Sakaður um dónaskap eftir heilahristing: „Svona skrif er ekki hægt að láta liggja“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2023 23:29 Gísli Eyjólfsson í leik með Breiðablik síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins gegn Leikni í Lengjubikarnum í gærkvöldi. Gísli var tekinn af velli eftir höfuðhöggið og var fluttur á sjúkrahús með heilahristing. Á leið sinni út af vellinum veittist hann „með fúkyrðum og merkjasendingum“ að ljósmyndara Fótbolta.net, eins og segir í grein miðilsins um leikinn. Á myndinni sem fylgir grein Fótbolta.net um leikinn má sjá hvers konar merkjasendingar um ræðir. Eftir þessa umfjöllun sá knattspyrnudeild Breiðabliks sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af Flosa Eiríkssyni, formanni deildarinnar, segir að deildinni þyki nauðsynlegt að fara yfir málavexti. Þar kemur fram að Gísli hafi fengið þungt höfuðhögg og að þegar sjúkraþjálfari liðsins hafi komið að honum hafi hann ekki verið með sjálfum sér, talað ósamhengislaust og verið óstöðugur á fæti. Þá viðurkennir deildin að Gísli hafi sýnt ljósmyndaranum, Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, óviðeigandi framkomu og biður hana afsökunar. Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Breiðabliks. pic.twitter.com/EocmFZVbOy— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 21, 2023 Man ekkert eftir atvikum „Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið, hvorki orðaskiptum eða öðru. Þegar hann var kominn upp á sjúkrahús og var sagt frá atvikum, hringdi hann í ljósmyndarann og bað hana afsökunar á sinni framkomu. Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segist knattspyrnudeild Breiðabliks fordæma skrif Fótbolta.net. Fram kemur í yfirlýsingunni að fréttaritari hafi ekki verið á leiknum. Auk þess hafi fulltrúar félagsins reynt að útskýra málsatvik fyrir fréttaritara eftir að skrifin birtust, en það hafi skilað litlum árangri. „Knattspyrnudeild Breiðabliks fordæmir skrif fréttaritara Fótbolta.net, sem ekki var á leiknum, af atvikinu og af hversu mikilli léttúð er fjallað um alvarlegt höfuðhögg okkar leikmanns og þess að hann var sendur beint upp á spítala.“ Leikmaðurinn eigi skrifin ekki skilið Undi lok yfirlýsingarinnar segist knattspyrnudeild Breiðabliks fagna fréttaflutningi af fótbolta, en að skrif sem þessi sé ekki hægt að láta liggja. „Við fögnum fréttaflutningi af fólbolta og kveinkum okkur ekki yfir gagnrýni, en svona skrif er ekki hægt að láta liggja. Gísli Eyjólfsson á það ekki skilið né nokkur annar leikmaður sem lendir í svipuðum atvikum eða meiðslum.“ „Að lokum ítrekum við afsökunarbeiðni okkar í knattspyrnudeild Breiðabliks til Jónínu,“ segir að lokum. Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Sjá meira
Gísli var tekinn af velli eftir höfuðhöggið og var fluttur á sjúkrahús með heilahristing. Á leið sinni út af vellinum veittist hann „með fúkyrðum og merkjasendingum“ að ljósmyndara Fótbolta.net, eins og segir í grein miðilsins um leikinn. Á myndinni sem fylgir grein Fótbolta.net um leikinn má sjá hvers konar merkjasendingar um ræðir. Eftir þessa umfjöllun sá knattspyrnudeild Breiðabliks sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af Flosa Eiríkssyni, formanni deildarinnar, segir að deildinni þyki nauðsynlegt að fara yfir málavexti. Þar kemur fram að Gísli hafi fengið þungt höfuðhögg og að þegar sjúkraþjálfari liðsins hafi komið að honum hafi hann ekki verið með sjálfum sér, talað ósamhengislaust og verið óstöðugur á fæti. Þá viðurkennir deildin að Gísli hafi sýnt ljósmyndaranum, Jónínu Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, óviðeigandi framkomu og biður hana afsökunar. Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Breiðabliks. pic.twitter.com/EocmFZVbOy— Breiðablik FC (@BreidablikFC) February 21, 2023 Man ekkert eftir atvikum „Gísli man ekkert eftir atvikum á vellinum eftir höfuðhöggið, hvorki orðaskiptum eða öðru. Þegar hann var kominn upp á sjúkrahús og var sagt frá atvikum, hringdi hann í ljósmyndarann og bað hana afsökunar á sinni framkomu. Hún tók við því og samþykkti afsökunarbeiðnina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segist knattspyrnudeild Breiðabliks fordæma skrif Fótbolta.net. Fram kemur í yfirlýsingunni að fréttaritari hafi ekki verið á leiknum. Auk þess hafi fulltrúar félagsins reynt að útskýra málsatvik fyrir fréttaritara eftir að skrifin birtust, en það hafi skilað litlum árangri. „Knattspyrnudeild Breiðabliks fordæmir skrif fréttaritara Fótbolta.net, sem ekki var á leiknum, af atvikinu og af hversu mikilli léttúð er fjallað um alvarlegt höfuðhögg okkar leikmanns og þess að hann var sendur beint upp á spítala.“ Leikmaðurinn eigi skrifin ekki skilið Undi lok yfirlýsingarinnar segist knattspyrnudeild Breiðabliks fagna fréttaflutningi af fótbolta, en að skrif sem þessi sé ekki hægt að láta liggja. „Við fögnum fréttaflutningi af fólbolta og kveinkum okkur ekki yfir gagnrýni, en svona skrif er ekki hægt að láta liggja. Gísli Eyjólfsson á það ekki skilið né nokkur annar leikmaður sem lendir í svipuðum atvikum eða meiðslum.“ „Að lokum ítrekum við afsökunarbeiðni okkar í knattspyrnudeild Breiðabliks til Jónínu,“ segir að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn