmundur Þórður Guðmundsson heldur ekki áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Nafni hans, Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að sambandði muni taka sér góðan tíma í að finna eftirmann hans. Vísir/Vilhelm „Þetta er bara sameiginleg niðurstaða okkar. Við áttum spjall saman og eftir að hafa farið yfir þetta þá var þetta bara sameiginleg niðurstaða okkar,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleikssambands Íslands, um þá ákvörðun að Guðmundur Þórður Guðmundsson myndi ekki halda áfram með íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann segir þó ekkert sérstakt liggja að baki ákvörðunarinnar. „Nei, nei. Við bara fórum yfir mótið og þetta var niðurstaðan og báðir aðilar eru sáttir við hana.“ Vonbrigðin á HM gerðu ekki útslagið Seinustu leikir Guðmundar sem þjálfari íslenska landsliðsins voru á HM í handbolta í seinasta mánuði þar sem liðið náði ekki markmiðum sínum. Eins og frægt er orðið komst Ísland ekki í átta liða úrslit og hafnaði í 12. sæti mótsins. „Fyrir mér er það alveg ljóst að við stóðumst ekki allar væntingar en menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þegar við skoðum þetta mót aftur til baka að þá er riðillinn sem við vorum í alveg feikilega sterkur. Þannig að væntingarnar sem við vorum að gera fyrir fram voru kannski fullmiklar.“ „Þetta gat alveg brugðið til beggja vona og það munaði ekkert miklu að við færum í átta liða úrslitin. Þetta er seinni parturinn í leik á móti Ungverjalandi. En auðvitað vonuðumst við til að komast í átta liða úrslitin en eins og það er alltaf í íþróttum þá getur brugðið til beggja vona.“ Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ.Vísir/Stöð 2 Ákvörðunin erfið Þá segir Guðmundur að þrátt fyrir að ákvörðunin um að nafni hann myndi láta af störfum hafi verið sameiginleg milli HSÍ og þjálfarans, hafi hún í eðli sínu verið erfið. „Þetta er bara sameiginleg ákvörðun. En jú, Guðmundur er náttúrulega búinn að standa sig frábærlega sem landsliðsþjálfari og búinn að koma okkur þrisvar inn [á Ólympíuleika] og alltaf höfum við skilað góðum árangri. Þannig að auðvitað eigum við honum miklar þakkir skyldar bara í raun og veru í sögu handboltans og hvað hann er búinn að standa sig vel og hefur skilað liðinu alltaf í topp þegar hann hefur hætt,“ sagði Guðmundur, en vildi ekki segja til um hvorum megin við borðið þessi hugmynd hafi kviknað. „Það er í sjálfu sér engin umræða um það. Við komumst bara að sameiginlegri niðurstöðu.“ Klippa: Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Gunnar og Ágúst stýra liðinu í næstu leikjum Stutt er í næstu leiki hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og Guðmundur gerir ráð fyrir því að aðstoðarmenn Guðmundar munu stýra liðinu í þeim leikjum. Hann segir þó að ekkert sé farið að ræða um hver muni taka við starfi Guðmundar til lengri tíma. „Þar sem þetta kemur náttúrulega svolítið bratt upp þá gerum við ráð fyrir því að aðstoðarmenn hans, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, stýri liðinu í þeim verkefnum sem eru núna framundan sem eru tveir leikir við Tékka í byrjun mars og svo eigum við leiki við Ísrael og Eistland. Þannig að við gerum ráð fyrir því að þeir muni leysa þau verkefni af hólmi.“ „En við munum bara gefa okkur núna góðan tíma til þess að finna eftirmann,“ sagði Guðmundur og bætti við að sambandið hafi ekki enn rætt um hver sá eftirmaður gæti mögulega verið. „Nei, það hefur ekki komið neitt til umræðu. Ég hef ekki rætt við nokkurn mann um það.“ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Hann segir þó ekkert sérstakt liggja að baki ákvörðunarinnar. „Nei, nei. Við bara fórum yfir mótið og þetta var niðurstaðan og báðir aðilar eru sáttir við hana.“ Vonbrigðin á HM gerðu ekki útslagið Seinustu leikir Guðmundar sem þjálfari íslenska landsliðsins voru á HM í handbolta í seinasta mánuði þar sem liðið náði ekki markmiðum sínum. Eins og frægt er orðið komst Ísland ekki í átta liða úrslit og hafnaði í 12. sæti mótsins. „Fyrir mér er það alveg ljóst að við stóðumst ekki allar væntingar en menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þegar við skoðum þetta mót aftur til baka að þá er riðillinn sem við vorum í alveg feikilega sterkur. Þannig að væntingarnar sem við vorum að gera fyrir fram voru kannski fullmiklar.“ „Þetta gat alveg brugðið til beggja vona og það munaði ekkert miklu að við færum í átta liða úrslitin. Þetta er seinni parturinn í leik á móti Ungverjalandi. En auðvitað vonuðumst við til að komast í átta liða úrslitin en eins og það er alltaf í íþróttum þá getur brugðið til beggja vona.“ Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ.Vísir/Stöð 2 Ákvörðunin erfið Þá segir Guðmundur að þrátt fyrir að ákvörðunin um að nafni hann myndi láta af störfum hafi verið sameiginleg milli HSÍ og þjálfarans, hafi hún í eðli sínu verið erfið. „Þetta er bara sameiginleg ákvörðun. En jú, Guðmundur er náttúrulega búinn að standa sig frábærlega sem landsliðsþjálfari og búinn að koma okkur þrisvar inn [á Ólympíuleika] og alltaf höfum við skilað góðum árangri. Þannig að auðvitað eigum við honum miklar þakkir skyldar bara í raun og veru í sögu handboltans og hvað hann er búinn að standa sig vel og hefur skilað liðinu alltaf í topp þegar hann hefur hætt,“ sagði Guðmundur, en vildi ekki segja til um hvorum megin við borðið þessi hugmynd hafi kviknað. „Það er í sjálfu sér engin umræða um það. Við komumst bara að sameiginlegri niðurstöðu.“ Klippa: Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Gunnar og Ágúst stýra liðinu í næstu leikjum Stutt er í næstu leiki hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og Guðmundur gerir ráð fyrir því að aðstoðarmenn Guðmundar munu stýra liðinu í þeim leikjum. Hann segir þó að ekkert sé farið að ræða um hver muni taka við starfi Guðmundar til lengri tíma. „Þar sem þetta kemur náttúrulega svolítið bratt upp þá gerum við ráð fyrir því að aðstoðarmenn hans, Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, stýri liðinu í þeim verkefnum sem eru núna framundan sem eru tveir leikir við Tékka í byrjun mars og svo eigum við leiki við Ísrael og Eistland. Þannig að við gerum ráð fyrir því að þeir muni leysa þau verkefni af hólmi.“ „En við munum bara gefa okkur núna góðan tíma til þess að finna eftirmann,“ sagði Guðmundur og bætti við að sambandið hafi ekki enn rætt um hver sá eftirmaður gæti mögulega verið. „Nei, það hefur ekki komið neitt til umræðu. Ég hef ekki rætt við nokkurn mann um það.“
Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira