„Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er fullur tilhlökkunar fyrir seinni leik Breiðabliks gegn albanska liðinu Egnatia í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikarnir fara inn í leikinn marki undir, en Höskuldur segir þá vita hvað þurfi að gera til að fagna sigri. Fótbolti 15.7.2025 12:33
Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Levi Colwill og félagar í Chelsea urðu fyrstu meistararnir í hinni nýju heimsmeistarakeppni félagsliða eftir sannfærandi sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum. Fótbolti 15.7.2025 09:31
Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Fjórir portúgalskir knattspyrnumenn eiga möguleika á því að verða sjöfaldir meistarar á árinu 2025 eftir magnaða framgöngu með bæði félagsliði og landsliði. Fótbolti 10.7.2025 15:16
Földu sig inn á klósetti í 27 klukkutíma og sáu úrslitaleikinn fritt Tvær belgískar Tik Tok stjörnur virðast hafa komist upp með að að fá úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta án þess að borga krónu fyrir. Fótbolti 5. júní 2025 22:30
Fiorentina óákveðið og lið í Meistaradeildinni hafa áhuga á Alberti Framtíð Alberts Guðmundssonar er óráðin, lánssamningur hans við Fiorentina er að renna út og félagið hefur ekki tekið ákvörðun um að kaupa hann frá Genoa, sem hefur fundið fyrir áhuga á leikmanninum frá liðum í Meistaradeildinni. Fótbolti 4. júní 2025 11:32
Inzaghi hættur með Inter og stýrir nýju liði á HM Ítalski stjórinn Simone Inzaghi hefur ákveðið, eftir að hafa í annað sinn á þremur árum komið Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, að segja skilið við félagið og taka við Al Hilal í Sádi-Arabíu. Fótbolti 3. júní 2025 15:19
UEFA breytir reglu í Meistaradeildinni Knattspyrnusamband Evrópu er ekki hætt að fikta í reglum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 2. júní 2025 20:31
Fögnuðu með skrúðgöngu í skugga óeirða Þrátt fyrir óeirðir í París á laugardagskvöld þar sem tveir létust og vel yfir fimm hundruð voru handteknir hélt Paris Saint-Germain skrúðgöngu í gær þar sem liðið fagnaði Meistaradeildartitlinum. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út og lögreglan beitti táragasi. Fótbolti 2. júní 2025 07:44
Tveir látnir og fleiri hundruð handtekin í óeirðum eftir sigur PSG Tveir eru látnir og vel yfir 500 hafa verið handteknir í óeirðum sem áttu sér stað í París eftir að París Saint-Germain sigraði Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu á laugardagskvöld. Fótbolti 1. júní 2025 10:30
Valdi tíu bestu augnablik Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu. Fótbolti 1. júní 2025 08:02
„Draumar rætast“ Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Fótbolti 31. maí 2025 22:45
Fékk draum sinn uppfylltan og heiðraði minningu látinnar dóttur sinnar Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 31. maí 2025 22:25
Enrique hluti af fámennum hópi ótrúlegra sigurvegara Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum. Fótbolti 31. maí 2025 21:48
Öll fimm mörkin í ótrúlegum sigri PSG París Saint-Germain er sigurvegari Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 5-0 sigur á Inter Milan. Um er að ræða stærsta sigur í sögu Meistaradeildarinnar frá upphafi. Fótbolti 31. maí 2025 19:50
PSG verðskuldaður sigurvegari Meistaradeildar Evrópu París Saint-Germain stóð uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta eftir ótrúlegan 5-0 sigur á Inter á Allianz-vellinum í Þýskalandi. Um er að ræða stærsta sigur í sögu Meistaradeildar Evrópu sem og forvera hennar. Fótbolti 31. maí 2025 18:00
Fyrrum forseti Inter látinn og liðið mun leika með sorgarbönd Leikmenn Inter munu spila með sorgarbönd á handleggnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld, til minningar um fyrrum eiganda og forseta félagsins, Ernesto Pellegrini, sem féll frá í morgun. Fótbolti 31. maí 2025 10:30
Leikdagur í Munchen: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Paris Saint Germain og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Allianz Arena í Munchen í kvöld. Þar eru Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason staddir og munu lýsa herlegheitunum þaðan í kvöld. Fótbolti 31. maí 2025 09:01
Mikil öryggisgæsla í París þótt að úrslitaleikurinn fari fram í München Frakkar gera miklar öryggisráðstafanir fyrir morgundaginn þótt að þeir hýsi ekki sjálfir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í ár. Fótbolti 30. maí 2025 22:45
Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Í liðinni viku lauk undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu og nú er ljóst að Inter frá Mílanó á Ítalíu mun mæta París Saint-Germain frá Frakklandi. Bæði lið geta þakkað markvörðum sínum fyrir en báðir voru stórfenglegir milli stanganna í undanúrslitaeinvígum liða sinna. Fótbolti 11. maí 2025 09:02
Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Luis Enrique, þjálfari Paris Saint Germain, missti sína stærstu stjörnu til Real Madrid fyrir tímabilið en er þrátt fyrir það búinn að koma Paris Saint Germain alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fótbolti 10. maí 2025 11:45
Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildar Evrópu mun eitt land eiga sex lið í keppninni á næstu leiktíð, nú þegar ljóst er orðið að sex lið úr ensku úrvalsdeildinni verða í hópi þeirra 36 sem spila í Meistaradeildinni í haust. Fótbolti 9. maí 2025 11:30
Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Skiljanlega var létt yfir Luis Enrique, knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain, eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær. Hann nýtti tækifærið og skaut létt á þá sem hafa efast um styrk frönsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 8. maí 2025 13:30
Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Strákarnir í Meistaradeildarmörkunum hrósuðu Gianluigi Donnarumma, markverði Paris Saint-Germain, fyrir frammistöðu hans í sigrinum á Arsenal í gær. Fótbolti 8. maí 2025 12:31
Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Paris Saint-Germain komst í gær í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Arsenal, 2-1, á heimavelli. Fabián Ruiz og Achraf Hakimi skoruðu mörk Parísarliðsins en Bukayo Saka skoraði fyrir Skytturnar. Fótbolti 8. maí 2025 09:30