„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 21:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir augljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. Katrín sagði í Reykjavík síðdegis fyrr í dag að ákvörðun ríkissáttasemjara um að una úrskurði Landsréttar hafi verið skiljanleg. Eftir standi hins vegar ósvaraðar spurningar. „Ég skil algerlega rökstuðninginn fyrir því; að stjórnvöld geti ekki sagt eitt einn daginn og annað hinn daginn. Það eru auðvitað bara leikreglurnar sem við þurfum að fylgja. En ég held að það sendi boltann til löggjafans, því klárlega er þetta allt annað vinnulag en hefur verið viðhaft lengi. Það er að segja, miðlunartillögur hafa alltaf verið bornar undir atkvæði – felldar eða samþykktar. Það er það vinnulega sem lengi hefur tíðkast og sú túlkun sem hefur verið uppi þannig að klárlega kallar þetta á að löggjafinn skýri málið.“ Katrín er ekki sammála því að löggjafinn eigi að stíga inn í deilur á vinnumarkaði við hvaða tilefni sem er. „Þetta er mjög hörð deila en það má heldur ekki gleyma því að það er auðvitað frumskylda þeirra sem sitja við samningaborðið að semja. Og maður verður stundum var við það að fólki finnst að stjórnvöld eigi alltaf að stíga inn og leysa úr öllu. Ég myndi ekki segja að það sé ekki beint einkenni á heilbrigðum vinnumarkaði. Á heilbrigðum vinnumarkaði þá auðvitað leysa samningsaðilar úr málum sín á milli.“ Stjórnvöld brugðist snarlega við Hún segir að ekki megi gleyma því að ríkissáttasemjari hafi vikið sæti í deilunni. Stjórnvöld hafi brugðist mjög snarlega við þegar svo beri undir. „En það er bara þannig að auðvitað þurfa aðilar fyrst að sjá einhverja lausn í sjónmáli, það hlýtur að vera forsendan fyrir kjarasamningi. Það sem stjórnvöld gera hverju sinni er í raun og veru bara að greiða fyrir málum þegar aðilar telja að þeir geti samið. Þar höfum við opnað fyrir þetta samtal um leigubremsu og miklu skýrari ramma um leigumarkaðinn sem ég tel að sé mikið þjóðþrifamál fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Katrín sagði í Reykjavík síðdegis fyrr í dag að ákvörðun ríkissáttasemjara um að una úrskurði Landsréttar hafi verið skiljanleg. Eftir standi hins vegar ósvaraðar spurningar. „Ég skil algerlega rökstuðninginn fyrir því; að stjórnvöld geti ekki sagt eitt einn daginn og annað hinn daginn. Það eru auðvitað bara leikreglurnar sem við þurfum að fylgja. En ég held að það sendi boltann til löggjafans, því klárlega er þetta allt annað vinnulag en hefur verið viðhaft lengi. Það er að segja, miðlunartillögur hafa alltaf verið bornar undir atkvæði – felldar eða samþykktar. Það er það vinnulega sem lengi hefur tíðkast og sú túlkun sem hefur verið uppi þannig að klárlega kallar þetta á að löggjafinn skýri málið.“ Katrín er ekki sammála því að löggjafinn eigi að stíga inn í deilur á vinnumarkaði við hvaða tilefni sem er. „Þetta er mjög hörð deila en það má heldur ekki gleyma því að það er auðvitað frumskylda þeirra sem sitja við samningaborðið að semja. Og maður verður stundum var við það að fólki finnst að stjórnvöld eigi alltaf að stíga inn og leysa úr öllu. Ég myndi ekki segja að það sé ekki beint einkenni á heilbrigðum vinnumarkaði. Á heilbrigðum vinnumarkaði þá auðvitað leysa samningsaðilar úr málum sín á milli.“ Stjórnvöld brugðist snarlega við Hún segir að ekki megi gleyma því að ríkissáttasemjari hafi vikið sæti í deilunni. Stjórnvöld hafi brugðist mjög snarlega við þegar svo beri undir. „En það er bara þannig að auðvitað þurfa aðilar fyrst að sjá einhverja lausn í sjónmáli, það hlýtur að vera forsendan fyrir kjarasamningi. Það sem stjórnvöld gera hverju sinni er í raun og veru bara að greiða fyrir málum þegar aðilar telja að þeir geti samið. Þar höfum við opnað fyrir þetta samtal um leigubremsu og miklu skýrari ramma um leigumarkaðinn sem ég tel að sé mikið þjóðþrifamál fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52
Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent