„Heiður að vera orðaður við íslenska landsliðið“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2023 07:31 Roberto Garcia Parrondo er hér á hliðarlínunni með Melsungen. vísir/getty Spænski handknattleiksþjálfarinn Roberto Garcia Parrondo segist vera til í að ræða við HSÍ hafi sambandið áhuga á því að fá hann sem arftaka Guðmundar Guðmundssonar með karlalandsliðið. Parrondo er 43 ára gamall og er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson spila með. Hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni er Guðmundur fór til Danmerkur. Parrondo hefur einnig verið landsliðsþjálfari Egyptalands síðustu fjögur ár og lyft þar grettistaki. Liðið hefur unnið Afríkukeppnina tvisvar í röð. Liðið var næstum komið í undanúrslit á HM 2021 en tapaði fyrir Dönum í vítakeppni í einhverjum besta handboltaleik allra tíma. Egyptar fóru svo í átta liða úrslit á nýafstöðnu HM en töpuðu þar fyrir Svíum og enduðu í sjöunda sæti. Eftir það hætti Parrondo með liðið. „Ég hafði ekkert heyrt af því að það væri verið að orða mig við íslenska landsliðið. Ég hef samt ekkert nema gott að segja um íslenskan handbolta. Það er aðdáunarvert hversu góðum árangri Ísland hefur náð í handbolta,“ sagði Parrondo í samtali við Vísi. „Ég verð að vera heiðarlegur og hef ekkert heyrt frá HSÍ. Ísland er frábært lið og allir þjálfarar hafa örugglega áhuga á að þjálfa liðið.“ Spánverjinn virðist vera spenntur að taka samtalið við HSÍ ef símtalið kemur úr Laugardalnum. „Ég myndi alltaf taka símtalið. Ég er alltaf að leita að nýjum tækifærum. Ég hætti hjá Egyptum því þeir vildu að ég myndi flytja þangað en við erum flutt til Þýskalands,“ segir þjálfarinn og bætir við. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera orðaður við frábært lið eins og íslenska landsliðið.“ Landslið karla í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Parrondo er 43 ára gamall og er þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson spila með. Hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni er Guðmundur fór til Danmerkur. Parrondo hefur einnig verið landsliðsþjálfari Egyptalands síðustu fjögur ár og lyft þar grettistaki. Liðið hefur unnið Afríkukeppnina tvisvar í röð. Liðið var næstum komið í undanúrslit á HM 2021 en tapaði fyrir Dönum í vítakeppni í einhverjum besta handboltaleik allra tíma. Egyptar fóru svo í átta liða úrslit á nýafstöðnu HM en töpuðu þar fyrir Svíum og enduðu í sjöunda sæti. Eftir það hætti Parrondo með liðið. „Ég hafði ekkert heyrt af því að það væri verið að orða mig við íslenska landsliðið. Ég hef samt ekkert nema gott að segja um íslenskan handbolta. Það er aðdáunarvert hversu góðum árangri Ísland hefur náð í handbolta,“ sagði Parrondo í samtali við Vísi. „Ég verð að vera heiðarlegur og hef ekkert heyrt frá HSÍ. Ísland er frábært lið og allir þjálfarar hafa örugglega áhuga á að þjálfa liðið.“ Spánverjinn virðist vera spenntur að taka samtalið við HSÍ ef símtalið kemur úr Laugardalnum. „Ég myndi alltaf taka símtalið. Ég er alltaf að leita að nýjum tækifærum. Ég hætti hjá Egyptum því þeir vildu að ég myndi flytja þangað en við erum flutt til Þýskalands,“ segir þjálfarinn og bætir við. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera orðaður við frábært lið eins og íslenska landsliðið.“
Landslið karla í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira