„Við trúum því að vegferðin sem við erum á sé sú rétta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 10:30 Bruno Fernandes er hæstánægður með Erik Ten Hag sem tók við Manchester United síðasta sumar. Vísir/Getty Bruno Fernandes segir að fólk hafi aldrei trúað því að Manchester United gæti verið í þeirri stöðu sem þeir eru í jafn fljótt og raun ber vitni. Hann segir að Erik Ten Hag hafi fengið leikmenn til að trúa á ný. Manchester United er eina félagsliðið í sterkustu deildum Evrópu sem á ennþá möguleika að vinna fjóra titla á tímabilinu. Á fimmtudag sló liðið Barcelona út úr Evrópudeildinni og á morgun mætir liðið Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins. Í viðtali við Skysports segir Bruno Fernandes, einn af lykilmönnum United, að sjálfstraustið innan félagsins sé mun meira en áður en Erik Ten Hag tók við stjórninni síðasta sumar. „Auðvitað tel ég að mikilvægasta breytingin séu úrslitin. Við trúum við því að vegferðin sem við erum á sé sú rétta, ég held að allir hafi trú. Allir fylgja hugmyndunum sem stjórinn hefur komið með inn í liðið og inn í félagið í heild,“ segir Fernandes og bætir við að Hollendingurinn Ten Hag sé kröfuharður „Hann veit hvað við getum og þess vegna setur hann kröfur. Ég held að allir hafi skilið að þú þarft að vera á hans línu. Þú þarft að fylgja hans reglum annars lendir þú í vandræðum. Hann var mjög ákveðinn á undirbúningstímabilinu, enginn fékk að hætta að hlaupa eða stoppa.“ Viðsnúningurinn varð í sigrinum á Liverpool Bruno Fernandes segir að þó aðstæður séu breyttar núna hafi alltaf verið gaman að vera leikmaður Manchester United. „Þegar úrslitin eru góð er það augljóslega skemmtilegra, maður kemur brosandi á æfingasvæðið. Ég held að skortur á sjálfstrausti hafi verið augljós á síðasta tímabili en núna getur þú séð að allir sem spila eru nokkuð öruggir og líka þeir sem eru ekki að spila.“ Manchester United tapaði í fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn Brighton og Brentford. Í þriðja leiknum mætti liðið Liverpool og Fernandes segir að þar hafi orðið viðsnúningur. United vann 2-1 sigur í leiknum. Bruno Fernandes segir að viðsnúningur hafi orðið hjá United í sigrinum gegn Liverpool í upphafi tímabils.Vísir/Getty „Andrúmsloftið var frábært. Fyrsta tæklingin hjá Licha (Lisandro Martinez) kveikti í áhorfendum og maður fann strax að allir skildu að þetta hlyti að vera okkar augnablik. Eftir þennan leik náðum við góðum kafla þangað til við töpuðum gegn City.“ Fernandes segir að það sé ekki hægt að spila fyrir United og vera ánægður án þess að vinna titla. „Það eru liðnir sex eða sjö mánuðir og þetta hefur gengið hratt. Ég held að fólk hafi ekki trúað því að United væri í þessari stöðu á þessum tímapunkti vegna allra breytinganna, nýr þjálfari og svo hvernig gekk í fyrstu tveimur leikjunum. Þetta er undir okkur komið og við þurfum að halda áfram því það er auðvelt að gleyma góðu leikjunum þegar þú tapar leik.“ „Alltaf erfiður úrslitaleikur sama hver andstæðingurinn er“ Hann segir að Newcastle, andstæðingur United í úrslitum deildabikarsins, sé líklega það lið sem hefur komið mest á óvart á tímabilinu en Newcastle situr í fimmta sæti ensku deildarinnar. „Gæðin hafa alltaf verið þar en á síðasta tímabili voru þeir að berjast um að halda sæti sínu í deildinni og nú eru þeir að standa sig mjög vel. Ég held að allir viti að þetta sé sterkt lið. Þeir hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru líklega eitt af tveimur sterkustu liðunum í Evrópu hvað það varðar.“ „Þetta snýst um okkur. Þetta snýst meira um hvað við getum gert þeim, hvað við getum gert með okkar ákafa, ástríðu og gæðum. Við vitum að þetta verður erfiður úrslitaleikur sama hver andstæðingurinn er, þetta er alltaf erfitt því þetta er úrslitaleikur.“ Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Manchester United er eina félagsliðið í sterkustu deildum Evrópu sem á ennþá möguleika að vinna fjóra titla á tímabilinu. Á fimmtudag sló liðið Barcelona út úr Evrópudeildinni og á morgun mætir liðið Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins. Í viðtali við Skysports segir Bruno Fernandes, einn af lykilmönnum United, að sjálfstraustið innan félagsins sé mun meira en áður en Erik Ten Hag tók við stjórninni síðasta sumar. „Auðvitað tel ég að mikilvægasta breytingin séu úrslitin. Við trúum við því að vegferðin sem við erum á sé sú rétta, ég held að allir hafi trú. Allir fylgja hugmyndunum sem stjórinn hefur komið með inn í liðið og inn í félagið í heild,“ segir Fernandes og bætir við að Hollendingurinn Ten Hag sé kröfuharður „Hann veit hvað við getum og þess vegna setur hann kröfur. Ég held að allir hafi skilið að þú þarft að vera á hans línu. Þú þarft að fylgja hans reglum annars lendir þú í vandræðum. Hann var mjög ákveðinn á undirbúningstímabilinu, enginn fékk að hætta að hlaupa eða stoppa.“ Viðsnúningurinn varð í sigrinum á Liverpool Bruno Fernandes segir að þó aðstæður séu breyttar núna hafi alltaf verið gaman að vera leikmaður Manchester United. „Þegar úrslitin eru góð er það augljóslega skemmtilegra, maður kemur brosandi á æfingasvæðið. Ég held að skortur á sjálfstrausti hafi verið augljós á síðasta tímabili en núna getur þú séð að allir sem spila eru nokkuð öruggir og líka þeir sem eru ekki að spila.“ Manchester United tapaði í fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn Brighton og Brentford. Í þriðja leiknum mætti liðið Liverpool og Fernandes segir að þar hafi orðið viðsnúningur. United vann 2-1 sigur í leiknum. Bruno Fernandes segir að viðsnúningur hafi orðið hjá United í sigrinum gegn Liverpool í upphafi tímabils.Vísir/Getty „Andrúmsloftið var frábært. Fyrsta tæklingin hjá Licha (Lisandro Martinez) kveikti í áhorfendum og maður fann strax að allir skildu að þetta hlyti að vera okkar augnablik. Eftir þennan leik náðum við góðum kafla þangað til við töpuðum gegn City.“ Fernandes segir að það sé ekki hægt að spila fyrir United og vera ánægður án þess að vinna titla. „Það eru liðnir sex eða sjö mánuðir og þetta hefur gengið hratt. Ég held að fólk hafi ekki trúað því að United væri í þessari stöðu á þessum tímapunkti vegna allra breytinganna, nýr þjálfari og svo hvernig gekk í fyrstu tveimur leikjunum. Þetta er undir okkur komið og við þurfum að halda áfram því það er auðvelt að gleyma góðu leikjunum þegar þú tapar leik.“ „Alltaf erfiður úrslitaleikur sama hver andstæðingurinn er“ Hann segir að Newcastle, andstæðingur United í úrslitum deildabikarsins, sé líklega það lið sem hefur komið mest á óvart á tímabilinu en Newcastle situr í fimmta sæti ensku deildarinnar. „Gæðin hafa alltaf verið þar en á síðasta tímabili voru þeir að berjast um að halda sæti sínu í deildinni og nú eru þeir að standa sig mjög vel. Ég held að allir viti að þetta sé sterkt lið. Þeir hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru líklega eitt af tveimur sterkustu liðunum í Evrópu hvað það varðar.“ „Þetta snýst um okkur. Þetta snýst meira um hvað við getum gert þeim, hvað við getum gert með okkar ákafa, ástríðu og gæðum. Við vitum að þetta verður erfiður úrslitaleikur sama hver andstæðingurinn er, þetta er alltaf erfitt því þetta er úrslitaleikur.“
Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira