Allt galopið eftir jafntefli City í Þýskalandi Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 22:04 Ilkay Gundogan í baráttu við Benjamin Heinrichs í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Manchester City og RB Leipzig gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikurinn fór fram í Þýskalandi í kvöld. Meistaradeildin er sá titill sem Pep Guardiola á eftir að vinna sem þjálfari Manchester City og titill sem flestir stuðningsmenn liðsins bíða eftir að geta fagnað. Liðið hélt til Þýskalands í dag þar sem liðið heimsótti RB Leipzig. Leikurinn fór nokkuð vel af stað fyrir City því Riyad Mahrez kom liðinu yfir á 27.mínútu. Lið City var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og hafði töluverða yfirburði úti á velli. Staðan var 1-0 í hálfleik en í síðari hálfleik náði lið RB Leipzig að koma sér betur inn í leikinn. Á 70.mínútu jafnaði Josko Gvardiol fyrir heimamenn en króatíski varnarmaðurinn sló í gegn á heimsmeistaramótinu í Katar og vakti þá mikla athygli. Á lokamínútunum vildi City fá vítaspyrnu þegar markaskorarinn Gvardiol virtist fá boltann í höndina en ekkert var dæmt. Lokatölur í kvöld 1-1 og einvígið því galopið fyrir seinni leik liðanna sem fram fer í Manchester eftir þrjár vikur. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Manchester City og RB Leipzig gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikurinn fór fram í Þýskalandi í kvöld. Meistaradeildin er sá titill sem Pep Guardiola á eftir að vinna sem þjálfari Manchester City og titill sem flestir stuðningsmenn liðsins bíða eftir að geta fagnað. Liðið hélt til Þýskalands í dag þar sem liðið heimsótti RB Leipzig. Leikurinn fór nokkuð vel af stað fyrir City því Riyad Mahrez kom liðinu yfir á 27.mínútu. Lið City var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og hafði töluverða yfirburði úti á velli. Staðan var 1-0 í hálfleik en í síðari hálfleik náði lið RB Leipzig að koma sér betur inn í leikinn. Á 70.mínútu jafnaði Josko Gvardiol fyrir heimamenn en króatíski varnarmaðurinn sló í gegn á heimsmeistaramótinu í Katar og vakti þá mikla athygli. Á lokamínútunum vildi City fá vítaspyrnu þegar markaskorarinn Gvardiol virtist fá boltann í höndina en ekkert var dæmt. Lokatölur í kvöld 1-1 og einvígið því galopið fyrir seinni leik liðanna sem fram fer í Manchester eftir þrjár vikur.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti